Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 19:48 Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. vísir/stefán Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Þetta kemur fram í gögnum sem Vísir fékk send frá Dómsmálaráðuneytinu í dag. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. Hann fékk uppreist æru sama dag og kynferðisafbrotamennirnir Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson en umfjöllun um mál hinna tveggja síðarnefndu hefur verið áberandi síðustu mánuði.Dæmdur fyrir nauðgun árið 2009 Árið 2010 var Sigurður Ágúst Þorvaldsson dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga 17 ára stúlku í samkvæmi í nóvember 2009. Dómnum var áfrýjað en árið 2011 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Vesturlands í málinu. Sigurður var sakfelldur fyrir að hafa afklætt stúlkuna þar sem hún lá áfengisdauð upp í rúmi eftir skemmtanahald, kysst og káfað á líkama hana og haft við hana samræði. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. Meðfylgjandi umsóknarbréfi hans um uppreist æru voru umsagnir tveggja manna, Inga Þórs Steinþórssonar og Grétars Daníels Pálssonar, sem vottuðu fyrir hegðun Sigurðar.Segir Sigurð Ágúst hafa verið til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar Í umsögn Inga Þórs Steinþórssonar, sem starfar sem körfuboltaþjálfari Snæfells og þjálfaði Sigurð Ágúst, segir að Sigurður Ágúst hafi verið stór partur af liðinu og til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar. Þá segir enn fremur að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður sem sjái mjög eftir gjörðum sínum og vilji framar öllu einbeita sér að fjölskyldu sinni. „Ef hægt væri að skrifa bók um hvernig fólk á að koma sér aftur út í lífið þá er saga Sigurðar Ágústar kjörin til þess,“ skrifar Ingi Þór og mælir „eindregið með“ að Sigurður Ágúst fái uppreist æru.„Augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa“ Í bréfi Grétars Daníels Pálssonar, sem einnig veitir Sigurði Ágústi umsögn, segir að þeir Sigurður Ágúst hafi starfað hjá sama fyrirtæki og þekkist í gegnum félagsstörf. Grétar Daníel segir Sigurð Ágúst samviskusaman og traustsins verðan. Þá leggur hann áherslu á að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður og sinni fjölskyldu sinni af ástúð. Grétar Daníel tekur enn fremur fram að Sigurður Ágúst iðrist gjörða sinna. „Við höfum átt viðræður um orsök og afleiðingar þess dóms sem hann hlaut og er augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa.“ Tillaga innanríkisráðuneytisins um að veita Sigurði Ágústi uppreist æru var samþykkt þann 16. september 2016, sama dag og Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson hlutu uppreist æru. Uppreist æru Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Þetta kemur fram í gögnum sem Vísir fékk send frá Dómsmálaráðuneytinu í dag. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. Hann fékk uppreist æru sama dag og kynferðisafbrotamennirnir Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson en umfjöllun um mál hinna tveggja síðarnefndu hefur verið áberandi síðustu mánuði.Dæmdur fyrir nauðgun árið 2009 Árið 2010 var Sigurður Ágúst Þorvaldsson dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga 17 ára stúlku í samkvæmi í nóvember 2009. Dómnum var áfrýjað en árið 2011 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Vesturlands í málinu. Sigurður var sakfelldur fyrir að hafa afklætt stúlkuna þar sem hún lá áfengisdauð upp í rúmi eftir skemmtanahald, kysst og káfað á líkama hana og haft við hana samræði. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. Meðfylgjandi umsóknarbréfi hans um uppreist æru voru umsagnir tveggja manna, Inga Þórs Steinþórssonar og Grétars Daníels Pálssonar, sem vottuðu fyrir hegðun Sigurðar.Segir Sigurð Ágúst hafa verið til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar Í umsögn Inga Þórs Steinþórssonar, sem starfar sem körfuboltaþjálfari Snæfells og þjálfaði Sigurð Ágúst, segir að Sigurður Ágúst hafi verið stór partur af liðinu og til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar. Þá segir enn fremur að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður sem sjái mjög eftir gjörðum sínum og vilji framar öllu einbeita sér að fjölskyldu sinni. „Ef hægt væri að skrifa bók um hvernig fólk á að koma sér aftur út í lífið þá er saga Sigurðar Ágústar kjörin til þess,“ skrifar Ingi Þór og mælir „eindregið með“ að Sigurður Ágúst fái uppreist æru.„Augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa“ Í bréfi Grétars Daníels Pálssonar, sem einnig veitir Sigurði Ágústi umsögn, segir að þeir Sigurður Ágúst hafi starfað hjá sama fyrirtæki og þekkist í gegnum félagsstörf. Grétar Daníel segir Sigurð Ágúst samviskusaman og traustsins verðan. Þá leggur hann áherslu á að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður og sinni fjölskyldu sinni af ástúð. Grétar Daníel tekur enn fremur fram að Sigurður Ágúst iðrist gjörða sinna. „Við höfum átt viðræður um orsök og afleiðingar þess dóms sem hann hlaut og er augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa.“ Tillaga innanríkisráðuneytisins um að veita Sigurði Ágústi uppreist æru var samþykkt þann 16. september 2016, sama dag og Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson hlutu uppreist æru.
Uppreist æru Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira