Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2017 12:30 Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, kannast ekki við að gögn um leigu á öðru skipi hafi borist Samgöngustofu. Samgöngustofa Samgönguráðuneytinu hefur borist kæra vegna synjunar Samgöngustofu á beiðni um siglingar bátsins Akraness milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. Kæran er nú til meðferðar hjá ráðuneytinu. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir Akranesi hafa verið veitt sérstakt, tímabundið leyfi til siglinga á milli Reykjavíkur og Akraness. Það þýði þó ekki að skipið sé hæft til að sigla aðrar siglingaleiðir, sérstaklega ef um er að ræða stífar áætlunarsiglingar. Skipið Akranes hefur siglt í tilraunaskyni á milli Reykjavíkur og Akraness í sumar. Vestmannaeyjabær sótti nýverið um tímabundna undanþágu hjá Samgöngustofu til að fá skipið til siglinga á milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð en beiðninni var synjað. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagðist í samtali við Vísi í vikunni eiga erfitt með að skilja forsendur að baki synjuninni þar sem um væri að ræða sambærileg hafsvæði.Skipið uppfyllti ekki Evrópureglur en fékk undanþágu í tilraunaskyniÞórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir. „Það var veitt heimild fyrir skipið Akranes til að sigla í tilraunaskyni á afmarkaðri siglingaleið milli Reykjavíkur og Akraness í takmarkaðan tíma. Þar þurfti ákveðinn rökstuðning til vegna þess að skipið uppfyllir ekki Evrópureglur sem hafa verið innleiddar í gegnum EES-samninginn,“ segir Þórhildur. „Engu að síður taldi Samgöngustofa, með þessum ákveðnu forsendum, réttlætanlegt að veita þessa tilteknu heimild. Þar með er skipið ekki orðið hæft til að sigla hvar sem er, þó að það hafi verið talið hæft til að sigla þessa tilteknu siglingaleið. Þannig var það til dæmis ekki metið hæft til að sigla milli lands og Eyja.“Bæjarstjórinn Elliði Vignisson er ósáttur með synjun Samgöngustofu á beiðni um siglingar skipsins Akraness milli lands og Eyja á Þjóðhátíð.Vísir/Eyþór/Anton BrinkAðstæður mjög ólíkar á leiðunum tveimurÞórhildur segir aðstæður á siglingaleiðunum tveimur ólíkar þó að þær flokkist undir sama flokk, hafsvæði C og þá sé ekki heldur um að ræða sömu tegund siglinga, sem er enn annar þáttur í ákvörðun Samgöngustofu. „Bæði þessi hafsvæði flokkast undir hafsvæði C á þessum árstíma en það er í raun og veru gróf flokkun á aðstæðum. Dæmin hafa sýnt að aðstæður eru mjög ólíkar á milli Reykjavíkur og Akraness annars vegar og milli lands og Eyja hins vegar,“ segir Þórhildur. „Í annan stað þá eru þessar ferðir milli Reykjavíkur og Akraness, þessar tilraunasiglingar, þær eru meira í ætt við útsýnissiglingar en stífar áætlunarsiglingar.“Hafa ekki fengið tilskilin gögn frá VestmannaeyjabæÍ samtali við Vísi í síðustu viku greindi Elliði Vignisson einnig frá því að Vestmannaeyjabær hefði sent Samgöngustofu erindi um heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. Þórhildur segir Samgöngustofu ekki hafa borist gögn þess efnis. „Að mér vitandi þá hafa engin gögn borist. Umsókn verður að sjálfsögðu að fylgja gögn um það skip sem um ræðir og að mér vitandi hefur slík umsókn ekki borist.“ Þá segir hún mikilvægt að hafa í huga að lög og reglur séu settar með öryggissjónarmið í huga og máli skiptir að ekki sé slakað á öryggiskröfum. „Fyrsta og síðasta verkefni Samgöngustofu er að gæta að samgönguöryggi.