Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. september 2017 06:00 Hér má sjá brot af því magni melatóníns sem tollverðir hafa haldlagt að undanförnu. Mynd/Tollstjóri „Við höfum sérstakar áhyggjur af þessu og finnst það vísbending um að í einhverjum tilfellum sé viðkomandi að fá of stóra skammta af örvandi lyfjum eða þá á vitlausum tíma sólarhrings. Okkur grunar að í sumum tilfellum sé verið að slá á aukaverkanir örvandi lyfja eða vegna ofskömmtunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræði, um aukningu í notkun svefnlyfsins melatónín meðal barna hér á landi á undanförnum árum. Aldrei hafa fleiri börn fengið ávísað melatóníni og er aukningin margföld frá árinu 2008. Algengt er að foreldrar barna með ADHD gefi þeim lyfið fyrir svefn. Dæmi eru um svartamarkaðsbrask með lyfið á Facebook-síðum hérlendis. Melatónín er flokkað sem lyf hér á landi líkt og í Evrópu, en um er að ræða náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Ekki fara þó allir í gegnum lækna og fá því ávísað. Í Bandaríkjunum er lyfið flokkað sem fæðubótarefni og auðvelt að panta það í gegnum netverslanir. Innflutningur er þó bannaður.Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræðiNotkun á lyfinu hér á landi hefur margfaldast á umliðnum árum og var aldrei meiri en í fyrra samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis. Samhliða því hefur aldrei verið lagt hald á meira af því hjá tollgæslunni sem stöðvað hefur 199 sendingar það sem af er ári. Dæmi eru um að foreldrar barna með ADHD fari þessa leið og nálgist melatónín í gegnum netið fyrir börn sín, allt niður í 18 mánaða gömul. Melatónín má einnig kaupa á svörtum markaði sölusíðna á Facebook. Magnús bendir á að samkvæmt lyfjaskrá sé melatónín lyf sem læknar ávísi vissulega til barna, en það sé þó ekki ætlað fólki yngra en 55 ára. „Lyfjastofnun Evrópu miðar við 55 ára og eldri því það vantar almennilegar rannsóknir á yngra fólki,“ segir Magnús og bendir á að komið hafi fram áhyggjur um að það geti haft áhrif á kynþroska barna og hormónabúskap. Frekari rannsókna á aukaverkunum sé þörf. Magnús segir flokkun melatóníns hafa verið bitbein um áratugaskeið þar sem Bandaríkjamenn hafi verið sér á báti. Þó melatónín sé markaðssett sem náttúrulegt og skaðlaust fæðubótarefni vestanhafs bendir Magnús á að það séu alls konar hormónar framleiddir í líkamanum sem ekki séu meinlausir í miklu magni. „Það er ekki allt náttúrulegt meinlaust. Síður en svo. “ Magnús ræður fólki eindregið frá því að vera að panta melatónín sem fæðubótarefni yfir netið, hvað þá fyrir börn. „Það er allur gangur á gæðum þeirra. Gæði lyfsins hér á markaði eiga að vera tryggð enda eftirlit strangt. Fólk veit aldrei hvað er í fæðubótarefnum. Þau þurfa ekki einu sinni að innihalda þau efni sem lofað er eða innihaldið aukaefni sem ekki er getið á umbúðunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Við höfum sérstakar áhyggjur af þessu og finnst það vísbending um að í einhverjum tilfellum sé viðkomandi að fá of stóra skammta af örvandi lyfjum eða þá á vitlausum tíma sólarhrings. Okkur grunar að í sumum tilfellum sé verið að slá á aukaverkanir örvandi lyfja eða vegna ofskömmtunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræði, um aukningu í notkun svefnlyfsins melatónín meðal barna hér á landi á undanförnum árum. Aldrei hafa fleiri börn fengið ávísað melatóníni og er aukningin margföld frá árinu 2008. Algengt er að foreldrar barna með ADHD gefi þeim lyfið fyrir svefn. Dæmi eru um svartamarkaðsbrask með lyfið á Facebook-síðum hérlendis. Melatónín er flokkað sem lyf hér á landi líkt og í Evrópu, en um er að ræða náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Ekki fara þó allir í gegnum lækna og fá því ávísað. Í Bandaríkjunum er lyfið flokkað sem fæðubótarefni og auðvelt að panta það í gegnum netverslanir. Innflutningur er þó bannaður.Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræðiNotkun á lyfinu hér á landi hefur margfaldast á umliðnum árum og var aldrei meiri en í fyrra samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis. Samhliða því hefur aldrei verið lagt hald á meira af því hjá tollgæslunni sem stöðvað hefur 199 sendingar það sem af er ári. Dæmi eru um að foreldrar barna með ADHD fari þessa leið og nálgist melatónín í gegnum netið fyrir börn sín, allt niður í 18 mánaða gömul. Melatónín má einnig kaupa á svörtum markaði sölusíðna á Facebook. Magnús bendir á að samkvæmt lyfjaskrá sé melatónín lyf sem læknar ávísi vissulega til barna, en það sé þó ekki ætlað fólki yngra en 55 ára. „Lyfjastofnun Evrópu miðar við 55 ára og eldri því það vantar almennilegar rannsóknir á yngra fólki,“ segir Magnús og bendir á að komið hafi fram áhyggjur um að það geti haft áhrif á kynþroska barna og hormónabúskap. Frekari rannsókna á aukaverkunum sé þörf. Magnús segir flokkun melatóníns hafa verið bitbein um áratugaskeið þar sem Bandaríkjamenn hafi verið sér á báti. Þó melatónín sé markaðssett sem náttúrulegt og skaðlaust fæðubótarefni vestanhafs bendir Magnús á að það séu alls konar hormónar framleiddir í líkamanum sem ekki séu meinlausir í miklu magni. „Það er ekki allt náttúrulegt meinlaust. Síður en svo. “ Magnús ræður fólki eindregið frá því að vera að panta melatónín sem fæðubótarefni yfir netið, hvað þá fyrir börn. „Það er allur gangur á gæðum þeirra. Gæði lyfsins hér á markaði eiga að vera tryggð enda eftirlit strangt. Fólk veit aldrei hvað er í fæðubótarefnum. Þau þurfa ekki einu sinni að innihalda þau efni sem lofað er eða innihaldið aukaefni sem ekki er getið á umbúðunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira