Rækta listaspírur með aðstoð geisladiska Benedikt Bóas skrifar 14. júní 2017 09:00 Vigdís, Ágústa og Jóhanna með nokkra geisladiska. Fréttablaðið/Anton brink „Við erum komnar með um 500 geisladiska en samkvæmt okkar útreikningum þurfum við 2.222 og jafnvel fleiri,“ segir Jóhanna Ásgeirsdóttir en hún ásamt þeim Vigdísi Bergsdóttur og Ágústu Gunnarsdóttur ætlar að reisa gróðurhús úr rusli, notuðum viði og gömlum geisladiskum. Stelpurnar þurfa að gera geisladiskana glæra og því henta gamlir diskar og skrifanlegir geisladiskar einkar vel í verkefnið. Það geta nefnilega ekki allir diskar orðið gróðurhúsadiskar. Verkefnið er hluti af skapandi sumarstörfum í Kópavogi þar sem ungu fólki býðst að vinna að eigin verkefnum. Jóhanna og Ágústa eru nýútskrifaðar með BA úr myndlist og Vigdís er að ljúka BSc í verkfræði. Vigdís fékk hugmyndina að gróðurhúsinu þegar hún tók þátt í námsstefnu í University of Oregon í Bandaríkjunum. „Ég var á námsstefnu um leiðtogahæfni á sviði umhverfismála og þar fæddist þessi hugmynd. Oregon er framarlega í umhverfismálum og þar er mikið um kreatíva nálgun að lausnum. Svo fór ég að skoða gróðurhúsaplast og hvar væri hægt að finna það í hversdagslegum munum og það reyndist vera í geisladiskum. Það er ekki sama plast í venjulegum plastflöskum til dæmis,“ segir Vigdís. Grindin verður úr notuðum viði sem stelpurnar eru búnar að safna af byggingarsvæðum. Húsið verður kúluhús og verður um 12 fermetrar. „Það sem okkur hefur fundist merkilegast er hvað fólk er að henda hlutum sem er allt í lagi með. Það er tímafrekt og kostnaðarsamt að henda hlutum og í raun engin ástæða til þess,“ segir Ágústa og bætir við að draumurinn sé að halda matarboð þar sem þær munu bjóða upp á það sem kemur upp úr moldinni. „Fyrsta plantan fer ofan í núna 17. júní og þá ætlum við að vera með smá sýnishorn af því sem við ætlum að gera. Við erum komnar með tómataplöntur, kryddjurtir, piparblóm og kartöflur. Ef einhver vill koma og gróðursetja hjá okkur má það. Þetta verður líka samverustaður þar sem verður vonandi góð stemning,“ segir Jóhanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
„Við erum komnar með um 500 geisladiska en samkvæmt okkar útreikningum þurfum við 2.222 og jafnvel fleiri,“ segir Jóhanna Ásgeirsdóttir en hún ásamt þeim Vigdísi Bergsdóttur og Ágústu Gunnarsdóttur ætlar að reisa gróðurhús úr rusli, notuðum viði og gömlum geisladiskum. Stelpurnar þurfa að gera geisladiskana glæra og því henta gamlir diskar og skrifanlegir geisladiskar einkar vel í verkefnið. Það geta nefnilega ekki allir diskar orðið gróðurhúsadiskar. Verkefnið er hluti af skapandi sumarstörfum í Kópavogi þar sem ungu fólki býðst að vinna að eigin verkefnum. Jóhanna og Ágústa eru nýútskrifaðar með BA úr myndlist og Vigdís er að ljúka BSc í verkfræði. Vigdís fékk hugmyndina að gróðurhúsinu þegar hún tók þátt í námsstefnu í University of Oregon í Bandaríkjunum. „Ég var á námsstefnu um leiðtogahæfni á sviði umhverfismála og þar fæddist þessi hugmynd. Oregon er framarlega í umhverfismálum og þar er mikið um kreatíva nálgun að lausnum. Svo fór ég að skoða gróðurhúsaplast og hvar væri hægt að finna það í hversdagslegum munum og það reyndist vera í geisladiskum. Það er ekki sama plast í venjulegum plastflöskum til dæmis,“ segir Vigdís. Grindin verður úr notuðum viði sem stelpurnar eru búnar að safna af byggingarsvæðum. Húsið verður kúluhús og verður um 12 fermetrar. „Það sem okkur hefur fundist merkilegast er hvað fólk er að henda hlutum sem er allt í lagi með. Það er tímafrekt og kostnaðarsamt að henda hlutum og í raun engin ástæða til þess,“ segir Ágústa og bætir við að draumurinn sé að halda matarboð þar sem þær munu bjóða upp á það sem kemur upp úr moldinni. „Fyrsta plantan fer ofan í núna 17. júní og þá ætlum við að vera með smá sýnishorn af því sem við ætlum að gera. Við erum komnar með tómataplöntur, kryddjurtir, piparblóm og kartöflur. Ef einhver vill koma og gróðursetja hjá okkur má það. Þetta verður líka samverustaður þar sem verður vonandi góð stemning,“ segir Jóhanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira