„Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 22:30 Stúlkurnar sem hlutu titil í Ungfrú Ísland keppninni í gær Ungfrú Ísland „Lokakvöldið gekk mjög vel og allir ánægðir,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland keppninnar sem fór fram í Hörpu í gær. Birgitta Líf er einstaklega stolt af því góðgerðarstarfi sem keppendurnir tóku þátt í ár. „Stelpurnar söfnuðu með ýmsum uppákomum í sumar tæplega 400.000 krónur í Styrktarsjóð Ungfrú Ísland. Hann verður notaður í góðgerðarmál fyrir Beauty With A Purpose verkefni Íslands í Miss World. Við erum ótrúlega stoltar af öllum stelpunum og ánægðar með ferlið.“Sigraði hæfileikakeppnina með þverflautuAthygli vakti hvernig tónlist var blandað saman við framkomu keppenda á sviðinu í gær. „DJ Dóra Júlía spilaði undir tískusýningu Another Creation, Herra Hnetusmjör og Joe Frazier komu fram í tískusýningu Nike og Chase ásamt Jóa Pé sáu um tónlistarflutninginn í síðkjólaatriði,“ útskýrir Birgitta Líf. Fimm stúlkur fengu titil í gær en viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) on Aug 26, 2017 at 12:48pm PDT „Ólafía Ósk Finnsdóttir var valin af dómnefnd til að fara út fyrir Íslands hönd til Kína að taka þátt í Miss World og hreppti því titilinn Miss World Iceland. Úrsúla Hanna Karlsdóttir var valin Miss Top Model Iceland af Eskimo módelskrifstofu. Stefanía Tara Þrastardóttir var kosin Miss Peoples Choice Iceland í vefkosninu sem fór fram á Facebook. Hrafnhildur Arnardóttir bar sigur úr býtum í Íþróttakeppni Ungfrú Ísland sem fram fór í sumar og Fanney Sandra Albertsdóttir var valin Miss Talent Iceland af dómnefnd úr innsendum myndböndum þar sem stúlkurnar sýndu hæfileika sína en hún spilaði á þverflautu.“ Þess má geta að stúlkurnar höfðu val um að taka þátt í bæði íþrótta- og hæfileikakeppninni.Segir að stúlkurnar hafi verið vel kynntar á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um gagnrýni á því að keppendur hafi ekki verið kynntar með nafni þegar þær stigu á sviðið í gær. Einn aðstandandi keppanda í Ungfrú Ísland segir í samtali við Vísi að þær einu sem hafi verið almennilega kynntar fyrir áhorfendum á lokakvöldinu hafi verið þær sem hlutu titil.Titilhafar Ungfrú Ísland ásamt framkvæmdastjóra og dómnefnd keppninnar.Ungfrú Ísland„Stelpurnar hafa allar fengið sinn dag á snappinu okkar, eru með ljósmyndir með nöfnum og fleiri upplýsingum á heimasíðunni, Facebook og Instagram og svo voru kynningarmyndbönd fyrir hverja og eina á Facebook og í útsendingunni,“ segir Birgitta Líf við þeirri gagnrýni. Varðandi vangaveltur Ásdísar Ránar um fyrirkomulag keppninnar svarar Birgitta Líf: „Það mega allir hafa sínar skoðanir.“En hvað er framundan hjá nýkrýndri Ungfrú Ísland?„Ólafía Ósk fer á fullt í undirbúning fyrir Miss World en hún flýgur til Kína þann 19. október n.k. og dvelur þar í mánuð. Miss World 2017 verður haldin þann 19. nóvember í Sanya í Kína.“ Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 Bein útsending: Fylgstu með Ungfrú Ísland 2017 á Vísi Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í Hörpunni í kvöld. 26. ágúst 2017 19:52 Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
„Lokakvöldið gekk mjög vel og allir ánægðir,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland keppninnar sem fór fram í Hörpu í gær. Birgitta Líf er einstaklega stolt af því góðgerðarstarfi sem keppendurnir tóku þátt í ár. „Stelpurnar söfnuðu með ýmsum uppákomum í sumar tæplega 400.000 krónur í Styrktarsjóð Ungfrú Ísland. Hann verður notaður í góðgerðarmál fyrir Beauty With A Purpose verkefni Íslands í Miss World. Við erum ótrúlega stoltar af öllum stelpunum og ánægðar með ferlið.“Sigraði hæfileikakeppnina með þverflautuAthygli vakti hvernig tónlist var blandað saman við framkomu keppenda á sviðinu í gær. „DJ Dóra Júlía spilaði undir tískusýningu Another Creation, Herra Hnetusmjör og Joe Frazier komu fram í tískusýningu Nike og Chase ásamt Jóa Pé sáu um tónlistarflutninginn í síðkjólaatriði,“ útskýrir Birgitta Líf. Fimm stúlkur fengu titil í gær en viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) on Aug 26, 2017 at 12:48pm PDT „Ólafía Ósk Finnsdóttir var valin af dómnefnd til að fara út fyrir Íslands hönd til Kína að taka þátt í Miss World og hreppti því titilinn Miss World Iceland. Úrsúla Hanna Karlsdóttir var valin Miss Top Model Iceland af Eskimo módelskrifstofu. Stefanía Tara Þrastardóttir var kosin Miss Peoples Choice Iceland í vefkosninu sem fór fram á Facebook. Hrafnhildur Arnardóttir bar sigur úr býtum í Íþróttakeppni Ungfrú Ísland sem fram fór í sumar og Fanney Sandra Albertsdóttir var valin Miss Talent Iceland af dómnefnd úr innsendum myndböndum þar sem stúlkurnar sýndu hæfileika sína en hún spilaði á þverflautu.“ Þess má geta að stúlkurnar höfðu val um að taka þátt í bæði íþrótta- og hæfileikakeppninni.Segir að stúlkurnar hafi verið vel kynntar á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um gagnrýni á því að keppendur hafi ekki verið kynntar með nafni þegar þær stigu á sviðið í gær. Einn aðstandandi keppanda í Ungfrú Ísland segir í samtali við Vísi að þær einu sem hafi verið almennilega kynntar fyrir áhorfendum á lokakvöldinu hafi verið þær sem hlutu titil.Titilhafar Ungfrú Ísland ásamt framkvæmdastjóra og dómnefnd keppninnar.Ungfrú Ísland„Stelpurnar hafa allar fengið sinn dag á snappinu okkar, eru með ljósmyndir með nöfnum og fleiri upplýsingum á heimasíðunni, Facebook og Instagram og svo voru kynningarmyndbönd fyrir hverja og eina á Facebook og í útsendingunni,“ segir Birgitta Líf við þeirri gagnrýni. Varðandi vangaveltur Ásdísar Ránar um fyrirkomulag keppninnar svarar Birgitta Líf: „Það mega allir hafa sínar skoðanir.“En hvað er framundan hjá nýkrýndri Ungfrú Ísland?„Ólafía Ósk fer á fullt í undirbúning fyrir Miss World en hún flýgur til Kína þann 19. október n.k. og dvelur þar í mánuð. Miss World 2017 verður haldin þann 19. nóvember í Sanya í Kína.“
Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 Bein útsending: Fylgstu með Ungfrú Ísland 2017 á Vísi Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í Hörpunni í kvöld. 26. ágúst 2017 19:52 Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28
Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12
Bein útsending: Fylgstu með Ungfrú Ísland 2017 á Vísi Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í Hörpunni í kvöld. 26. ágúst 2017 19:52