Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Vigdís Diljá Óskarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 14:39 Frá Jökulsárlóni þar sem slysið varð í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Eiginmaður kanadískrar konu sem lést við Jökulsárlón í ágúst 2015 þegar hjólabátur bakkaði yfir hana náði rétt að forða sjálfum sér undan bátnum. Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Slysið varð þegar ákærði ók bátnum yfir konuna sem lést samstundis. Eiginmaður konunnar og sonur þeirra, sem var með í för á slysdegi, báru báðir vitni í gegnum síma í dag. Fjölskyldan var í þyrluferð í Jökulsárlóni þennan dag. Þau stóðu á stóru malarplani og biðu þess að þyrlan, sem hafði farið til að ná í eldsneyti, kæmi aftur. „Við stöndum þarna þrjú saman og horfum á þyrluna. Þetta er stórt svæði, það var enginn í kringum okkur, engin skilti og engin girðing.“Bakkmyndavélin biluð Báturinn sem ákærði stýrði er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani þegar ákærði bakkaði bátnum og hugðist í framhaldi sigla á lóninu. Í skýrslutöku ákærða kom fram að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunar sem lést sagði að fjölskyldan hefði staðið framan við þyrluna eftir að hún lenti og beðið eftir að spaðarnir myndu stöðvast. „Allt í einu bakkaði farartæki á okkur. Þetta gerðist svo hratt. Ég og konan mín féllum niður.“ Sonur hjónanna fékk bátinn í sig en féll ekki.Svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis Eiginmaðurinn lýsti því hvernig hann hefði rétt náð að forða sjálfum sér. Hann hafi legið á bakinu og náð að snúa sér þannig að farartækið hafi ekið rétt fram hjá nefinu á honum. ,,Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Ákærða er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægilega aðgæslu þegar hann bakkaði bátnum. Fyrir dómi lýsti ákærði því að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag og á morgun. Tengdar fréttir Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Eiginmaður kanadískrar konu sem lést við Jökulsárlón í ágúst 2015 þegar hjólabátur bakkaði yfir hana náði rétt að forða sjálfum sér undan bátnum. Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Slysið varð þegar ákærði ók bátnum yfir konuna sem lést samstundis. Eiginmaður konunnar og sonur þeirra, sem var með í för á slysdegi, báru báðir vitni í gegnum síma í dag. Fjölskyldan var í þyrluferð í Jökulsárlóni þennan dag. Þau stóðu á stóru malarplani og biðu þess að þyrlan, sem hafði farið til að ná í eldsneyti, kæmi aftur. „Við stöndum þarna þrjú saman og horfum á þyrluna. Þetta er stórt svæði, það var enginn í kringum okkur, engin skilti og engin girðing.“Bakkmyndavélin biluð Báturinn sem ákærði stýrði er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani þegar ákærði bakkaði bátnum og hugðist í framhaldi sigla á lóninu. Í skýrslutöku ákærða kom fram að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunar sem lést sagði að fjölskyldan hefði staðið framan við þyrluna eftir að hún lenti og beðið eftir að spaðarnir myndu stöðvast. „Allt í einu bakkaði farartæki á okkur. Þetta gerðist svo hratt. Ég og konan mín féllum niður.“ Sonur hjónanna fékk bátinn í sig en féll ekki.Svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis Eiginmaðurinn lýsti því hvernig hann hefði rétt náð að forða sjálfum sér. Hann hafi legið á bakinu og náð að snúa sér þannig að farartækið hafi ekið rétt fram hjá nefinu á honum. ,,Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Ákærða er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægilega aðgæslu þegar hann bakkaði bátnum. Fyrir dómi lýsti ákærði því að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag og á morgun.
Tengdar fréttir Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28
Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58