Greindist með sýfilis: „Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. júní 2017 20:00 Ársæll Hjálmarsson fann fyrir miklum þrýstingi í augu. Eftir að hafa farið milli lækna var loksins staðfest að þetta væri kynsjúkdómurinn sýfilis, eða sárasótt. Hann var lagður inn á spítala hið snarasta og hóf tveggja vikna meðferð. „Ég var með pensilín í æð á fjögurra tíma fresti, hálfan líter um það bil. Allt í allt var þetta 36 lítrar. Þetta er svakalegt álag fyrir líkamann, æðarnar og allt," segir hann. Sýfilis getur valdið blindu, hjarta- heila og taugasjúkdómum og er Ársæll þakklátur fyrir að meðferðin gekk vel og hann læknaður að fullu. Aftur á móti vill hann opna umræðu um kynsjúkdóma en árið 2016 greindust flest tilfelli af sýfilis á Íslandi í fjölda ára, eða 33 tilfelli. „Ég hefði alveg getað haldið kjafti, ekki sagt neitt og bara lifað mínu lífi. En heilbrigðiskerfið er ekki að standa sig í forvarnarstarfinu. Því miður, bara vegna fjármagns." Ársæll segir að með auknum forvörnum færi fólk oftar í skoðun og tæki meiri ábyrgð á kynlífi sínu. „Það væru ekki allir sem myndu stíga fram. Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú, við eigum að tala um þetta, vera opinská og passa upp á náungann." Ársæll segir fordóma ríkja, til að mynda á húð- og kynsjúkdómadeild. „Ef þú ferð í tékk þarftu að gefa upp hvað þú hefur sofið hjá mörgum síðustu tólf mánuði eða frá því að þú fórst síðast í tékk. Ef þú ferð yfir ákveðna tölu , sem ég veit ekki einu sinni hver er, þá færðu þetta augnaráð sem er dæmandi. Svo þegar fólk veit að maður er hinsegin fær maður öðruvísi viðmót." Ársæll sagði sögu sína fyrst í ítarlegu viðtali á GayIceland í vikunni og hefur fengið bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Það tekur alveg á að fá neikvæðu viðbrögðin, ég þarf að setja mig í gírinn til að verða ekki brjálaður. En það eru fleiri jákvæð viðbrögð sem ég fæ, sem betur fer." Tengdar fréttir Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Ársæll Hjálmarsson fann fyrir miklum þrýstingi í augu. Eftir að hafa farið milli lækna var loksins staðfest að þetta væri kynsjúkdómurinn sýfilis, eða sárasótt. Hann var lagður inn á spítala hið snarasta og hóf tveggja vikna meðferð. „Ég var með pensilín í æð á fjögurra tíma fresti, hálfan líter um það bil. Allt í allt var þetta 36 lítrar. Þetta er svakalegt álag fyrir líkamann, æðarnar og allt," segir hann. Sýfilis getur valdið blindu, hjarta- heila og taugasjúkdómum og er Ársæll þakklátur fyrir að meðferðin gekk vel og hann læknaður að fullu. Aftur á móti vill hann opna umræðu um kynsjúkdóma en árið 2016 greindust flest tilfelli af sýfilis á Íslandi í fjölda ára, eða 33 tilfelli. „Ég hefði alveg getað haldið kjafti, ekki sagt neitt og bara lifað mínu lífi. En heilbrigðiskerfið er ekki að standa sig í forvarnarstarfinu. Því miður, bara vegna fjármagns." Ársæll segir að með auknum forvörnum færi fólk oftar í skoðun og tæki meiri ábyrgð á kynlífi sínu. „Það væru ekki allir sem myndu stíga fram. Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú, við eigum að tala um þetta, vera opinská og passa upp á náungann." Ársæll segir fordóma ríkja, til að mynda á húð- og kynsjúkdómadeild. „Ef þú ferð í tékk þarftu að gefa upp hvað þú hefur sofið hjá mörgum síðustu tólf mánuði eða frá því að þú fórst síðast í tékk. Ef þú ferð yfir ákveðna tölu , sem ég veit ekki einu sinni hver er, þá færðu þetta augnaráð sem er dæmandi. Svo þegar fólk veit að maður er hinsegin fær maður öðruvísi viðmót." Ársæll sagði sögu sína fyrst í ítarlegu viðtali á GayIceland í vikunni og hefur fengið bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Það tekur alveg á að fá neikvæðu viðbrögðin, ég þarf að setja mig í gírinn til að verða ekki brjálaður. En það eru fleiri jákvæð viðbrögð sem ég fæ, sem betur fer."
Tengdar fréttir Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30
Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35
Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00