Ögrandi skilaboð skrifuð í mosa við Nesjavelli Margrét Helga Erlingsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2017 11:17 Mynd Gunnars sýnir skemmdarverkin á mosanum. Gunnar Arngrímur Birgisson „Ég vona að þetta vekji fólk til umhugsunar,“ segir Gunnar Arngrímur Birgisson sem vakti athygli á skemmdarverkum sem óprúttnir aðilar hafa unnið á mosa í hlíð við Nesjavelli. Í hlíðinni má greina skilaboð sem greypt hafa verið í mosann á borð við „send nudes“ og „life“ svo einhver séu nefnd. Gunnar starfar innan ferðaþjónustugeirans en vegna vinnu sinnar keyrir hann reglulega framhjá þessari hlíð. Hann segir að skemmdarverkin séu ekki nýtilkomin því hann hafi tekið eftir þeim um nokkra hríð. „Þetta er búið að vera á nokkrum stöðum og ég hef tekið eftir því að það er alltaf að bætast þarna í og í fyrra bættist við þarna „life“ og svo núna um daginn hefur einhver skrifað „send nudes“,“ segir Gunnar sem lýsir því hvernig hann hafi lengi viljað gera eitthvað til þess að sporna gegn þessari meinlegu þróun. Sérfræðingar í spjallþræði búa yfir mögulegum lausnum Gunnar tók því til sinna ráða og birti mynd af hlíðinni í Fésbókarhópnum Bakland ferðaþjónustunnar en hópnum er ætlað að „opna augu almennings og ríkisvaldsins fyrir mikilvægi ferðaþjónustu í íslensku samfélagi,“ eins og segir í lýsingu á hópnum. Þá vilja hópmeðlimir fjalla um stóru myndina, landkynningarmál og það sem lýtur að rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni. Við mynd Gunnars spannst lífleg umræða en greina mátti á henni að fjölmargir vilja leggja hönd á plóg við að vernda náttúruna. Spurður að því hvort hægt sé að lagfæra skemmdarverkin í ljósi þess að mosi vex svo hægt segist Gunnar ekki vera þess fullviss. Hann bendir þó á að nokkrir einstaklingar, sem reynslu hafa í þessum málum, segjast á spjallþræði við myndina kunna kúnstir til úrbóta. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
„Ég vona að þetta vekji fólk til umhugsunar,“ segir Gunnar Arngrímur Birgisson sem vakti athygli á skemmdarverkum sem óprúttnir aðilar hafa unnið á mosa í hlíð við Nesjavelli. Í hlíðinni má greina skilaboð sem greypt hafa verið í mosann á borð við „send nudes“ og „life“ svo einhver séu nefnd. Gunnar starfar innan ferðaþjónustugeirans en vegna vinnu sinnar keyrir hann reglulega framhjá þessari hlíð. Hann segir að skemmdarverkin séu ekki nýtilkomin því hann hafi tekið eftir þeim um nokkra hríð. „Þetta er búið að vera á nokkrum stöðum og ég hef tekið eftir því að það er alltaf að bætast þarna í og í fyrra bættist við þarna „life“ og svo núna um daginn hefur einhver skrifað „send nudes“,“ segir Gunnar sem lýsir því hvernig hann hafi lengi viljað gera eitthvað til þess að sporna gegn þessari meinlegu þróun. Sérfræðingar í spjallþræði búa yfir mögulegum lausnum Gunnar tók því til sinna ráða og birti mynd af hlíðinni í Fésbókarhópnum Bakland ferðaþjónustunnar en hópnum er ætlað að „opna augu almennings og ríkisvaldsins fyrir mikilvægi ferðaþjónustu í íslensku samfélagi,“ eins og segir í lýsingu á hópnum. Þá vilja hópmeðlimir fjalla um stóru myndina, landkynningarmál og það sem lýtur að rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni. Við mynd Gunnars spannst lífleg umræða en greina mátti á henni að fjölmargir vilja leggja hönd á plóg við að vernda náttúruna. Spurður að því hvort hægt sé að lagfæra skemmdarverkin í ljósi þess að mosi vex svo hægt segist Gunnar ekki vera þess fullviss. Hann bendir þó á að nokkrir einstaklingar, sem reynslu hafa í þessum málum, segjast á spjallþræði við myndina kunna kúnstir til úrbóta.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira