Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 16:45 Sævar Freyr er nýtekinn við starfi bæjarstjóra á Akranesi. Akranes.is Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, mun funda með þingmönnum síns kjördæmis vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi HB Granda á Akranesi. Hann segir bæjaryfirvöld og bæjarbúa ekki sætta sig við annað en að starfsemin verði áfram á Skaganum. „Við ætlum að funda með þingmönnum strax í kvöld og ná mönnum á tærnar. Þetta er eitthvað sem má ekki gerast. Það er ágætt að rifja það upp að helmingur alls kvóta HB Granda kom hingað á sínum tíma og ef þessi starfsemi þarf að sameinast á einum stað þá viljum við tryggja að það verði hé rá Akranesi. Ekkert annað kemur til greina,“ segir Sævar Freyr. Bæjaryfirvöld muni reyna að koma til móts við þarfir HB Granda. „Við munum vinna að því að sannfæra HB Granda um að hér sé þeirra framtíðarstarfsemi. Hér er ekki verið að þrengja neitt að eins og í Reykjavík og hér verður allt til alls fyrir HB Granda.“ Nú vissuð þið fyrir nokkrum dögum hvað væri í vændum. Hafið þið gert eitthvað nú þegar til þess að reyna að sannfæra félagið um að vera áfram á sínum stað? „Eins og hefur komið fram þá segjast þeir ekki vera búnir að taka ákvörðun og að þeir séu tilbúnir til að ræða málin áfram. Það sem við höfum kynnt fyrir þeim eru nýjar hugmyndir um hvernig framtíðarhögun geti verið á starfseminni hér á Akranesi og vonum að það sé að opna málið upp á gátt og geri þeim kleift að halda áfram hér.“ Verði áform félagsins um að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi að veruleika gætu allt að 93 starfsmenn misst viðurværi sitt. Sævar segir að það yrði algjört reiðarslag fyrir Skagamenn. „Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um. Og að fara að loka vinnslu eru mjög alvarleg tíðindi og hefur mjög mikil áhrif á samfélagið allt.“ Aðspurður segir hann hljóðið í bæjarbúum þessa dagana afar þungt, en bindur vonir við að hægt verði að leysa málin á sem skemmstum tíma. Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, mun funda með þingmönnum síns kjördæmis vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi HB Granda á Akranesi. Hann segir bæjaryfirvöld og bæjarbúa ekki sætta sig við annað en að starfsemin verði áfram á Skaganum. „Við ætlum að funda með þingmönnum strax í kvöld og ná mönnum á tærnar. Þetta er eitthvað sem má ekki gerast. Það er ágætt að rifja það upp að helmingur alls kvóta HB Granda kom hingað á sínum tíma og ef þessi starfsemi þarf að sameinast á einum stað þá viljum við tryggja að það verði hé rá Akranesi. Ekkert annað kemur til greina,“ segir Sævar Freyr. Bæjaryfirvöld muni reyna að koma til móts við þarfir HB Granda. „Við munum vinna að því að sannfæra HB Granda um að hér sé þeirra framtíðarstarfsemi. Hér er ekki verið að þrengja neitt að eins og í Reykjavík og hér verður allt til alls fyrir HB Granda.“ Nú vissuð þið fyrir nokkrum dögum hvað væri í vændum. Hafið þið gert eitthvað nú þegar til þess að reyna að sannfæra félagið um að vera áfram á sínum stað? „Eins og hefur komið fram þá segjast þeir ekki vera búnir að taka ákvörðun og að þeir séu tilbúnir til að ræða málin áfram. Það sem við höfum kynnt fyrir þeim eru nýjar hugmyndir um hvernig framtíðarhögun geti verið á starfseminni hér á Akranesi og vonum að það sé að opna málið upp á gátt og geri þeim kleift að halda áfram hér.“ Verði áform félagsins um að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi að veruleika gætu allt að 93 starfsmenn misst viðurværi sitt. Sævar segir að það yrði algjört reiðarslag fyrir Skagamenn. „Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um. Og að fara að loka vinnslu eru mjög alvarleg tíðindi og hefur mjög mikil áhrif á samfélagið allt.“ Aðspurður segir hann hljóðið í bæjarbúum þessa dagana afar þungt, en bindur vonir við að hægt verði að leysa málin á sem skemmstum tíma.
Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57