Fasteignasali hafði betur gegn Árna úr járni og Mjölni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2016 14:23 Lárus Óskarsson, til hægri, ásamt Þóri Skarphéðinssyni, lögmanni sínum, í héraðsdómi fyrr í mánuðinum. Vísir/Ernir Lárus Óskarsson fasteignasali getur farið í skaðabótamál við bardagaíþróttafélagið Mjölni og Árna Ísaksson vegna fótbrots sem Lárus varð fyrir í steggjun sinni í húsakynnum Mjölnis í ágúst 2014. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Viðurkennd var óskipt skaðabótaskylda. Lögmaður Mjölnis á von á því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferðina í málinu þann 10. mars. Þar lýsti Lárus því hvernig atburðarásin hefði verið umræddan dag. Hann hefði mætt ásamt steggjunarhóp sínum í húsakynni Mjölnis þar sem Árni tók á móti honum og fór með hann inn í hringinn. Fimm mínútum eftir komuna hefði hann verið fótbrotinn.Árni Ísaksson, bardagakappi.Vísir/ValliStirður að upplagi Lárus þurfti að fara í aðgerð vegna brotsins, fóru fjórar skrúfur og tveir naglar í ökklann á honum til að laga brotið. Fresta þurfti brúðkaupi hans um tvo mánuði og sagðist hann hafa verið frá vinnu í á þriðja mánuð. Árni bar því við að Lárus hefði, ólíkt því sem hann hefði verið beðinn um, streist á móti sem hefði orðið til þess að hann brotnaði. Lárus bar því hins vegar við að hann væri stirður að upplagi og ósjálfráð viðbrögð að stífna upp. Árni sagði fyrir dómi að um leiðindaóhapp hefði verið að ræða og hann hefði verið leiður yfir því. Hann bauðst því til að glíma við vini Lárusar á meðan Lárus sat hjá. Svo var stungið upp á því að Árni myndi taka Lárus í hengingartak fyrir steggjunarmyndbandið. Árni sagðist hafa spurt Lárus hvort hann væri viss og sagði hann Lárus hafa svaraði því játandi.Úr húsakynnum Mjölnis.Vísir/Andri MarinóSteggjunin hélt áfram Þrátt fyrir fótbrotið hélt steggjunin áfram og spilaði Lárus meðal annars á saxófón við Ingólfstorg þar sem hann sést á myndbandi stíga í fótinn. Var um það deilt hvort Lárus hefði getað stigið í fótinn á þeim tíma en hann sást ganga um með saxófóninn á Ingólfstorgi. Lárus sagði að hann hefði átt í miklum erfiðleikum með það og sársaukinn hefði verið mismunandi mikill, eftir því hvernig kælingunni leið. Að öðru leyti hefði hann þurft að styðja sig við, hoppa um á öðrum fæti eða hreinlega að láta bera sig. „Það er hægt að spyrja hvern sem er að því, það er ekki eins og ég hafi verið hlaupandi um á löppinni,” sagði Lárus. Hann frestaði því að leita til læknis þar til daginn eftir þar sem löng bið var á bráðamóttöku Landspítalans þegar hann hélt þangað um kvöldið. Mjölnir þarf að greiða Lárusi 800 þúsund krónur í málskostnað. Reikna má með því að dómurinn verði birtur á vef dómstólanna síðar í dag. Tengdar fréttir Afdrifarík steggjun í Mjölni fyrir dóm: „Þú ert búinn að fótbrjóta mig“ Lárus Óskarsson stefndi Mjölni og Árna Ísakssyni eftir að hafa fótbrotnað í steggjun í Mjölni. 10. mars 2016 17:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Lárus Óskarsson fasteignasali getur farið í skaðabótamál við bardagaíþróttafélagið Mjölni og Árna Ísaksson vegna fótbrots sem Lárus varð fyrir í steggjun sinni í húsakynnum Mjölnis í ágúst 2014. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Viðurkennd var óskipt skaðabótaskylda. Lögmaður Mjölnis á von á því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferðina í málinu þann 10. mars. Þar lýsti Lárus því hvernig atburðarásin hefði verið umræddan dag. Hann hefði mætt ásamt steggjunarhóp sínum í húsakynni Mjölnis þar sem Árni tók á móti honum og fór með hann inn í hringinn. Fimm mínútum eftir komuna hefði hann verið fótbrotinn.Árni Ísaksson, bardagakappi.Vísir/ValliStirður að upplagi Lárus þurfti að fara í aðgerð vegna brotsins, fóru fjórar skrúfur og tveir naglar í ökklann á honum til að laga brotið. Fresta þurfti brúðkaupi hans um tvo mánuði og sagðist hann hafa verið frá vinnu í á þriðja mánuð. Árni bar því við að Lárus hefði, ólíkt því sem hann hefði verið beðinn um, streist á móti sem hefði orðið til þess að hann brotnaði. Lárus bar því hins vegar við að hann væri stirður að upplagi og ósjálfráð viðbrögð að stífna upp. Árni sagði fyrir dómi að um leiðindaóhapp hefði verið að ræða og hann hefði verið leiður yfir því. Hann bauðst því til að glíma við vini Lárusar á meðan Lárus sat hjá. Svo var stungið upp á því að Árni myndi taka Lárus í hengingartak fyrir steggjunarmyndbandið. Árni sagðist hafa spurt Lárus hvort hann væri viss og sagði hann Lárus hafa svaraði því játandi.Úr húsakynnum Mjölnis.Vísir/Andri MarinóSteggjunin hélt áfram Þrátt fyrir fótbrotið hélt steggjunin áfram og spilaði Lárus meðal annars á saxófón við Ingólfstorg þar sem hann sést á myndbandi stíga í fótinn. Var um það deilt hvort Lárus hefði getað stigið í fótinn á þeim tíma en hann sást ganga um með saxófóninn á Ingólfstorgi. Lárus sagði að hann hefði átt í miklum erfiðleikum með það og sársaukinn hefði verið mismunandi mikill, eftir því hvernig kælingunni leið. Að öðru leyti hefði hann þurft að styðja sig við, hoppa um á öðrum fæti eða hreinlega að láta bera sig. „Það er hægt að spyrja hvern sem er að því, það er ekki eins og ég hafi verið hlaupandi um á löppinni,” sagði Lárus. Hann frestaði því að leita til læknis þar til daginn eftir þar sem löng bið var á bráðamóttöku Landspítalans þegar hann hélt þangað um kvöldið. Mjölnir þarf að greiða Lárusi 800 þúsund krónur í málskostnað. Reikna má með því að dómurinn verði birtur á vef dómstólanna síðar í dag.
Tengdar fréttir Afdrifarík steggjun í Mjölni fyrir dóm: „Þú ert búinn að fótbrjóta mig“ Lárus Óskarsson stefndi Mjölni og Árna Ísakssyni eftir að hafa fótbrotnað í steggjun í Mjölni. 10. mars 2016 17:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Afdrifarík steggjun í Mjölni fyrir dóm: „Þú ert búinn að fótbrjóta mig“ Lárus Óskarsson stefndi Mjölni og Árna Ísakssyni eftir að hafa fótbrotnað í steggjun í Mjölni. 10. mars 2016 17:00