Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. september 2017 06:00 Hér má sjá brot af því magni melatóníns sem tollverðir hafa haldlagt að undanförnu. Mynd/Tollstjóri „Við höfum sérstakar áhyggjur af þessu og finnst það vísbending um að í einhverjum tilfellum sé viðkomandi að fá of stóra skammta af örvandi lyfjum eða þá á vitlausum tíma sólarhrings. Okkur grunar að í sumum tilfellum sé verið að slá á aukaverkanir örvandi lyfja eða vegna ofskömmtunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræði, um aukningu í notkun svefnlyfsins melatónín meðal barna hér á landi á undanförnum árum. Aldrei hafa fleiri börn fengið ávísað melatóníni og er aukningin margföld frá árinu 2008. Algengt er að foreldrar barna með ADHD gefi þeim lyfið fyrir svefn. Dæmi eru um svartamarkaðsbrask með lyfið á Facebook-síðum hérlendis. Melatónín er flokkað sem lyf hér á landi líkt og í Evrópu, en um er að ræða náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Ekki fara þó allir í gegnum lækna og fá því ávísað. Í Bandaríkjunum er lyfið flokkað sem fæðubótarefni og auðvelt að panta það í gegnum netverslanir. Innflutningur er þó bannaður.Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræðiNotkun á lyfinu hér á landi hefur margfaldast á umliðnum árum og var aldrei meiri en í fyrra samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis. Samhliða því hefur aldrei verið lagt hald á meira af því hjá tollgæslunni sem stöðvað hefur 199 sendingar það sem af er ári. Dæmi eru um að foreldrar barna með ADHD fari þessa leið og nálgist melatónín í gegnum netið fyrir börn sín, allt niður í 18 mánaða gömul. Melatónín má einnig kaupa á svörtum markaði sölusíðna á Facebook. Magnús bendir á að samkvæmt lyfjaskrá sé melatónín lyf sem læknar ávísi vissulega til barna, en það sé þó ekki ætlað fólki yngra en 55 ára. „Lyfjastofnun Evrópu miðar við 55 ára og eldri því það vantar almennilegar rannsóknir á yngra fólki,“ segir Magnús og bendir á að komið hafi fram áhyggjur um að það geti haft áhrif á kynþroska barna og hormónabúskap. Frekari rannsókna á aukaverkunum sé þörf. Magnús segir flokkun melatóníns hafa verið bitbein um áratugaskeið þar sem Bandaríkjamenn hafi verið sér á báti. Þó melatónín sé markaðssett sem náttúrulegt og skaðlaust fæðubótarefni vestanhafs bendir Magnús á að það séu alls konar hormónar framleiddir í líkamanum sem ekki séu meinlausir í miklu magni. „Það er ekki allt náttúrulegt meinlaust. Síður en svo. “ Magnús ræður fólki eindregið frá því að vera að panta melatónín sem fæðubótarefni yfir netið, hvað þá fyrir börn. „Það er allur gangur á gæðum þeirra. Gæði lyfsins hér á markaði eiga að vera tryggð enda eftirlit strangt. Fólk veit aldrei hvað er í fæðubótarefnum. Þau þurfa ekki einu sinni að innihalda þau efni sem lofað er eða innihaldið aukaefni sem ekki er getið á umbúðunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira
„Við höfum sérstakar áhyggjur af þessu og finnst það vísbending um að í einhverjum tilfellum sé viðkomandi að fá of stóra skammta af örvandi lyfjum eða þá á vitlausum tíma sólarhrings. Okkur grunar að í sumum tilfellum sé verið að slá á aukaverkanir örvandi lyfja eða vegna ofskömmtunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræði, um aukningu í notkun svefnlyfsins melatónín meðal barna hér á landi á undanförnum árum. Aldrei hafa fleiri börn fengið ávísað melatóníni og er aukningin margföld frá árinu 2008. Algengt er að foreldrar barna með ADHD gefi þeim lyfið fyrir svefn. Dæmi eru um svartamarkaðsbrask með lyfið á Facebook-síðum hérlendis. Melatónín er flokkað sem lyf hér á landi líkt og í Evrópu, en um er að ræða náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Ekki fara þó allir í gegnum lækna og fá því ávísað. Í Bandaríkjunum er lyfið flokkað sem fæðubótarefni og auðvelt að panta það í gegnum netverslanir. Innflutningur er þó bannaður.Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræðiNotkun á lyfinu hér á landi hefur margfaldast á umliðnum árum og var aldrei meiri en í fyrra samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis. Samhliða því hefur aldrei verið lagt hald á meira af því hjá tollgæslunni sem stöðvað hefur 199 sendingar það sem af er ári. Dæmi eru um að foreldrar barna með ADHD fari þessa leið og nálgist melatónín í gegnum netið fyrir börn sín, allt niður í 18 mánaða gömul. Melatónín má einnig kaupa á svörtum markaði sölusíðna á Facebook. Magnús bendir á að samkvæmt lyfjaskrá sé melatónín lyf sem læknar ávísi vissulega til barna, en það sé þó ekki ætlað fólki yngra en 55 ára. „Lyfjastofnun Evrópu miðar við 55 ára og eldri því það vantar almennilegar rannsóknir á yngra fólki,“ segir Magnús og bendir á að komið hafi fram áhyggjur um að það geti haft áhrif á kynþroska barna og hormónabúskap. Frekari rannsókna á aukaverkunum sé þörf. Magnús segir flokkun melatóníns hafa verið bitbein um áratugaskeið þar sem Bandaríkjamenn hafi verið sér á báti. Þó melatónín sé markaðssett sem náttúrulegt og skaðlaust fæðubótarefni vestanhafs bendir Magnús á að það séu alls konar hormónar framleiddir í líkamanum sem ekki séu meinlausir í miklu magni. „Það er ekki allt náttúrulegt meinlaust. Síður en svo. “ Magnús ræður fólki eindregið frá því að vera að panta melatónín sem fæðubótarefni yfir netið, hvað þá fyrir börn. „Það er allur gangur á gæðum þeirra. Gæði lyfsins hér á markaði eiga að vera tryggð enda eftirlit strangt. Fólk veit aldrei hvað er í fæðubótarefnum. Þau þurfa ekki einu sinni að innihalda þau efni sem lofað er eða innihaldið aukaefni sem ekki er getið á umbúðunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira