Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 20:34 Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir „Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir, vegna ákvarðana sem teknar eru á vettvangi stjórnvalda. Stjórnmálamenn eiga að vera þjónar fólksins, ekki herrar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Sagði hann að ekki væri ástæða til að örvænta um framtíð Íslands enda hefðu Íslendingar úr miklu að spila og ástæða væri til þess að ætla að Íslendingar myndu áfram búa við slíkar aðstæður. Þakkaði hann Framsóknarflokknum og áherslum hans í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þá stöðu sem nú væri upp í íslensku efnahagslífi. Það væru fyrst og fremst stefnumál flokksins sem hefðu skapað hið „góða bú“ sem núverandi ríkisstjórn tæki við. „Viðreisn kom þar hvergi nærri og ég man ekki til þess að viðhengi hennar, Björt framtíð, hafi lagt mikið til málanna við endurreisn íslensks efnahagslífs. Þó minnist ég þess að fyrrverandi formaður þess flokks lagði fram tillögu „…til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna,““ sagði Sigurður Ingi. Gerði hann orð Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Gaf Sigurður Ingi lítið fyrir þessa skýring. „Það kemur á óvart að forsætisráðherra skuli líta svo á, að skortur á aðgengi að heilbrigðisþjónustu skuli byggjast á hughrifum. Ég held að það sé lítil stemming fyrir svona ályktunum, ekki síst hjá því ágæta fólki sem býr úti á landi og hefur ekki eins góðan aðgang að heilbrigðisþjónustu og þó þeir hafa sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigurður Ingi. Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15 Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ „Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt Jóhannesson. 24. janúar 2017 20:30 Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir, vegna ákvarðana sem teknar eru á vettvangi stjórnvalda. Stjórnmálamenn eiga að vera þjónar fólksins, ekki herrar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Sagði hann að ekki væri ástæða til að örvænta um framtíð Íslands enda hefðu Íslendingar úr miklu að spila og ástæða væri til þess að ætla að Íslendingar myndu áfram búa við slíkar aðstæður. Þakkaði hann Framsóknarflokknum og áherslum hans í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þá stöðu sem nú væri upp í íslensku efnahagslífi. Það væru fyrst og fremst stefnumál flokksins sem hefðu skapað hið „góða bú“ sem núverandi ríkisstjórn tæki við. „Viðreisn kom þar hvergi nærri og ég man ekki til þess að viðhengi hennar, Björt framtíð, hafi lagt mikið til málanna við endurreisn íslensks efnahagslífs. Þó minnist ég þess að fyrrverandi formaður þess flokks lagði fram tillögu „…til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna,““ sagði Sigurður Ingi. Gerði hann orð Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Gaf Sigurður Ingi lítið fyrir þessa skýring. „Það kemur á óvart að forsætisráðherra skuli líta svo á, að skortur á aðgengi að heilbrigðisþjónustu skuli byggjast á hughrifum. Ég held að það sé lítil stemming fyrir svona ályktunum, ekki síst hjá því ágæta fólki sem býr úti á landi og hefur ekki eins góðan aðgang að heilbrigðisþjónustu og þó þeir hafa sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigurður Ingi.
Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15 Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ „Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt Jóhannesson. 24. janúar 2017 20:30 Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03
Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15
Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ „Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt Jóhannesson. 24. janúar 2017 20:30
Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent