Sóknarprestar ósammála biskupi: „Mín bankaleynd stoppar þar sem þín budda byrjar“ Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. október 2017 22:00 Sóknarprestar Laugarneskirkju og Akureyrarkirkju deila ekki viðhorfi Biskups til gagnaleka. Vísir „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa,“ segir Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Hann deilir ekki þeim viðhorfum sem Biskup Íslands lýsti í viðtali við Morgunblaðið í dag, um að það sé siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. „Mín skoðun er sú að lög sem leyna okkur sannleika sem varða raunverulega hag okkar, eru ólög og þau lög ber að hunsa.“ Davíð ítrekar þó að gera verði greinarmun á því hvenær við erum að hnýsast í einkamál náungans okkur til afþreyingar og hvenær náunginn er að leyna einhverju sem varði okkur raunverulega. „Þú hefur ekki rétt til að hnýsast í mín einkamál en réttur minn til bankaleyndar hlýtur að stoppa þar sem þín budda byrjar,“ segir Davíð. Hann segir Biskup í rauninni bara vera að hvetja til þess að farið verði að lögum. „En við megum ekki gleyma því að ef Rosa Parks hefði farið að lögum þá væri enn þá aðskilnaðarstefna í Bandaríkjunum. Ef Ghandi hefði farið að lögum þá væri Indland sennilega ennþá hluti af breska heimsveldinu. Nelson Mandela var ekki í fangelsi af því hann var svo löghlýðinn. Þegar við sjáum mynd af Jesú Kristi á krossinum, þá erum við að horfa á mynd af glæpamanni sem var dæmdur samkvæmt lögum sem giltu í ríkinu sem hann starfaði í. Sum lög verður einfaldlega að brjóta,“ segir Davíð. Hann segir Biskup þarna vera að tjá persónulega skoðun, en ekki skoðun kirkjunnar.Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju.Vísir/Bjarni„Kirkjan er fólkið sem tilheyrir henni; fólkið sem tekur þátt í skoðanakönnunum. Viðhorf almennings samkvæmt skoðanakönnunum eru þannig viðhorf kirkjunnar,“ segir Davíð.Fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, deilir þessu viðhorfi Davíðs. Hún fagnar því þó að biskup tjái sig opinberlega, þótt hún deili ekki endilega viðhorfum hennar. „Biskup er sjálfstæður kennimaður rétt eins og ég er sjálfstæður kennimaður og það er mikilvægt að ég þori að hafa skoðanir á hlutum, vitandi samt að það er ekki endilega víst að ég hafi á endanum alltaf rétt fyrir mér,“ segir Hildur. „En með mína þekkingu og þá guðfræði sem ég hef stúderað og ástundað, þarf ég að þora að standa og falla með skoðunum mínum. Við viljum ekki hafa kennimenn í landinu sem þora aldrei að segja neitt.“ Aðspurð segir Hildur Eir fullt tjáningarfrelsi ríkja í kirkjunni. „Já, annars væri löngu búið að svipta mig hempunni,“ segir hún. „Maður hefur fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni. Jafnvel meira leyfi þar en í stjórnmálaflokkum.“ Tengdar fréttir Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
„Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa,“ segir Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Hann deilir ekki þeim viðhorfum sem Biskup Íslands lýsti í viðtali við Morgunblaðið í dag, um að það sé siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. „Mín skoðun er sú að lög sem leyna okkur sannleika sem varða raunverulega hag okkar, eru ólög og þau lög ber að hunsa.“ Davíð ítrekar þó að gera verði greinarmun á því hvenær við erum að hnýsast í einkamál náungans okkur til afþreyingar og hvenær náunginn er að leyna einhverju sem varði okkur raunverulega. „Þú hefur ekki rétt til að hnýsast í mín einkamál en réttur minn til bankaleyndar hlýtur að stoppa þar sem þín budda byrjar,“ segir Davíð. Hann segir Biskup í rauninni bara vera að hvetja til þess að farið verði að lögum. „En við megum ekki gleyma því að ef Rosa Parks hefði farið að lögum þá væri enn þá aðskilnaðarstefna í Bandaríkjunum. Ef Ghandi hefði farið að lögum þá væri Indland sennilega ennþá hluti af breska heimsveldinu. Nelson Mandela var ekki í fangelsi af því hann var svo löghlýðinn. Þegar við sjáum mynd af Jesú Kristi á krossinum, þá erum við að horfa á mynd af glæpamanni sem var dæmdur samkvæmt lögum sem giltu í ríkinu sem hann starfaði í. Sum lög verður einfaldlega að brjóta,“ segir Davíð. Hann segir Biskup þarna vera að tjá persónulega skoðun, en ekki skoðun kirkjunnar.Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju.Vísir/Bjarni„Kirkjan er fólkið sem tilheyrir henni; fólkið sem tekur þátt í skoðanakönnunum. Viðhorf almennings samkvæmt skoðanakönnunum eru þannig viðhorf kirkjunnar,“ segir Davíð.Fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, deilir þessu viðhorfi Davíðs. Hún fagnar því þó að biskup tjái sig opinberlega, þótt hún deili ekki endilega viðhorfum hennar. „Biskup er sjálfstæður kennimaður rétt eins og ég er sjálfstæður kennimaður og það er mikilvægt að ég þori að hafa skoðanir á hlutum, vitandi samt að það er ekki endilega víst að ég hafi á endanum alltaf rétt fyrir mér,“ segir Hildur. „En með mína þekkingu og þá guðfræði sem ég hef stúderað og ástundað, þarf ég að þora að standa og falla með skoðunum mínum. Við viljum ekki hafa kennimenn í landinu sem þora aldrei að segja neitt.“ Aðspurð segir Hildur Eir fullt tjáningarfrelsi ríkja í kirkjunni. „Já, annars væri löngu búið að svipta mig hempunni,“ segir hún. „Maður hefur fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni. Jafnvel meira leyfi þar en í stjórnmálaflokkum.“
Tengdar fréttir Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09