“ Vísir náði einnig tali af Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa í samgönguráðuneytinu, en hann staðfesti að kæra Vestmannaeyjabæs vegna úrskurðar Samgöngustofu væri nú til meðferðar hjá ráðuneytinu. Farið verður yfir kæruna í dag og gert er ráð fyrir að niðurstaða muni fást í málinu síðdegis. Tengdar fréttir Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Samgönguráðuneytinu hefur borist kæra vegna synjunar Samgöngustofu á beiðni um siglingar bátsins Akraness milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. Kæran er nú til meðferðar hjá ráðuneytinu. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir Akranesi hafa verið veitt sérstakt, tímabundið leyfi til siglinga á milli Reykjavíkur og Akraness. Það þýði þó ekki að skipið sé hæft til að sigla aðrar siglingaleiðir, sérstaklega ef um er að ræða stífar áætlunarsiglingar. Skipið Akranes hefur siglt í tilraunaskyni á milli Reykjavíkur og Akraness í sumar. Vestmannaeyjabær sótti nýverið um tímabundna undanþágu hjá Samgöngustofu til að fá skipið til siglinga á milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð en beiðninni var synjað. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagðist í samtali við Vísi í vikunni eiga erfitt með að skilja forsendur að baki synjuninni þar sem um væri að ræða sambærileg hafsvæði.Skipið uppfyllti ekki Evrópureglur en fékk undanþágu í tilraunaskyniÞórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir. „Það var veitt heimild fyrir skipið Akranes til að sigla í tilraunaskyni á afmarkaðri siglingaleið milli Reykjavíkur og Akraness í takmarkaðan tíma. Þar þurfti ákveðinn rökstuðning til vegna þess að skipið uppfyllir ekki Evrópureglur sem hafa verið innleiddar í gegnum EES-samninginn,“ segir Þórhildur. „Engu að síður taldi Samgöngustofa, með þessum ákveðnu forsendum, réttlætanlegt að veita þessa tilteknu heimild. Þar með er skipið ekki orðið hæft til að sigla hvar sem er, þó að það hafi verið talið hæft til að sigla þessa tilteknu siglingaleið. Þannig var það til dæmis ekki metið hæft til að sigla milli lands og Eyja.“Bæjarstjórinn Elliði Vignisson er ósáttur með synjun Samgöngustofu á beiðni um siglingar skipsins Akraness milli lands og Eyja á Þjóðhátíð.Vísir/Eyþór/Anton BrinkAðstæður mjög ólíkar á leiðunum tveimurÞórhildur segir aðstæður á siglingaleiðunum tveimur ólíkar þó að þær flokkist undir sama flokk, hafsvæði C og þá sé ekki heldur um að ræða sömu tegund siglinga, sem er enn annar þáttur í ákvörðun Samgöngustofu. „Bæði þessi hafsvæði flokkast undir hafsvæði C á þessum árstíma en það er í raun og veru gróf flokkun á aðstæðum. Dæmin hafa sýnt að aðstæður eru mjög ólíkar á milli Reykjavíkur og Akraness annars vegar og milli lands og Eyja hins vegar,“ segir Þórhildur. „Í annan stað þá eru þessar ferðir milli Reykjavíkur og Akraness, þessar tilraunasiglingar, þær eru meira í ætt við útsýnissiglingar en stífar áætlunarsiglingar.“Hafa ekki fengið tilskilin gögn frá VestmannaeyjabæÍ samtali við Vísi í síðustu viku greindi Elliði Vignisson einnig frá því að Vestmannaeyjabær hefði sent Samgöngustofu erindi um heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. Þórhildur segir Samgöngustofu ekki hafa borist gögn þess efnis. „Að mér vitandi þá hafa engin gögn borist. Umsókn verður að sjálfsögðu að fylgja gögn um það skip sem um ræðir og að mér vitandi hefur slík umsókn ekki borist.“ Þá segir hún mikilvægt að hafa í huga að lög og reglur séu settar með öryggissjónarmið í huga og máli skiptir að ekki sé slakað á öryggiskröfum. „Fyrsta og síðasta verkefni Samgöngustofu er að gæta að samgönguöryggi.“ Vísir náði einnig tali af Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa í samgönguráðuneytinu, en hann staðfesti að kæra Vestmannaeyjabæs vegna úrskurðar Samgöngustofu væri nú til meðferðar hjá ráðuneytinu. Farið verður yfir kæruna í dag og gert er ráð fyrir að niðurstaða muni fást í málinu síðdegis.
Tengdar fréttir Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent