Húsbækur fylgi með húsnæðiskaupum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. maí 2017 20:00 Tjón af völdum myglusvepps, veggjatítlna eða annarra óboðinna gesta í hýbýlum manna eru ekki skráð með neinum hætti og ómögulegt er því að átta sig á umfangi vandans. Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands telur að húsbækur ættu að fylgja með íbúðarkaupum á sama hátt og viðhaldsbækur fylgja bílum. Veggjatítlur og myglusveppur voru umræðuefnið á ráðstefnu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð fyrir í dag. Fólk sem verður fyrir tjóni af völdum þessara vágesta fellur utan tryggingakerfisins ef tjónið má ekki rekja til galla eða framkvæmda. Þar sem tjónið fæst ekki bætt hefur húseigendum sem uppgötva vandamál sem þessi verið ráðlagt að selja frá sér eignina í stað þess að ráðast að vandanum. Að öðrum kosti yrði eignin mögulega óseljanleg sem „veggjatítluhúsið". Engar kerfisbreytingar eru fyrirhugaðar en framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur nauðsynlegt að bæta upplýsingagjöf. Telur hún að svokallaðar húsbækur gætu leyst hluta vandans þar sem mögulegir kaupendur gætu leitað upplýsinga um fyrri framkvæmdir. „Að viðhaldsbækur fylgi húsum rétt eins og bílum, þannig að við getum áttað okkur á því hvaða framkvæmdir hafa farið fram, hvaða iðnaðarmenn unnu þær og svo framvegis. Vegna þess að í þeim tilvikum sem viðkomandi hönnuður eða framkvæmdaraðili ber ábyrgð, þá verðum við að vita hver framkvæmdi verkið," segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.Engin skráning Tjón sem þessi eru ekki skráð með neinum hætti en dósent við Háskóla Íslands reyndi að safna tölfræði með því að skoða umfjöllun í fjölmiðlum. Samkvæmt því hefur umfjöllun um myglusvepp stóraukist en þarna getur verið um að ræða sama tilvikið mun oftar en einu sinni. Við uppflettingu á vefsíðunni Tímarit.is fann hann 16 fréttir um myglusvepp í hýbýlum á árunum 2000 til 2009. Á árunum 2010 til 2017 voru þær hins vegar 160. „Þetta er náttúrulega fáránleg staða. Að þetta sé það skásta sem ég finn; Að leita af greinum sem birtast í dagblöðum. Auðvitað á að vera hægt að sjá hver er þróunin og þá gætu menn fundið hvers vegna þetta er að gerast. Er þetta að breytast og hver eru hugsanleg áhrif hnattrænnar hlýnunar," segir Björn Marteinsson, verkfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Leita má þó einhverra vísbendinga í tölfræði fyrirtækis sem sérhæfir sig í að leita eftir myglusvepp í húsnæði hér á landi en það hefur skoðað um sjö þúsund hús og er er áætlaður viðgerðarkostanaður um tuttugu milljarðar króna. „Ef þetta er bara toppurinn á ísjakanum þá vitum við ekkert hvar hann minnkar. Við höfum ekki hugmynd um hvað er búið að greina stóran hluta af vandamálinu," segir Björn. Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Tjón af völdum myglusvepps, veggjatítlna eða annarra óboðinna gesta í hýbýlum manna eru ekki skráð með neinum hætti og ómögulegt er því að átta sig á umfangi vandans. Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands telur að húsbækur ættu að fylgja með íbúðarkaupum á sama hátt og viðhaldsbækur fylgja bílum. Veggjatítlur og myglusveppur voru umræðuefnið á ráðstefnu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð fyrir í dag. Fólk sem verður fyrir tjóni af völdum þessara vágesta fellur utan tryggingakerfisins ef tjónið má ekki rekja til galla eða framkvæmda. Þar sem tjónið fæst ekki bætt hefur húseigendum sem uppgötva vandamál sem þessi verið ráðlagt að selja frá sér eignina í stað þess að ráðast að vandanum. Að öðrum kosti yrði eignin mögulega óseljanleg sem „veggjatítluhúsið". Engar kerfisbreytingar eru fyrirhugaðar en framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur nauðsynlegt að bæta upplýsingagjöf. Telur hún að svokallaðar húsbækur gætu leyst hluta vandans þar sem mögulegir kaupendur gætu leitað upplýsinga um fyrri framkvæmdir. „Að viðhaldsbækur fylgi húsum rétt eins og bílum, þannig að við getum áttað okkur á því hvaða framkvæmdir hafa farið fram, hvaða iðnaðarmenn unnu þær og svo framvegis. Vegna þess að í þeim tilvikum sem viðkomandi hönnuður eða framkvæmdaraðili ber ábyrgð, þá verðum við að vita hver framkvæmdi verkið," segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.Engin skráning Tjón sem þessi eru ekki skráð með neinum hætti en dósent við Háskóla Íslands reyndi að safna tölfræði með því að skoða umfjöllun í fjölmiðlum. Samkvæmt því hefur umfjöllun um myglusvepp stóraukist en þarna getur verið um að ræða sama tilvikið mun oftar en einu sinni. Við uppflettingu á vefsíðunni Tímarit.is fann hann 16 fréttir um myglusvepp í hýbýlum á árunum 2000 til 2009. Á árunum 2010 til 2017 voru þær hins vegar 160. „Þetta er náttúrulega fáránleg staða. Að þetta sé það skásta sem ég finn; Að leita af greinum sem birtast í dagblöðum. Auðvitað á að vera hægt að sjá hver er þróunin og þá gætu menn fundið hvers vegna þetta er að gerast. Er þetta að breytast og hver eru hugsanleg áhrif hnattrænnar hlýnunar," segir Björn Marteinsson, verkfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Leita má þó einhverra vísbendinga í tölfræði fyrirtækis sem sérhæfir sig í að leita eftir myglusvepp í húsnæði hér á landi en það hefur skoðað um sjö þúsund hús og er er áætlaður viðgerðarkostanaður um tuttugu milljarðar króna. „Ef þetta er bara toppurinn á ísjakanum þá vitum við ekkert hvar hann minnkar. Við höfum ekki hugmynd um hvað er búið að greina stóran hluta af vandamálinu," segir Björn.
Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira