Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. september 2017 06:00 Hér má sjá brot af því magni melatóníns sem tollverðir hafa haldlagt að undanförnu. Mynd/Tollstjóri „Við höfum sérstakar áhyggjur af þessu og finnst það vísbending um að í einhverjum tilfellum sé viðkomandi að fá of stóra skammta af örvandi lyfjum eða þá á vitlausum tíma sólarhrings. Okkur grunar að í sumum tilfellum sé verið að slá á aukaverkanir örvandi lyfja eða vegna ofskömmtunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræði, um aukningu í notkun svefnlyfsins melatónín meðal barna hér á landi á undanförnum árum. Aldrei hafa fleiri börn fengið ávísað melatóníni og er aukningin margföld frá árinu 2008. Algengt er að foreldrar barna með ADHD gefi þeim lyfið fyrir svefn. Dæmi eru um svartamarkaðsbrask með lyfið á Facebook-síðum hérlendis. Melatónín er flokkað sem lyf hér á landi líkt og í Evrópu, en um er að ræða náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Ekki fara þó allir í gegnum lækna og fá því ávísað. Í Bandaríkjunum er lyfið flokkað sem fæðubótarefni og auðvelt að panta það í gegnum netverslanir. Innflutningur er þó bannaður.Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræðiNotkun á lyfinu hér á landi hefur margfaldast á umliðnum árum og var aldrei meiri en í fyrra samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis. Samhliða því hefur aldrei verið lagt hald á meira af því hjá tollgæslunni sem stöðvað hefur 199 sendingar það sem af er ári. Dæmi eru um að foreldrar barna með ADHD fari þessa leið og nálgist melatónín í gegnum netið fyrir börn sín, allt niður í 18 mánaða gömul. Melatónín má einnig kaupa á svörtum markaði sölusíðna á Facebook. Magnús bendir á að samkvæmt lyfjaskrá sé melatónín lyf sem læknar ávísi vissulega til barna, en það sé þó ekki ætlað fólki yngra en 55 ára. „Lyfjastofnun Evrópu miðar við 55 ára og eldri því það vantar almennilegar rannsóknir á yngra fólki,“ segir Magnús og bendir á að komið hafi fram áhyggjur um að það geti haft áhrif á kynþroska barna og hormónabúskap. Frekari rannsókna á aukaverkunum sé þörf. Magnús segir flokkun melatóníns hafa verið bitbein um áratugaskeið þar sem Bandaríkjamenn hafi verið sér á báti. Þó melatónín sé markaðssett sem náttúrulegt og skaðlaust fæðubótarefni vestanhafs bendir Magnús á að það séu alls konar hormónar framleiddir í líkamanum sem ekki séu meinlausir í miklu magni. „Það er ekki allt náttúrulegt meinlaust. Síður en svo. “ Magnús ræður fólki eindregið frá því að vera að panta melatónín sem fæðubótarefni yfir netið, hvað þá fyrir börn. „Það er allur gangur á gæðum þeirra. Gæði lyfsins hér á markaði eiga að vera tryggð enda eftirlit strangt. Fólk veit aldrei hvað er í fæðubótarefnum. Þau þurfa ekki einu sinni að innihalda þau efni sem lofað er eða innihaldið aukaefni sem ekki er getið á umbúðunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
„Við höfum sérstakar áhyggjur af þessu og finnst það vísbending um að í einhverjum tilfellum sé viðkomandi að fá of stóra skammta af örvandi lyfjum eða þá á vitlausum tíma sólarhrings. Okkur grunar að í sumum tilfellum sé verið að slá á aukaverkanir örvandi lyfja eða vegna ofskömmtunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræði, um aukningu í notkun svefnlyfsins melatónín meðal barna hér á landi á undanförnum árum. Aldrei hafa fleiri börn fengið ávísað melatóníni og er aukningin margföld frá árinu 2008. Algengt er að foreldrar barna með ADHD gefi þeim lyfið fyrir svefn. Dæmi eru um svartamarkaðsbrask með lyfið á Facebook-síðum hérlendis. Melatónín er flokkað sem lyf hér á landi líkt og í Evrópu, en um er að ræða náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Ekki fara þó allir í gegnum lækna og fá því ávísað. Í Bandaríkjunum er lyfið flokkað sem fæðubótarefni og auðvelt að panta það í gegnum netverslanir. Innflutningur er þó bannaður.Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræðiNotkun á lyfinu hér á landi hefur margfaldast á umliðnum árum og var aldrei meiri en í fyrra samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis. Samhliða því hefur aldrei verið lagt hald á meira af því hjá tollgæslunni sem stöðvað hefur 199 sendingar það sem af er ári. Dæmi eru um að foreldrar barna með ADHD fari þessa leið og nálgist melatónín í gegnum netið fyrir börn sín, allt niður í 18 mánaða gömul. Melatónín má einnig kaupa á svörtum markaði sölusíðna á Facebook. Magnús bendir á að samkvæmt lyfjaskrá sé melatónín lyf sem læknar ávísi vissulega til barna, en það sé þó ekki ætlað fólki yngra en 55 ára. „Lyfjastofnun Evrópu miðar við 55 ára og eldri því það vantar almennilegar rannsóknir á yngra fólki,“ segir Magnús og bendir á að komið hafi fram áhyggjur um að það geti haft áhrif á kynþroska barna og hormónabúskap. Frekari rannsókna á aukaverkunum sé þörf. Magnús segir flokkun melatóníns hafa verið bitbein um áratugaskeið þar sem Bandaríkjamenn hafi verið sér á báti. Þó melatónín sé markaðssett sem náttúrulegt og skaðlaust fæðubótarefni vestanhafs bendir Magnús á að það séu alls konar hormónar framleiddir í líkamanum sem ekki séu meinlausir í miklu magni. „Það er ekki allt náttúrulegt meinlaust. Síður en svo. “ Magnús ræður fólki eindregið frá því að vera að panta melatónín sem fæðubótarefni yfir netið, hvað þá fyrir börn. „Það er allur gangur á gæðum þeirra. Gæði lyfsins hér á markaði eiga að vera tryggð enda eftirlit strangt. Fólk veit aldrei hvað er í fæðubótarefnum. Þau þurfa ekki einu sinni að innihalda þau efni sem lofað er eða innihaldið aukaefni sem ekki er getið á umbúðunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira