Rapparinn Góði úlfurinn var að senda frá sér nýtt lag en hann sló í gegn fyrir nokkrum vikum með fyrsta laginu sínu, Græða peninginn.
Góði úlfurinn er listamannsnafn Úlfs Emilio en hann er 10 ára gamall og nemandi í 5. bekk í Austurbæjarskóla.
Nýja lag Góða úlfsins heitir „Hvenær kemur frí?“ og er ansi viðeigandi núna í byrjun desember þegar jólafrí grunnskólabarna er handan við hornið.
Hlusta má á lagið og sjá myndbandið við það í spilaranum hér.
Góði úlfurinn sendir frá sér nýtt lag

Tengdar fréttir

Níu ára íslenskur rappari slær í gegn
Yngsti rappari landsins er án efa fundinn en hann heitir Úlfur Emilio og kallar sig Góð Úlfurinn.

Góði Úlfurinn veit ekki neitt um pólitík
Yngsti flytjandinn á Vökunni er einungis tíu ára gamall, hann þekkir ekki stjórnmálaflokkana en er mjög spenntur fyrir því að koma fram.

Góði úlfurinn á Airwaves
Úlfur Emilio er tíu ára gamall og tekur þátt í uppákomum tengdum Iceland Airwaves í ár og kemur fram í Norræna húsinu á morgun.