Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 11. mars 2017 12:00 Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi vísir/gva Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. Þjóðgarðsvörður fundaði með Samgöngustofu vegna málsins í morgun. Lokun Silfru tók gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Slysið í gær er tíunda alvarlega slysið í Silfru á síðustu sjö árum, en þar af eru fimm þeirra banaslys. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðargarðsvörður á Þingvöllum segir að tíðni alvarlegra slysa í Silfru á Þingvöllum geri það að verkum að grípa verði til aðgerða.Ólafur Örn Haraldsson„Við viljum með þessu leggja áherslu á það, við rekstaraðilar þarna, að við ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta eða afþreyingar,“ segir Ólafur Örn í samtali við fréttastofu. Maðurinn sem lést í gær var ferðamaður í skipulagðri ferð með fjölskyldu sinni. Hann var á sjötugsaldri og var við yfirborðsköfun þegar slysið átti sér stað. Alls eru níu fyrirtæki sem selja skipulagðar ferðir í Silfru. Ólafur Örn segir að öll þessi fyrirtæki vandi starf sitt mjög vel en grípa verði til aðgerða. „Við gerum okkur engan leik að því að spilla þeim en nú er málið bara komið á það stig að það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Ólafur Örn sem mun kalla forsvarsmenn fyrirtækjanna til sín til þess að fara yfir stöðu mála. Í morgun fundaði þjóðgarðsvörður með Samgöngustofu og umhverfisráðuneytinu. Fara á yfir verklag rekstraraðika og þær reglur sem gilda um þá sem stunda köfun og yfirborðsköfun í gjánni. Ólafur Örn segir að óvíst sé hvort að lokunin vari lengur en fram á mánudag eða hvort Silfra opni með nýjum skilyrðum. Lögregla mun aðstoða þjóðgarðsverði við að framfylgja lokuninni. Tengdar fréttir Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Grét í bílnum eftir að hafa orðið vitni að slysinu við Silfru Bandarískur ferðamaður lýsir slysinu sem varð við Silfru þar sem samlandi hans lést. 17. febrúar 2017 10:50 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. Þjóðgarðsvörður fundaði með Samgöngustofu vegna málsins í morgun. Lokun Silfru tók gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Slysið í gær er tíunda alvarlega slysið í Silfru á síðustu sjö árum, en þar af eru fimm þeirra banaslys. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðargarðsvörður á Þingvöllum segir að tíðni alvarlegra slysa í Silfru á Þingvöllum geri það að verkum að grípa verði til aðgerða.Ólafur Örn Haraldsson„Við viljum með þessu leggja áherslu á það, við rekstaraðilar þarna, að við ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta eða afþreyingar,“ segir Ólafur Örn í samtali við fréttastofu. Maðurinn sem lést í gær var ferðamaður í skipulagðri ferð með fjölskyldu sinni. Hann var á sjötugsaldri og var við yfirborðsköfun þegar slysið átti sér stað. Alls eru níu fyrirtæki sem selja skipulagðar ferðir í Silfru. Ólafur Örn segir að öll þessi fyrirtæki vandi starf sitt mjög vel en grípa verði til aðgerða. „Við gerum okkur engan leik að því að spilla þeim en nú er málið bara komið á það stig að það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Ólafur Örn sem mun kalla forsvarsmenn fyrirtækjanna til sín til þess að fara yfir stöðu mála. Í morgun fundaði þjóðgarðsvörður með Samgöngustofu og umhverfisráðuneytinu. Fara á yfir verklag rekstraraðika og þær reglur sem gilda um þá sem stunda köfun og yfirborðsköfun í gjánni. Ólafur Örn segir að óvíst sé hvort að lokunin vari lengur en fram á mánudag eða hvort Silfra opni með nýjum skilyrðum. Lögregla mun aðstoða þjóðgarðsverði við að framfylgja lokuninni.
Tengdar fréttir Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Grét í bílnum eftir að hafa orðið vitni að slysinu við Silfru Bandarískur ferðamaður lýsir slysinu sem varð við Silfru þar sem samlandi hans lést. 17. febrúar 2017 10:50 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58
Grét í bílnum eftir að hafa orðið vitni að slysinu við Silfru Bandarískur ferðamaður lýsir slysinu sem varð við Silfru þar sem samlandi hans lést. 17. febrúar 2017 10:50
Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35
Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00
Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00
Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12