Áfengisgjaldið þungur baggi fyrir lítil frumkvöðlabrugghús Sveinn Arnarsson skrifar 20. október 2017 06:00 Framboð á innlendum bjór hefur stóraukist síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Brugghúsið Lady Brewery segir álagningu áfengisgjalds afar erfiða fyrir frumkvöðla sem bruggi gæðabjór í litlu magni. Þar sem bruggunin sé smá í sniðum og áfengisstyrkur bjórsins um 6,1 prósent, þurfi fyrirtækið að greiða 452 krónur á hvern lítra til hins opinbera í formi áfengisgjalds. Ragnheiður Axel og Þórey Björk Halldórsdóttir reka frumkvöðlafyrirtækið. Þær hafa unnið að því að setja á markað vandaða vöru og er IPA-bjórinn frá þeim, „First Lady“, nú að finna á völdum öldurhúsum í Reykjavík og nágrenni. „Bjórinn hjá okkur er að fara út úr brugghúsi á um 1.200 krónur lítrinn plús virðisaukaskattur vegna mikillar álagningar hins opinbera,“ segir Ragnheiður. „Því kostar bjórinn okkar um 1.550 krónur að lágmarki á krám. Það er mjög erfitt fyrir lítil brugghús að bjórinn þurfi að vera svona dýr til að hann standi undir sér.“ Í framlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018, sem bíður umræðu fram yfir kosningar, mun áfengisgjald hækka um 2,2 prósent í takt við verðlagsbreytingar ársins. Því mun krónutalan hækka á næsta ári nái þessi hækkun fram að ganga. „Við erum ósáttar við að þetta litla fyrirtæki sem er að byrja rekstur fái þennan rosalega þunga bagga. Þetta er auðvitað auðveldara þegar um stórfyrirtæki er að ræða sem geta lagt minna á hvern kút og selt gríðarlegt magn á ársgrundvelli,“ bætir Ragnheiður við. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Brugghúsið Lady Brewery segir álagningu áfengisgjalds afar erfiða fyrir frumkvöðla sem bruggi gæðabjór í litlu magni. Þar sem bruggunin sé smá í sniðum og áfengisstyrkur bjórsins um 6,1 prósent, þurfi fyrirtækið að greiða 452 krónur á hvern lítra til hins opinbera í formi áfengisgjalds. Ragnheiður Axel og Þórey Björk Halldórsdóttir reka frumkvöðlafyrirtækið. Þær hafa unnið að því að setja á markað vandaða vöru og er IPA-bjórinn frá þeim, „First Lady“, nú að finna á völdum öldurhúsum í Reykjavík og nágrenni. „Bjórinn hjá okkur er að fara út úr brugghúsi á um 1.200 krónur lítrinn plús virðisaukaskattur vegna mikillar álagningar hins opinbera,“ segir Ragnheiður. „Því kostar bjórinn okkar um 1.550 krónur að lágmarki á krám. Það er mjög erfitt fyrir lítil brugghús að bjórinn þurfi að vera svona dýr til að hann standi undir sér.“ Í framlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018, sem bíður umræðu fram yfir kosningar, mun áfengisgjald hækka um 2,2 prósent í takt við verðlagsbreytingar ársins. Því mun krónutalan hækka á næsta ári nái þessi hækkun fram að ganga. „Við erum ósáttar við að þetta litla fyrirtæki sem er að byrja rekstur fái þennan rosalega þunga bagga. Þetta er auðvitað auðveldara þegar um stórfyrirtæki er að ræða sem geta lagt minna á hvern kút og selt gríðarlegt magn á ársgrundvelli,“ bætir Ragnheiður við.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira