Ögrandi skilaboð skrifuð í mosa við Nesjavelli Margrét Helga Erlingsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2017 11:17 Mynd Gunnars sýnir skemmdarverkin á mosanum. Gunnar Arngrímur Birgisson „Ég vona að þetta vekji fólk til umhugsunar,“ segir Gunnar Arngrímur Birgisson sem vakti athygli á skemmdarverkum sem óprúttnir aðilar hafa unnið á mosa í hlíð við Nesjavelli. Í hlíðinni má greina skilaboð sem greypt hafa verið í mosann á borð við „send nudes“ og „life“ svo einhver séu nefnd. Gunnar starfar innan ferðaþjónustugeirans en vegna vinnu sinnar keyrir hann reglulega framhjá þessari hlíð. Hann segir að skemmdarverkin séu ekki nýtilkomin því hann hafi tekið eftir þeim um nokkra hríð. „Þetta er búið að vera á nokkrum stöðum og ég hef tekið eftir því að það er alltaf að bætast þarna í og í fyrra bættist við þarna „life“ og svo núna um daginn hefur einhver skrifað „send nudes“,“ segir Gunnar sem lýsir því hvernig hann hafi lengi viljað gera eitthvað til þess að sporna gegn þessari meinlegu þróun. Sérfræðingar í spjallþræði búa yfir mögulegum lausnum Gunnar tók því til sinna ráða og birti mynd af hlíðinni í Fésbókarhópnum Bakland ferðaþjónustunnar en hópnum er ætlað að „opna augu almennings og ríkisvaldsins fyrir mikilvægi ferðaþjónustu í íslensku samfélagi,“ eins og segir í lýsingu á hópnum. Þá vilja hópmeðlimir fjalla um stóru myndina, landkynningarmál og það sem lýtur að rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni. Við mynd Gunnars spannst lífleg umræða en greina mátti á henni að fjölmargir vilja leggja hönd á plóg við að vernda náttúruna. Spurður að því hvort hægt sé að lagfæra skemmdarverkin í ljósi þess að mosi vex svo hægt segist Gunnar ekki vera þess fullviss. Hann bendir þó á að nokkrir einstaklingar, sem reynslu hafa í þessum málum, segjast á spjallþræði við myndina kunna kúnstir til úrbóta. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
„Ég vona að þetta vekji fólk til umhugsunar,“ segir Gunnar Arngrímur Birgisson sem vakti athygli á skemmdarverkum sem óprúttnir aðilar hafa unnið á mosa í hlíð við Nesjavelli. Í hlíðinni má greina skilaboð sem greypt hafa verið í mosann á borð við „send nudes“ og „life“ svo einhver séu nefnd. Gunnar starfar innan ferðaþjónustugeirans en vegna vinnu sinnar keyrir hann reglulega framhjá þessari hlíð. Hann segir að skemmdarverkin séu ekki nýtilkomin því hann hafi tekið eftir þeim um nokkra hríð. „Þetta er búið að vera á nokkrum stöðum og ég hef tekið eftir því að það er alltaf að bætast þarna í og í fyrra bættist við þarna „life“ og svo núna um daginn hefur einhver skrifað „send nudes“,“ segir Gunnar sem lýsir því hvernig hann hafi lengi viljað gera eitthvað til þess að sporna gegn þessari meinlegu þróun. Sérfræðingar í spjallþræði búa yfir mögulegum lausnum Gunnar tók því til sinna ráða og birti mynd af hlíðinni í Fésbókarhópnum Bakland ferðaþjónustunnar en hópnum er ætlað að „opna augu almennings og ríkisvaldsins fyrir mikilvægi ferðaþjónustu í íslensku samfélagi,“ eins og segir í lýsingu á hópnum. Þá vilja hópmeðlimir fjalla um stóru myndina, landkynningarmál og það sem lýtur að rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni. Við mynd Gunnars spannst lífleg umræða en greina mátti á henni að fjölmargir vilja leggja hönd á plóg við að vernda náttúruna. Spurður að því hvort hægt sé að lagfæra skemmdarverkin í ljósi þess að mosi vex svo hægt segist Gunnar ekki vera þess fullviss. Hann bendir þó á að nokkrir einstaklingar, sem reynslu hafa í þessum málum, segjast á spjallþræði við myndina kunna kúnstir til úrbóta.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira