Hafa klifið Everest og K2 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2017 17:45 Gerlinde Kaltenbrunner við klifur á K2. Skjáskot úr heimildarmynd Hann hefur komist upp á topp Everest og hún hefur ná tindi K2 fjallsins og eiga það sameiginlegt að hafa gert það fyrst manna og kvenna án viðbótarsúrefnis. Fjallgöngufólkið heldur fyrirlestur á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni. Ferðafélag Íslands fagnar á þessu ári níutíu ára afmæli en þau eru sein stærstu félaga samtök landsins með hátt í tíu þúsund meðlimi. Í kvöld klukkan átta verður Háfjallakvöld haldið á vegum samtakanna í Eldborgarsal Hörpunnar og að því tilefni eru staddir hér á landi tveir fjallgöngumenn sem bæði hafa klifið ein mest krefjandi fjöll í heimi. Peter Habeler komst á topp Everest 8. maí 1978 á viðbótarsúrefnis fyrstur manna. „Það er langt síðan. Þetta var 1978. Minningarnar eru góðar því við lifðum þetta af og við notuðum ekki súrefni. Ég kleif þessa tinda með eins einfaldri aðferð og hægt var. Afrekið var geysimikið,“ sagði Peter í dag. Auk Everest heftur Peter klifið mörg af hæstu fjöllum jarðar og flesta af erfiðustu tindum og klettaveggi Alpafjalla og þrátt fyrir að vera kominn mitt á áttræðisaldur er hann enn á fullu í krefjandi fjallgöngum og fjallaskíðaferðum víða um heim. Hann hefur mikið dálæti á Íslenskum fjöllum. Gerlinde Kaltenbrunner er einn þekktasta fjallgöngukona heims en árið 2011 náði hún tindi K2-fjallsins í Kína, næst hæsta fjalli í heimi, eftir sjö tilraunir. „Frá upphafi átti ég mér þann draum að ef ég öðlaðist nægan styrk langaði mig til að klífa þetta fallega fjall. Fyrsta tilraunin var 2007 og þær urðu tvær þetta ár. Þetta tókst samt ekki því það var of illviðrasamt og snjóflóðahættan var mikil. Eftir sjöttu tilraunina varð mikið persónulegt og tilfinningalegt bakslag hjá mér. Ég var ekki viss um að ég myndi reyna aftur. En sem betur fór tókst mér að ná á tind K2 með teymi mínu,“ sagði Gerlinde í dag. Eftir að hafa náð þessu takmarki varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla 14 hæstu tindi veraldar án viðbótarsúrefnis. Peter og Gerlinda koma til með að halda fyrirlestur á Háfjallakvöldinu í Hörpu í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni bæði eiga þau þó eftir að klífa fjöll á Íslandi „Því miður á ég það eftir. Mér þykir það leitt og ég skammast mín. Ég ætla að breyta því eins fljótt og auðið er, sagði Peter. Hægt er að nálgast miða á viðburðinn á harpa.is. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Hann hefur komist upp á topp Everest og hún hefur ná tindi K2 fjallsins og eiga það sameiginlegt að hafa gert það fyrst manna og kvenna án viðbótarsúrefnis. Fjallgöngufólkið heldur fyrirlestur á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni. Ferðafélag Íslands fagnar á þessu ári níutíu ára afmæli en þau eru sein stærstu félaga samtök landsins með hátt í tíu þúsund meðlimi. Í kvöld klukkan átta verður Háfjallakvöld haldið á vegum samtakanna í Eldborgarsal Hörpunnar og að því tilefni eru staddir hér á landi tveir fjallgöngumenn sem bæði hafa klifið ein mest krefjandi fjöll í heimi. Peter Habeler komst á topp Everest 8. maí 1978 á viðbótarsúrefnis fyrstur manna. „Það er langt síðan. Þetta var 1978. Minningarnar eru góðar því við lifðum þetta af og við notuðum ekki súrefni. Ég kleif þessa tinda með eins einfaldri aðferð og hægt var. Afrekið var geysimikið,“ sagði Peter í dag. Auk Everest heftur Peter klifið mörg af hæstu fjöllum jarðar og flesta af erfiðustu tindum og klettaveggi Alpafjalla og þrátt fyrir að vera kominn mitt á áttræðisaldur er hann enn á fullu í krefjandi fjallgöngum og fjallaskíðaferðum víða um heim. Hann hefur mikið dálæti á Íslenskum fjöllum. Gerlinde Kaltenbrunner er einn þekktasta fjallgöngukona heims en árið 2011 náði hún tindi K2-fjallsins í Kína, næst hæsta fjalli í heimi, eftir sjö tilraunir. „Frá upphafi átti ég mér þann draum að ef ég öðlaðist nægan styrk langaði mig til að klífa þetta fallega fjall. Fyrsta tilraunin var 2007 og þær urðu tvær þetta ár. Þetta tókst samt ekki því það var of illviðrasamt og snjóflóðahættan var mikil. Eftir sjöttu tilraunina varð mikið persónulegt og tilfinningalegt bakslag hjá mér. Ég var ekki viss um að ég myndi reyna aftur. En sem betur fór tókst mér að ná á tind K2 með teymi mínu,“ sagði Gerlinde í dag. Eftir að hafa náð þessu takmarki varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla 14 hæstu tindi veraldar án viðbótarsúrefnis. Peter og Gerlinda koma til með að halda fyrirlestur á Háfjallakvöldinu í Hörpu í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni bæði eiga þau þó eftir að klífa fjöll á Íslandi „Því miður á ég það eftir. Mér þykir það leitt og ég skammast mín. Ég ætla að breyta því eins fljótt og auðið er, sagði Peter. Hægt er að nálgast miða á viðburðinn á harpa.is. Aðgangseyrir er 1000 krónur.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira