Bíður fjarri fjölskyldunni eftir fæðingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. desember 2017 20:30 Kona úr Vestmannaeyjum sem gengin er fjörutíu vikur með sitt þriðja barn hefur beðið í tvær vikur í Reykjavík eftir fæðingunni. Hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Vestmannaeyjum og getur fæðing í Eyjum því verið áhættusöm. Bæjarstjóri segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu Líkt og margar aðrar konur sem búa á landsbyggðinni ákvað Hafdís sem býr í Vestmannaeyjum að fara til Reykjavíkur þegar settur dagur nálgaðist til að vera nærri fæðingardeild. Hún hefur nú beðið í Reykjavík í tvær vikur aðskilin börnum sínum tveimur og fjölskyldu. „Þetta er svolítið erfitt að vera í burtu og missa af öllu sem er í gangi í skólanum í desember og geta ekki notið aðventunnar heima," segir Hafdís Ástþórsdóttir. Í Vestmannaeyjum er rekin mæðravernd og hægt er að eiga börn á Heilbrigðisstofnunnni. Þar eru þó hvorki svæfingar- né skurðlæknar til að skerast í leikinn ef eitthvað fer úrskeiðis. Hún hafði íhugað að eiga barnið þar en hætti við þegar kona sem átti að eiga á svipuðum tíma lenti í erfiðleikum. „Hún fæðir barnið í Vestmannaeyjum og það gekk bara ágætlega, nema að hún nær ekki að fæða fylgjuna. Þá þurfti að kalla út sjúkraflugvél sem er staðsett á Akureyri. Þá tók það hátt í tvo tíma að koma henni til Reykjavíkur til að klára," segir Hafdís. Samgögnur milli lands og Eyja geti verið óstöðugar og taldi Hafdís ómögulegt að taka áhættu með fæðinguna. „Það er bara allra veðra von og sérstaklega á þessum árstíma. Þá tekur maður ekki séns," segir hún. Biðin gæti varað í tvær vikur til viðbótar en Hafdís segist heppin að hafa aðgang að íbúð í borginni. Ekki búi allir við það. „Það eru engir styrkir eða neitt sem kemur á móti. Kostnaðurinn getur hlaupið á hundruðum þúsunda, bæði með vinnutapi og gistingu," segir Hafdís. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu. „Þetta er þyngra en tárum taki að við skulum haga málum með þessum hætti sem land og þjóð," segir Elliði Vignisson. „Það er ekki eðlilegt að við stillum málum þannig upp að fæðandi mæður og eiginmenn þeirra og barnsfeður skuli þurfa að dvelja langdvölum frá heimili sínu," segir Elliði. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Kona úr Vestmannaeyjum sem gengin er fjörutíu vikur með sitt þriðja barn hefur beðið í tvær vikur í Reykjavík eftir fæðingunni. Hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Vestmannaeyjum og getur fæðing í Eyjum því verið áhættusöm. Bæjarstjóri segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu Líkt og margar aðrar konur sem búa á landsbyggðinni ákvað Hafdís sem býr í Vestmannaeyjum að fara til Reykjavíkur þegar settur dagur nálgaðist til að vera nærri fæðingardeild. Hún hefur nú beðið í Reykjavík í tvær vikur aðskilin börnum sínum tveimur og fjölskyldu. „Þetta er svolítið erfitt að vera í burtu og missa af öllu sem er í gangi í skólanum í desember og geta ekki notið aðventunnar heima," segir Hafdís Ástþórsdóttir. Í Vestmannaeyjum er rekin mæðravernd og hægt er að eiga börn á Heilbrigðisstofnunnni. Þar eru þó hvorki svæfingar- né skurðlæknar til að skerast í leikinn ef eitthvað fer úrskeiðis. Hún hafði íhugað að eiga barnið þar en hætti við þegar kona sem átti að eiga á svipuðum tíma lenti í erfiðleikum. „Hún fæðir barnið í Vestmannaeyjum og það gekk bara ágætlega, nema að hún nær ekki að fæða fylgjuna. Þá þurfti að kalla út sjúkraflugvél sem er staðsett á Akureyri. Þá tók það hátt í tvo tíma að koma henni til Reykjavíkur til að klára," segir Hafdís. Samgögnur milli lands og Eyja geti verið óstöðugar og taldi Hafdís ómögulegt að taka áhættu með fæðinguna. „Það er bara allra veðra von og sérstaklega á þessum árstíma. Þá tekur maður ekki séns," segir hún. Biðin gæti varað í tvær vikur til viðbótar en Hafdís segist heppin að hafa aðgang að íbúð í borginni. Ekki búi allir við það. „Það eru engir styrkir eða neitt sem kemur á móti. Kostnaðurinn getur hlaupið á hundruðum þúsunda, bæði með vinnutapi og gistingu," segir Hafdís. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu. „Þetta er þyngra en tárum taki að við skulum haga málum með þessum hætti sem land og þjóð," segir Elliði Vignisson. „Það er ekki eðlilegt að við stillum málum þannig upp að fæðandi mæður og eiginmenn þeirra og barnsfeður skuli þurfa að dvelja langdvölum frá heimili sínu," segir Elliði.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira