Erlendir ríkisborgarar um 12 prósent af vinnuafli á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. september 2017 20:00 Stöð 2/Arnar Halldórsson. Erlendir ríkisborgarar eru nú um 12 prósent af vinnuafli hér á landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sérfræðingur hjá Vinnumálstofnun telur að þeim muni halda áfram að fjölga. Þá segir prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla að nú beri meira á óöruggri atvinnu og að svokölluð fjöldavinnumiðlun sé framtíðin. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru rúmlega tuttugu og fjögur þúsund erlendir starfsmenn hér á landi í júní 2017. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fjölgar erlendum starfsmönnum á landinu með hverjum mánuði sem líður. Í lok ársins 2016 var erlent vinnuafl 10,6 prósent af vinnumarkaði en í byrjun ársins var það tíu prósent. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru rúmlega átján þúsund um mitt sumarið. Þetta þýðir að um sex þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en árið 2008. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur að þróunin muni koma til með að halda áfram. „Það er að vísu að hægja svolítið til í ferðaþjónustu og spurning hvernig það þróast á næstu misserum en það er ennþá mikil eftirspurn í byggingariðnaði og mikið sem þarf að byggja upp á komandi misserum og við gerum ráð fyrir að það þurfi að manna það að miklu leiti með erlendu vinnuafli,“ segir Karl. Fjölmennasti hópurinn sé frá Póllandi, eða fjörutíu til fimmtíu prósent. Stór hluti erlends vinnuafls sem hefur komið hingað til lands síðastliðin ár er ekki ráðið beint af hérlendum fyrirtækjum heldur erlendum og íslenskum starfsmannaleigum. Erlent vinnuafl fær oft ekki laun í samræmi við íslenska staðla og sjálfboðavinna eykst. Þannig má segja að við séum komin með stórt innflutt og ódýrt vinnuafl á íslenskan atvinnumarkað. Guy Standing, prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla, hélt tölu um atvinnumál innflytjenda á ráðstefnu á vegum Háskóla Íslands í dag. Hann er þekktur fyrir gagnrýni sína á kapitalsima og kenningar um innflytjendamál. Hann segir að þróunin á Íslandi sé sú sama víða á vesturlöndunum. „Meira ber núna á óstöðugu vinnuafli, óöruggri atvinnu og skammtímasamningum.Á sama tíma ber meira á fyrirbæri sem sést ekki enn á Íslandi en hefur mikil áhrif í öðrum löndumnúna, svokölluð fjöldavinnumiðlun.Þarna er um að ræða miðlunhvers kyns atvinnu á Netinu.Í framtíðinni munum við sjáað hreyfingar á vinnumarkaðifari í auknum mæli fram á Netinuþar sem engin bein samskiptieru milli atvinnurekandaog launamanns,“ segir Guy. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Erlendir ríkisborgarar eru nú um 12 prósent af vinnuafli hér á landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sérfræðingur hjá Vinnumálstofnun telur að þeim muni halda áfram að fjölga. Þá segir prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla að nú beri meira á óöruggri atvinnu og að svokölluð fjöldavinnumiðlun sé framtíðin. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru rúmlega tuttugu og fjögur þúsund erlendir starfsmenn hér á landi í júní 2017. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fjölgar erlendum starfsmönnum á landinu með hverjum mánuði sem líður. Í lok ársins 2016 var erlent vinnuafl 10,6 prósent af vinnumarkaði en í byrjun ársins var það tíu prósent. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru rúmlega átján þúsund um mitt sumarið. Þetta þýðir að um sex þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en árið 2008. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur að þróunin muni koma til með að halda áfram. „Það er að vísu að hægja svolítið til í ferðaþjónustu og spurning hvernig það þróast á næstu misserum en það er ennþá mikil eftirspurn í byggingariðnaði og mikið sem þarf að byggja upp á komandi misserum og við gerum ráð fyrir að það þurfi að manna það að miklu leiti með erlendu vinnuafli,“ segir Karl. Fjölmennasti hópurinn sé frá Póllandi, eða fjörutíu til fimmtíu prósent. Stór hluti erlends vinnuafls sem hefur komið hingað til lands síðastliðin ár er ekki ráðið beint af hérlendum fyrirtækjum heldur erlendum og íslenskum starfsmannaleigum. Erlent vinnuafl fær oft ekki laun í samræmi við íslenska staðla og sjálfboðavinna eykst. Þannig má segja að við séum komin með stórt innflutt og ódýrt vinnuafl á íslenskan atvinnumarkað. Guy Standing, prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla, hélt tölu um atvinnumál innflytjenda á ráðstefnu á vegum Háskóla Íslands í dag. Hann er þekktur fyrir gagnrýni sína á kapitalsima og kenningar um innflytjendamál. Hann segir að þróunin á Íslandi sé sú sama víða á vesturlöndunum. „Meira ber núna á óstöðugu vinnuafli, óöruggri atvinnu og skammtímasamningum.Á sama tíma ber meira á fyrirbæri sem sést ekki enn á Íslandi en hefur mikil áhrif í öðrum löndumnúna, svokölluð fjöldavinnumiðlun.Þarna er um að ræða miðlunhvers kyns atvinnu á Netinu.Í framtíðinni munum við sjáað hreyfingar á vinnumarkaðifari í auknum mæli fram á Netinuþar sem engin bein samskiptieru milli atvinnurekandaog launamanns,“ segir Guy.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira