Bíður fjarri fjölskyldunni eftir fæðingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. desember 2017 20:30 Kona úr Vestmannaeyjum sem gengin er fjörutíu vikur með sitt þriðja barn hefur beðið í tvær vikur í Reykjavík eftir fæðingunni. Hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Vestmannaeyjum og getur fæðing í Eyjum því verið áhættusöm. Bæjarstjóri segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu Líkt og margar aðrar konur sem búa á landsbyggðinni ákvað Hafdís sem býr í Vestmannaeyjum að fara til Reykjavíkur þegar settur dagur nálgaðist til að vera nærri fæðingardeild. Hún hefur nú beðið í Reykjavík í tvær vikur aðskilin börnum sínum tveimur og fjölskyldu. „Þetta er svolítið erfitt að vera í burtu og missa af öllu sem er í gangi í skólanum í desember og geta ekki notið aðventunnar heima," segir Hafdís Ástþórsdóttir. Í Vestmannaeyjum er rekin mæðravernd og hægt er að eiga börn á Heilbrigðisstofnunnni. Þar eru þó hvorki svæfingar- né skurðlæknar til að skerast í leikinn ef eitthvað fer úrskeiðis. Hún hafði íhugað að eiga barnið þar en hætti við þegar kona sem átti að eiga á svipuðum tíma lenti í erfiðleikum. „Hún fæðir barnið í Vestmannaeyjum og það gekk bara ágætlega, nema að hún nær ekki að fæða fylgjuna. Þá þurfti að kalla út sjúkraflugvél sem er staðsett á Akureyri. Þá tók það hátt í tvo tíma að koma henni til Reykjavíkur til að klára," segir Hafdís. Samgögnur milli lands og Eyja geti verið óstöðugar og taldi Hafdís ómögulegt að taka áhættu með fæðinguna. „Það er bara allra veðra von og sérstaklega á þessum árstíma. Þá tekur maður ekki séns," segir hún. Biðin gæti varað í tvær vikur til viðbótar en Hafdís segist heppin að hafa aðgang að íbúð í borginni. Ekki búi allir við það. „Það eru engir styrkir eða neitt sem kemur á móti. Kostnaðurinn getur hlaupið á hundruðum þúsunda, bæði með vinnutapi og gistingu," segir Hafdís. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu. „Þetta er þyngra en tárum taki að við skulum haga málum með þessum hætti sem land og þjóð," segir Elliði Vignisson. „Það er ekki eðlilegt að við stillum málum þannig upp að fæðandi mæður og eiginmenn þeirra og barnsfeður skuli þurfa að dvelja langdvölum frá heimili sínu," segir Elliði. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Kona úr Vestmannaeyjum sem gengin er fjörutíu vikur með sitt þriðja barn hefur beðið í tvær vikur í Reykjavík eftir fæðingunni. Hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Vestmannaeyjum og getur fæðing í Eyjum því verið áhættusöm. Bæjarstjóri segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu Líkt og margar aðrar konur sem búa á landsbyggðinni ákvað Hafdís sem býr í Vestmannaeyjum að fara til Reykjavíkur þegar settur dagur nálgaðist til að vera nærri fæðingardeild. Hún hefur nú beðið í Reykjavík í tvær vikur aðskilin börnum sínum tveimur og fjölskyldu. „Þetta er svolítið erfitt að vera í burtu og missa af öllu sem er í gangi í skólanum í desember og geta ekki notið aðventunnar heima," segir Hafdís Ástþórsdóttir. Í Vestmannaeyjum er rekin mæðravernd og hægt er að eiga börn á Heilbrigðisstofnunnni. Þar eru þó hvorki svæfingar- né skurðlæknar til að skerast í leikinn ef eitthvað fer úrskeiðis. Hún hafði íhugað að eiga barnið þar en hætti við þegar kona sem átti að eiga á svipuðum tíma lenti í erfiðleikum. „Hún fæðir barnið í Vestmannaeyjum og það gekk bara ágætlega, nema að hún nær ekki að fæða fylgjuna. Þá þurfti að kalla út sjúkraflugvél sem er staðsett á Akureyri. Þá tók það hátt í tvo tíma að koma henni til Reykjavíkur til að klára," segir Hafdís. Samgögnur milli lands og Eyja geti verið óstöðugar og taldi Hafdís ómögulegt að taka áhættu með fæðinguna. „Það er bara allra veðra von og sérstaklega á þessum árstíma. Þá tekur maður ekki séns," segir hún. Biðin gæti varað í tvær vikur til viðbótar en Hafdís segist heppin að hafa aðgang að íbúð í borginni. Ekki búi allir við það. „Það eru engir styrkir eða neitt sem kemur á móti. Kostnaðurinn getur hlaupið á hundruðum þúsunda, bæði með vinnutapi og gistingu," segir Hafdís. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu. „Þetta er þyngra en tárum taki að við skulum haga málum með þessum hætti sem land og þjóð," segir Elliði Vignisson. „Það er ekki eðlilegt að við stillum málum þannig upp að fæðandi mæður og eiginmenn þeirra og barnsfeður skuli þurfa að dvelja langdvölum frá heimili sínu," segir Elliði.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira