Mjölnismenn himinlifandi eftir dóm Hæstaréttar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 21:35 Jón Viðar Arnþórsson, hægra megin á mynd, ásamt Gunnari Nelson. Vísir/Vilhelm Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, segir að þar á bæ sé mönnum gífurlega létt eftir að Hæstaréttur sýknaði Mjölni og bardagakappann Árna Ísaksson í máli sem fasteignasalinn Lárus Óskarsson höfðaði vegna fótbrots sem Lárus varð fyrir í steggjun sinni í húsakynnum Mjölnis árið 2014. Málið snerist um það hvort Mjölnir og Árni væru skaðabótaskyldir í málinu en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður kveðið upp dóm í málinu og komist að þeirri niðurstöðu að Mjölnir og Árni væri skaðabótaskyldir. Hæstiréttur kvað hins vegar upp annan dóm í dag og því ljóst að hvorki Mjölnir, né Árni eru skaðabótaskyldir.Sjá einnig: Steggjunin sem endaði með fótbroti: Árni úr járni og Mjölnir sýknaðir í HæstaréttiÍ samtali við Vísi segir Jón Viðar að mönnum hjá Mjölni sé gífurlega létt eftir tíðindi dagsins. Hann segir að málið hafi legið þungt á félagsmönnum. „Það er ótrúlega góð tilfinning að þessu máli sé loksins lokið. Þetta er búið að vera byrði á okkur í þennan langa tíma. Okkur er gríðarlega létt. “ Spurður hvort að þeir hafi átt von á þessum niðurstöðum segir Jón að menn hafi verið temmilega bjartsýnir fyrir daginn í dag.„Þeir lögfræðingar sem við töluðum við þótti öllum þetta mál hrikalega ósanngjarnt. Við reiknuðum með að þetta yrði okkur í hag en við auðvitað vissum það ekkert, svo þetta var mikil gleði.“Eru ennþá steggjanir í Mjölni?„Nei, við tókum fyrir allar steggjanir eftir að þetta mál kom upp. Núna ætlum við að sjá til með framtíðina, það hefur verið alveg gífurleg eftirspurn og hafði aldrei gerst neitt fyrir þetta mál. Svo við ætlum bara að skoða þetta og sjá til.“ Að sögn Jóns er Árni Ísaksson, oftast kallaður Árni úr járni mjög léttur eftir dóm Hæstaréttar, „enda þar maður á ferð sem ekki vill gera neinum mein.“ Spurður hvort að fasteignasalinn sé enn velkominn í Mjölni segir Jón að hann hafi ekki leitt hugann að því en hann sjái því þó ekkert til fyrirstöðu, þó hann ábyrgist ekki vinsældir hans á staðnum. „Jú jú, ef hann vill koma og glíma hérna er hann alveg velkominn. Hversu vinsæll hann verður get ég ekki ábyrgst. Ég held það séu ansi margir reiðir út í hann.“ „Það var mikil reiði hjá félagsmönnum þegar kæran kom fyrst upp og margir sem áttu ekki til orð vegna þessa.“ Tengdar fréttir Fasteignasali hafði betur gegn Árna úr járni og Mjölni Lárus Óskarsson getur farið í skaðabótamál við Árna Ísaksson og Mjölni. 22. mars 2016 14:23 Steggjunin sem endaði með fótbroti: Árni úr járni og Mjölnir sýknaðir í Hæstarétti Fasteignasalinn Lárus Óskarsson beið lægri hlut fyrir Hæstarétti en hann vildi skaðabætur vegna fótbrots í steggjun í húsakynnum Mjölnis. 6. apríl 2017 15:15 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, segir að þar á bæ sé mönnum gífurlega létt eftir að Hæstaréttur sýknaði Mjölni og bardagakappann Árna Ísaksson í máli sem fasteignasalinn Lárus Óskarsson höfðaði vegna fótbrots sem Lárus varð fyrir í steggjun sinni í húsakynnum Mjölnis árið 2014. Málið snerist um það hvort Mjölnir og Árni væru skaðabótaskyldir í málinu en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður kveðið upp dóm í málinu og komist að þeirri niðurstöðu að Mjölnir og Árni væri skaðabótaskyldir. Hæstiréttur kvað hins vegar upp annan dóm í dag og því ljóst að hvorki Mjölnir, né Árni eru skaðabótaskyldir.Sjá einnig: Steggjunin sem endaði með fótbroti: Árni úr járni og Mjölnir sýknaðir í HæstaréttiÍ samtali við Vísi segir Jón Viðar að mönnum hjá Mjölni sé gífurlega létt eftir tíðindi dagsins. Hann segir að málið hafi legið þungt á félagsmönnum. „Það er ótrúlega góð tilfinning að þessu máli sé loksins lokið. Þetta er búið að vera byrði á okkur í þennan langa tíma. Okkur er gríðarlega létt. “ Spurður hvort að þeir hafi átt von á þessum niðurstöðum segir Jón að menn hafi verið temmilega bjartsýnir fyrir daginn í dag.„Þeir lögfræðingar sem við töluðum við þótti öllum þetta mál hrikalega ósanngjarnt. Við reiknuðum með að þetta yrði okkur í hag en við auðvitað vissum það ekkert, svo þetta var mikil gleði.“Eru ennþá steggjanir í Mjölni?„Nei, við tókum fyrir allar steggjanir eftir að þetta mál kom upp. Núna ætlum við að sjá til með framtíðina, það hefur verið alveg gífurleg eftirspurn og hafði aldrei gerst neitt fyrir þetta mál. Svo við ætlum bara að skoða þetta og sjá til.“ Að sögn Jóns er Árni Ísaksson, oftast kallaður Árni úr járni mjög léttur eftir dóm Hæstaréttar, „enda þar maður á ferð sem ekki vill gera neinum mein.“ Spurður hvort að fasteignasalinn sé enn velkominn í Mjölni segir Jón að hann hafi ekki leitt hugann að því en hann sjái því þó ekkert til fyrirstöðu, þó hann ábyrgist ekki vinsældir hans á staðnum. „Jú jú, ef hann vill koma og glíma hérna er hann alveg velkominn. Hversu vinsæll hann verður get ég ekki ábyrgst. Ég held það séu ansi margir reiðir út í hann.“ „Það var mikil reiði hjá félagsmönnum þegar kæran kom fyrst upp og margir sem áttu ekki til orð vegna þessa.“
Tengdar fréttir Fasteignasali hafði betur gegn Árna úr járni og Mjölni Lárus Óskarsson getur farið í skaðabótamál við Árna Ísaksson og Mjölni. 22. mars 2016 14:23 Steggjunin sem endaði með fótbroti: Árni úr járni og Mjölnir sýknaðir í Hæstarétti Fasteignasalinn Lárus Óskarsson beið lægri hlut fyrir Hæstarétti en hann vildi skaðabætur vegna fótbrots í steggjun í húsakynnum Mjölnis. 6. apríl 2017 15:15 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Sjá meira
Fasteignasali hafði betur gegn Árna úr járni og Mjölni Lárus Óskarsson getur farið í skaðabótamál við Árna Ísaksson og Mjölni. 22. mars 2016 14:23
Steggjunin sem endaði með fótbroti: Árni úr járni og Mjölnir sýknaðir í Hæstarétti Fasteignasalinn Lárus Óskarsson beið lægri hlut fyrir Hæstarétti en hann vildi skaðabætur vegna fótbrots í steggjun í húsakynnum Mjölnis. 6. apríl 2017 15:15
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent