Granada, lið Sverris Inga Ingasonar, vann afar mikilvægan 4-1 sigur á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.
Sverrir Ingi og félagar eru nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti þegar þeir eiga 15 leiki eftir.
Granada vann ekki aðeins stórsigur í gær heldur braut liðið blað í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar með því að vera með leikmenn frá 11 mismunandi þjóðernum í byrjunarliðinu.
Í byrjunarliðinu sem Lucas Alcaraz, knattspyrnustjóri Granada, stillti upp mátti m.a. finna leikmenn frá Úrúgvæ, Nígeríu, Kólumbíu og auðvitað Íslandi.
Byrjunarlið Granada í gær:
Guillermo Ochoa - Mexíkó
Sverrir Ingi Ingason - Ísland
Dimitri Foulquier - Frakkland
Gastón Silva - Úrúgvæ
Litri - Spánn
Uche Agbo - Nígería
Martin Hongla - Kamerún
Mehdi Carcela - Marokkó
Mubarak Wakaso - Gana
Andreas Pereira - Brasilía
Adrián Ramos - Kólumbía
