MAST: Krafðist of mikillar nákvæmni að skjóta hrossin í hausinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 18:00 Eiganda hrossanna var falið að farga hræjunum. Vísir/Sveinn Ekki var hægt að aflífa hestana í Hörgársveit, sem Fréttablaðið fjallaði um í morgun og vakið hafa mikla athygli, með þeim aðferðum sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa „þar sem hún krefst mikillar nákvæmni,“ að sögn Matvælastofnunar.Í umfjöllun Fréttablaðsins í morgun kemur fram að Matvælastofnun (MAST) lét skjóta fjóra graðhesta á færi á Skriðulandi í Hörgársveit á fimmtudaginn í síðustu viku. Viku seinna hafði hræjunum ekki verið fargað og lágu þar eins og hráviði um landareignina en upphaf málsins má rekja til þess að á annan tug graðhesta var í fóðurlitlu hólfi á Skriðulandi.Segja hræin hafa verið flutt úr augsýnMAST segir það ekki rétt, í bréfi til fréttastofu, sem greint var frá í fréttinni að tveir graðhestanna hafi borist langa leið eftir að þeir voru skotnir. Stofnunin segir að hið rétta sé að hræin hafi verið flutt úr augsýn frá þjóðvegi og þeirra hesta sem átti eftir að aflífa.Í frétt Fréttablaðsins er jafnframt greint frá því að dýrin hafi verið aflífuð með bógskoti. Vísað er til 14. greinar reglugerðar um velferð hrossa þar sem segir að aflífa eigi hross með því að skjóta þau í ennið. „Heimilt er að aflífa hross með skoti í enni […] með skotvopni með lausu skoti. Einnig er heimilt að nota pinnabyssu með pinna sem gengur inn í heila.“MAST segir að graðhestarnir tveir, sem lágu langt frá gerðinu, hafa verið flutta þangað.Vísir/SveinnMatvælastofnun segir í skeyti sínu til fréttastofu að umrædd aflífun hrossanna hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur um velferð dýra. Samkvæmt reglugerð um velferð hrossa sé skylt að aflífa alvarlega veik eða slösuð hross eins fljótt og auðið er, ef meðhöndlun er ekki möguleg. „Ekki var hægt að nota þær aðferðir sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa til að aflífa dýrin, þar sem hún krefst mikillar nákvæmni. Þarna var um mikið slasaða, ótamda graðhesta að ræða sem dýralæknir úrskurðaði að þyrfti að aflífa. Því var notuð sú aflífunaraðferð sem þótti best m.t.t. velferðar hrossanna, í samráði við eigendur þeirra. Matvælastofnun telur að rétt aðferð hafi verið valin við aflífun hrossanna í samræmi við löggjöf um velferð dýra.“ Þá segir stofnunin að eigandi hrossanna hafi ekki verið sviptur umráðum yfir þessum hrossum, eins og sagt var frá. Stofnunin ítrekar, rétt eins og kom fram í fréttinni, að það sé ekki hlutverk MAST að fjarlægja hræ af jörðum bænda heldur sé það alfarið á ábyrgð eigenda. Hrossunum hafi nú verið komið í hrægám sveitarfélagsins.Hér að neðan má sjá hvernig um var að litast í Skriðulandi í Hörgársveit. Tengdar fréttir Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Ekki var hægt að aflífa hestana í Hörgársveit, sem Fréttablaðið fjallaði um í morgun og vakið hafa mikla athygli, með þeim aðferðum sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa „þar sem hún krefst mikillar nákvæmni,“ að sögn Matvælastofnunar.Í umfjöllun Fréttablaðsins í morgun kemur fram að Matvælastofnun (MAST) lét skjóta fjóra graðhesta á færi á Skriðulandi í Hörgársveit á fimmtudaginn í síðustu viku. Viku seinna hafði hræjunum ekki verið fargað og lágu þar eins og hráviði um landareignina en upphaf málsins má rekja til þess að á annan tug graðhesta var í fóðurlitlu hólfi á Skriðulandi.Segja hræin hafa verið flutt úr augsýnMAST segir það ekki rétt, í bréfi til fréttastofu, sem greint var frá í fréttinni að tveir graðhestanna hafi borist langa leið eftir að þeir voru skotnir. Stofnunin segir að hið rétta sé að hræin hafi verið flutt úr augsýn frá þjóðvegi og þeirra hesta sem átti eftir að aflífa.Í frétt Fréttablaðsins er jafnframt greint frá því að dýrin hafi verið aflífuð með bógskoti. Vísað er til 14. greinar reglugerðar um velferð hrossa þar sem segir að aflífa eigi hross með því að skjóta þau í ennið. „Heimilt er að aflífa hross með skoti í enni […] með skotvopni með lausu skoti. Einnig er heimilt að nota pinnabyssu með pinna sem gengur inn í heila.“MAST segir að graðhestarnir tveir, sem lágu langt frá gerðinu, hafa verið flutta þangað.Vísir/SveinnMatvælastofnun segir í skeyti sínu til fréttastofu að umrædd aflífun hrossanna hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur um velferð dýra. Samkvæmt reglugerð um velferð hrossa sé skylt að aflífa alvarlega veik eða slösuð hross eins fljótt og auðið er, ef meðhöndlun er ekki möguleg. „Ekki var hægt að nota þær aðferðir sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa til að aflífa dýrin, þar sem hún krefst mikillar nákvæmni. Þarna var um mikið slasaða, ótamda graðhesta að ræða sem dýralæknir úrskurðaði að þyrfti að aflífa. Því var notuð sú aflífunaraðferð sem þótti best m.t.t. velferðar hrossanna, í samráði við eigendur þeirra. Matvælastofnun telur að rétt aðferð hafi verið valin við aflífun hrossanna í samræmi við löggjöf um velferð dýra.“ Þá segir stofnunin að eigandi hrossanna hafi ekki verið sviptur umráðum yfir þessum hrossum, eins og sagt var frá. Stofnunin ítrekar, rétt eins og kom fram í fréttinni, að það sé ekki hlutverk MAST að fjarlægja hræ af jörðum bænda heldur sé það alfarið á ábyrgð eigenda. Hrossunum hafi nú verið komið í hrægám sveitarfélagsins.Hér að neðan má sjá hvernig um var að litast í Skriðulandi í Hörgársveit.
Tengdar fréttir Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30