„Heilsa íbúa gengur fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2017 13:58 Verksmiðja United Silicon er afar umdeilt. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. Bæjarstjórnin hefur farið fram á að verksmiðjunni verði lokað þangað til fyrirtækið geri úrbætur til þess að koma í veg fyrir mengun frá verksmiðjunni. „Ef að menn eru ekki tilbúnir til þess að fylgja því eftir sem þeir eiga að gera og standast þau viðmið sem eru í gildi verður bara að loka verksmiðjunni á meðan. Við erum bara búin að fá nóg,“ segir Fríðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í samtali við Vísi.DV greindi frá því í síðustu viku að arsen hefði mælst í tuttugufalt meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir við umhverfismat. Arsen er eitrað efni og sýnt hefur verið fram á tengsl á milli þess og krabbameins.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.VísirHafa takmarkað vald „Ég mun ekki styðja það að gerðar verði tilraunir á íbúum í heilt ár til þess að fá úr því skorið hvort verið sé að úða hættulegum efnum yfir þá,“ segir í bréfi sem Guðbrandur Einarsson, formaður bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sendi til Umhverfisstofnunar í gær. „Við höfum sagt það að heilsa íbúa gengur fyrir, þetta snýst ekki um peninga,“ segir Friðjón og bendir á að sveitarfélagið hafi í raun takmarkað vald til þess að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Vandamálið hjá okkur er að sveitarfélagið úthlutar lóðum fyrir fyrirtæki en svo er allt eftirlit í höndum annarra aðila eins og Vinnueftirlits, Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar og við höfum ekkert vald þar,“ segir Friðjón. Nokkrar vikur eru síðan forsvarsmenn United Silicon funduðu með bæjaryfirvöldum þar sem komið var á framfæri þeim áhyggjum sem bæjarbúar hafa haft vegna mengunar frá verksmiðjunni. Friðjón segist vita af því að fyrirtækið sé að vinna að því að bæta úr sínum málum og bæjaryfirvöld geti ekki kvartað yfir samskiptum við forsvarsmenn fyrirtækisins. Þolinmæðin sé hins vegar einfaldlega á þrotum. „Það hefur verið lykt hérna síðustu viku og alla helgina. Okkur finnst þolinmæði íbúa vera á þrotum. Við höfum verið þolinmóð öll saman en nú þurfti bara að stíga þetta skref.“ Tengdar fréttir United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17 United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. Bæjarstjórnin hefur farið fram á að verksmiðjunni verði lokað þangað til fyrirtækið geri úrbætur til þess að koma í veg fyrir mengun frá verksmiðjunni. „Ef að menn eru ekki tilbúnir til þess að fylgja því eftir sem þeir eiga að gera og standast þau viðmið sem eru í gildi verður bara að loka verksmiðjunni á meðan. Við erum bara búin að fá nóg,“ segir Fríðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í samtali við Vísi.DV greindi frá því í síðustu viku að arsen hefði mælst í tuttugufalt meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir við umhverfismat. Arsen er eitrað efni og sýnt hefur verið fram á tengsl á milli þess og krabbameins.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.VísirHafa takmarkað vald „Ég mun ekki styðja það að gerðar verði tilraunir á íbúum í heilt ár til þess að fá úr því skorið hvort verið sé að úða hættulegum efnum yfir þá,“ segir í bréfi sem Guðbrandur Einarsson, formaður bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sendi til Umhverfisstofnunar í gær. „Við höfum sagt það að heilsa íbúa gengur fyrir, þetta snýst ekki um peninga,“ segir Friðjón og bendir á að sveitarfélagið hafi í raun takmarkað vald til þess að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Vandamálið hjá okkur er að sveitarfélagið úthlutar lóðum fyrir fyrirtæki en svo er allt eftirlit í höndum annarra aðila eins og Vinnueftirlits, Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar og við höfum ekkert vald þar,“ segir Friðjón. Nokkrar vikur eru síðan forsvarsmenn United Silicon funduðu með bæjaryfirvöldum þar sem komið var á framfæri þeim áhyggjum sem bæjarbúar hafa haft vegna mengunar frá verksmiðjunni. Friðjón segist vita af því að fyrirtækið sé að vinna að því að bæta úr sínum málum og bæjaryfirvöld geti ekki kvartað yfir samskiptum við forsvarsmenn fyrirtækisins. Þolinmæðin sé hins vegar einfaldlega á þrotum. „Það hefur verið lykt hérna síðustu viku og alla helgina. Okkur finnst þolinmæði íbúa vera á þrotum. Við höfum verið þolinmóð öll saman en nú þurfti bara að stíga þetta skref.“
Tengdar fréttir United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17 United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17
United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01
Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58
Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00