Vill að fólk sé óhrætt við orðið „píka“ Guðný Hrönn skrifar 31. október 2017 10:15 Linda hefur undanfarið dundað sér við að teikna píkur. vísir/ANTON BRINK Linda Jóhannsdóttir,vöruhönnuður og eigandi Pastelpaper, opnar á morgun sýningu með teikningum af píkum. Með sýningunni vill Linda meðal annars vekja fólk til umhugsunar um orðið "píka“ sem virðist trufla margt fólk. „Sýning sem heitir Píka verður opnuð á morgun. Ég er búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi,“ segir Linda um teikningasýningu sína. „Hugmyndin kviknaði út frá þeirri margþættu merkingu sem orðið „píka“ hefur, miðað við orðið „typpi“. Og hversu sorglegt það sé að fólk eigi oft erfitt með að segja „píka“.“ „Ef við þurfum að skammast okkar fyrir orðið, þá er kannski ekkert skrýtið að sumar konur skammist sín fyrir píkuna sjálfa,“ útskýrir Linda sem vill með sýningunni vinna gegn þeirri neikvæðu merkingu sem hefur hengt sig við orðið „píka“. „Ég vil að fólk geti sagt „píka“ án þess að blána og að við hættum að nota orðið sem eitthvert blótsyrði.“Teikningar eftir Lindu.Myndirnar eru abstraktverk af píkum, unnar í blandaðri tækni og engar tvær myndir eru eins. „Með teikningunum langar mig sýna píkur í allri sinni fegurð og fjölbreytileika.“„Það er grátlegt að heyra konur tala illu um píkuna sína, þá gjarnan um að þeim þyki píkan sín ljót, og bara píkur yfirhöfuð.“ „Fegrunaraðgerðir á píkum hafa líka aukist mikið á undanförnum árum, svokallaðar skapabarmaaðgerðir. Þannig að við lifum á skrýtnum tímum, það er eitt að fara í aðgerð vegna þess að eitthvað er að, en þegar eingöngu er um fegrunarinngrip að ræða, er það eitthvað sem er að mínu mati raunverulegt áhyggjuefni. Hvaðan eru konur að fá myndir af hinni fullkomnu píku, hver er fyrirmyndin?“ Hluti ágóða af sölu myndanna mun renna til UN Women, spurð nánar út í það segir Linda: „Mann langar auðvitað að láta gott af sér leiða og ég valdi UN Women af því að starf þeirra tengist beint inn í þennan málstað sem ég er að vinna með. Á sama tíma og íslenskar konur fara sjálfviljugar og láta skera og „lagfæra“ á sér kynfærin þá er UN Women að hjálpa konum úti í heimi sem eru settar í aðgerðir á kynfærum sínum gegn vilja sínum. Þessi andstæða er hræðileg,“ segir Linda. Þess má geta að sýningin Píka verður opnuð klukkan 18.00 á morgun og er opin út mánudaginn næsta á Hverfisgötu 16. Menning Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Linda Jóhannsdóttir,vöruhönnuður og eigandi Pastelpaper, opnar á morgun sýningu með teikningum af píkum. Með sýningunni vill Linda meðal annars vekja fólk til umhugsunar um orðið "píka“ sem virðist trufla margt fólk. „Sýning sem heitir Píka verður opnuð á morgun. Ég er búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi,“ segir Linda um teikningasýningu sína. „Hugmyndin kviknaði út frá þeirri margþættu merkingu sem orðið „píka“ hefur, miðað við orðið „typpi“. Og hversu sorglegt það sé að fólk eigi oft erfitt með að segja „píka“.“ „Ef við þurfum að skammast okkar fyrir orðið, þá er kannski ekkert skrýtið að sumar konur skammist sín fyrir píkuna sjálfa,“ útskýrir Linda sem vill með sýningunni vinna gegn þeirri neikvæðu merkingu sem hefur hengt sig við orðið „píka“. „Ég vil að fólk geti sagt „píka“ án þess að blána og að við hættum að nota orðið sem eitthvert blótsyrði.“Teikningar eftir Lindu.Myndirnar eru abstraktverk af píkum, unnar í blandaðri tækni og engar tvær myndir eru eins. „Með teikningunum langar mig sýna píkur í allri sinni fegurð og fjölbreytileika.“„Það er grátlegt að heyra konur tala illu um píkuna sína, þá gjarnan um að þeim þyki píkan sín ljót, og bara píkur yfirhöfuð.“ „Fegrunaraðgerðir á píkum hafa líka aukist mikið á undanförnum árum, svokallaðar skapabarmaaðgerðir. Þannig að við lifum á skrýtnum tímum, það er eitt að fara í aðgerð vegna þess að eitthvað er að, en þegar eingöngu er um fegrunarinngrip að ræða, er það eitthvað sem er að mínu mati raunverulegt áhyggjuefni. Hvaðan eru konur að fá myndir af hinni fullkomnu píku, hver er fyrirmyndin?“ Hluti ágóða af sölu myndanna mun renna til UN Women, spurð nánar út í það segir Linda: „Mann langar auðvitað að láta gott af sér leiða og ég valdi UN Women af því að starf þeirra tengist beint inn í þennan málstað sem ég er að vinna með. Á sama tíma og íslenskar konur fara sjálfviljugar og láta skera og „lagfæra“ á sér kynfærin þá er UN Women að hjálpa konum úti í heimi sem eru settar í aðgerðir á kynfærum sínum gegn vilja sínum. Þessi andstæða er hræðileg,“ segir Linda. Þess má geta að sýningin Píka verður opnuð klukkan 18.00 á morgun og er opin út mánudaginn næsta á Hverfisgötu 16.
Menning Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira