Fríða verið í fjörutíu ár á toppnum í Hollywood og unnið með stærstu stjörnum heims Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2017 10:30 Fríða hefur séð um hárgreiðslu fína og fræga fólksins í fjörutíu ár. Mynd/nathanael turner Ein af vinsælustu kvikmyndum síðasta árs var dans- og söngvamyndin La La Land með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. Það þekkja eflaust ekki margir Íslendingar nafnið Fríða Aradóttir en kannski tóku sumir eftir henni í kredit listanum á kvikmyndinni La La Land. Tímaritið Glamour hafði upp á Fríðu og í ljós kom að hún hefur starfað í Hollywood í fjörutíu ár. Í La La Land sá Fríða um hárið á aðalleikkonunni Emma Stone en hún er alls ekki eina Hollywood stjarnan sem hún hefur starfað með. Fríða er til að mynda með sína eigin IMDB síðu og hefur ferill hennar verið ótrúlegur. Fríða er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Glamour.„Ég fór því mig langaði í stærri heim, að upplifa eitthvað nýtt. Og síðan eru liðin 40 ár og hér er ég enn,“ segir hárgreiðslukonan Fríða Svala Aradóttir í samtali við Glamour. Þar kemur fram að Fríða sé í innsta hring í Hollywood og hafi hafið feril sinn sem hárgreiðslukona í kvikmyndageiranum árið 1986, á ekki ómerkari kvikmynd en Dirty Dancing. „Það er eitthvað sérstakt við að vinna við kvikmynd. Það skapast mjög sérstök stemming þegar maður fer á kvikmyndasett þar sem fólk býr saman í nokkra mánuði, allir að vinna saman að einu markmiði.“Brad Pitt, Meryl Streep, Tom Hanks, Emma Stone, Julia Roberts og allir aðrir Fríða hefur starfað við ófáar stórmyndirnar, bæði sem yfirmaður í hárgreiðsludeildum kvikmyndasetta og einkahárgreiðslukona einstakra leikara. Sem dæmi starfaði hún með leikkonunni Emmu Stone fyrir eina vinsælustu verðlaunamynd síðasta árs, La La Land, og fékk hún meðal annars Guilt-verðlaun fyrir „best contemporary hair“ fyrir vinnu sína í myndinni. Fríða hefur unnið náið með stærstu stjörnum heims á sínum glæsta ferli. Hún sá til dæmis um hárið á Brad Pitt í Fight Club, Diane Keaton og Meryl Streep í mörgum myndum, Siennu Miller, Juliu Louis Dreyfus, Meg Ryan, Tom Hanks í Forrest Gump, Kate Winslet, Edward Norton Jude Law, Marion Cotillard, Juliu Roberts og svona mætti lengi telja. Hún segist ekki verða „starstruck“. „Nei, eiginlega ekki. Ég ber rosalega mikla virðingu fyrir leikurunum og þeirra vinnu. Þegar ég hitti nýjan stóran leikara hugsa ég meira um að ég vilji standa mig vel.“ Nánar er rætt við Fríðu í nýjasta tölublaði Glamour en forsíðu blaðsins má sjá hér að neðan. Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Sjá meira
Ein af vinsælustu kvikmyndum síðasta árs var dans- og söngvamyndin La La Land með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. Það þekkja eflaust ekki margir Íslendingar nafnið Fríða Aradóttir en kannski tóku sumir eftir henni í kredit listanum á kvikmyndinni La La Land. Tímaritið Glamour hafði upp á Fríðu og í ljós kom að hún hefur starfað í Hollywood í fjörutíu ár. Í La La Land sá Fríða um hárið á aðalleikkonunni Emma Stone en hún er alls ekki eina Hollywood stjarnan sem hún hefur starfað með. Fríða er til að mynda með sína eigin IMDB síðu og hefur ferill hennar verið ótrúlegur. Fríða er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Glamour.„Ég fór því mig langaði í stærri heim, að upplifa eitthvað nýtt. Og síðan eru liðin 40 ár og hér er ég enn,“ segir hárgreiðslukonan Fríða Svala Aradóttir í samtali við Glamour. Þar kemur fram að Fríða sé í innsta hring í Hollywood og hafi hafið feril sinn sem hárgreiðslukona í kvikmyndageiranum árið 1986, á ekki ómerkari kvikmynd en Dirty Dancing. „Það er eitthvað sérstakt við að vinna við kvikmynd. Það skapast mjög sérstök stemming þegar maður fer á kvikmyndasett þar sem fólk býr saman í nokkra mánuði, allir að vinna saman að einu markmiði.“Brad Pitt, Meryl Streep, Tom Hanks, Emma Stone, Julia Roberts og allir aðrir Fríða hefur starfað við ófáar stórmyndirnar, bæði sem yfirmaður í hárgreiðsludeildum kvikmyndasetta og einkahárgreiðslukona einstakra leikara. Sem dæmi starfaði hún með leikkonunni Emmu Stone fyrir eina vinsælustu verðlaunamynd síðasta árs, La La Land, og fékk hún meðal annars Guilt-verðlaun fyrir „best contemporary hair“ fyrir vinnu sína í myndinni. Fríða hefur unnið náið með stærstu stjörnum heims á sínum glæsta ferli. Hún sá til dæmis um hárið á Brad Pitt í Fight Club, Diane Keaton og Meryl Streep í mörgum myndum, Siennu Miller, Juliu Louis Dreyfus, Meg Ryan, Tom Hanks í Forrest Gump, Kate Winslet, Edward Norton Jude Law, Marion Cotillard, Juliu Roberts og svona mætti lengi telja. Hún segist ekki verða „starstruck“. „Nei, eiginlega ekki. Ég ber rosalega mikla virðingu fyrir leikurunum og þeirra vinnu. Þegar ég hitti nýjan stóran leikara hugsa ég meira um að ég vilji standa mig vel.“ Nánar er rætt við Fríðu í nýjasta tölublaði Glamour en forsíðu blaðsins má sjá hér að neðan.
Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Sjá meira