Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Björt Ólafsdóttir Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. Björt Ólafsdóttir segir að ef hún og Óttarr Proppé taki að sér ráðherraembætti hafi flokkurinn á að skipa tveimur mjög öflugum konum. Þau Björt og Þorsteinn Víglundsson segja bæði að þeim lítist mjög vel á stjórnarsáttmálann sem var kynntur í gær. Þorsteinn gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir þess efnis að Viðreisn og Björt framtíð hafi gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.Þorsteinn Víglundsson„Auðvitað eru þetta þrír flokkar sem eru að koma saman og stefnan í báðum þessum málaflokkum endurspeglar ákveðna málamiðlun. En það er samt sem áður verið að fara yfir málin í heild sinni. Það verður einfaldlega lagst yfir sjávarútvegsmálin. Það er engin fyrirfram gefin niðurstaða skrifuð í stjórnarsáttmála en það er líka alveg opið gagnvart þeim áherslum sem flokkarnir hafa verið með í þessum málum,“ segir hann. „Eins og gefur að skilja þá er verið að endurskoða hvað eigi að gera,“ segir Björt og Þorsteinn segir að hið sama eigi við um landbúnað. Guðlaugur Þór Þórðarson segir líka að sér líki vel við stjórnarsáttmálann. „Og það er ánægjulegt að sjá að allir flokkar telja sig eiga mikið í honum,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir mikið vera að gerast í alþjóðamálum. „Vonandi munum við sjá meiri fríverslun í heiminum eftir töluverða stöðnun hvað það varðar. En við þurfum sömuleiðis að huga að öryggis- og varnarmálum,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. Björt Ólafsdóttir segir að ef hún og Óttarr Proppé taki að sér ráðherraembætti hafi flokkurinn á að skipa tveimur mjög öflugum konum. Þau Björt og Þorsteinn Víglundsson segja bæði að þeim lítist mjög vel á stjórnarsáttmálann sem var kynntur í gær. Þorsteinn gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir þess efnis að Viðreisn og Björt framtíð hafi gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.Þorsteinn Víglundsson„Auðvitað eru þetta þrír flokkar sem eru að koma saman og stefnan í báðum þessum málaflokkum endurspeglar ákveðna málamiðlun. En það er samt sem áður verið að fara yfir málin í heild sinni. Það verður einfaldlega lagst yfir sjávarútvegsmálin. Það er engin fyrirfram gefin niðurstaða skrifuð í stjórnarsáttmála en það er líka alveg opið gagnvart þeim áherslum sem flokkarnir hafa verið með í þessum málum,“ segir hann. „Eins og gefur að skilja þá er verið að endurskoða hvað eigi að gera,“ segir Björt og Þorsteinn segir að hið sama eigi við um landbúnað. Guðlaugur Þór Þórðarson segir líka að sér líki vel við stjórnarsáttmálann. „Og það er ánægjulegt að sjá að allir flokkar telja sig eiga mikið í honum,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir mikið vera að gerast í alþjóðamálum. „Vonandi munum við sjá meiri fríverslun í heiminum eftir töluverða stöðnun hvað það varðar. En við þurfum sömuleiðis að huga að öryggis- og varnarmálum,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira