Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 16:45 Sævar Freyr er nýtekinn við starfi bæjarstjóra á Akranesi. Akranes.is Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, mun funda með þingmönnum síns kjördæmis vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi HB Granda á Akranesi. Hann segir bæjaryfirvöld og bæjarbúa ekki sætta sig við annað en að starfsemin verði áfram á Skaganum. „Við ætlum að funda með þingmönnum strax í kvöld og ná mönnum á tærnar. Þetta er eitthvað sem má ekki gerast. Það er ágætt að rifja það upp að helmingur alls kvóta HB Granda kom hingað á sínum tíma og ef þessi starfsemi þarf að sameinast á einum stað þá viljum við tryggja að það verði hé rá Akranesi. Ekkert annað kemur til greina,“ segir Sævar Freyr. Bæjaryfirvöld muni reyna að koma til móts við þarfir HB Granda. „Við munum vinna að því að sannfæra HB Granda um að hér sé þeirra framtíðarstarfsemi. Hér er ekki verið að þrengja neitt að eins og í Reykjavík og hér verður allt til alls fyrir HB Granda.“ Nú vissuð þið fyrir nokkrum dögum hvað væri í vændum. Hafið þið gert eitthvað nú þegar til þess að reyna að sannfæra félagið um að vera áfram á sínum stað? „Eins og hefur komið fram þá segjast þeir ekki vera búnir að taka ákvörðun og að þeir séu tilbúnir til að ræða málin áfram. Það sem við höfum kynnt fyrir þeim eru nýjar hugmyndir um hvernig framtíðarhögun geti verið á starfseminni hér á Akranesi og vonum að það sé að opna málið upp á gátt og geri þeim kleift að halda áfram hér.“ Verði áform félagsins um að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi að veruleika gætu allt að 93 starfsmenn misst viðurværi sitt. Sævar segir að það yrði algjört reiðarslag fyrir Skagamenn. „Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um. Og að fara að loka vinnslu eru mjög alvarleg tíðindi og hefur mjög mikil áhrif á samfélagið allt.“ Aðspurður segir hann hljóðið í bæjarbúum þessa dagana afar þungt, en bindur vonir við að hægt verði að leysa málin á sem skemmstum tíma. Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, mun funda með þingmönnum síns kjördæmis vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi HB Granda á Akranesi. Hann segir bæjaryfirvöld og bæjarbúa ekki sætta sig við annað en að starfsemin verði áfram á Skaganum. „Við ætlum að funda með þingmönnum strax í kvöld og ná mönnum á tærnar. Þetta er eitthvað sem má ekki gerast. Það er ágætt að rifja það upp að helmingur alls kvóta HB Granda kom hingað á sínum tíma og ef þessi starfsemi þarf að sameinast á einum stað þá viljum við tryggja að það verði hé rá Akranesi. Ekkert annað kemur til greina,“ segir Sævar Freyr. Bæjaryfirvöld muni reyna að koma til móts við þarfir HB Granda. „Við munum vinna að því að sannfæra HB Granda um að hér sé þeirra framtíðarstarfsemi. Hér er ekki verið að þrengja neitt að eins og í Reykjavík og hér verður allt til alls fyrir HB Granda.“ Nú vissuð þið fyrir nokkrum dögum hvað væri í vændum. Hafið þið gert eitthvað nú þegar til þess að reyna að sannfæra félagið um að vera áfram á sínum stað? „Eins og hefur komið fram þá segjast þeir ekki vera búnir að taka ákvörðun og að þeir séu tilbúnir til að ræða málin áfram. Það sem við höfum kynnt fyrir þeim eru nýjar hugmyndir um hvernig framtíðarhögun geti verið á starfseminni hér á Akranesi og vonum að það sé að opna málið upp á gátt og geri þeim kleift að halda áfram hér.“ Verði áform félagsins um að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi að veruleika gætu allt að 93 starfsmenn misst viðurværi sitt. Sævar segir að það yrði algjört reiðarslag fyrir Skagamenn. „Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um. Og að fara að loka vinnslu eru mjög alvarleg tíðindi og hefur mjög mikil áhrif á samfélagið allt.“ Aðspurður segir hann hljóðið í bæjarbúum þessa dagana afar þungt, en bindur vonir við að hægt verði að leysa málin á sem skemmstum tíma.
Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57