Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2017 14:16 Myndin er tekin við Kirkjufjöru fyrr í dag. Vísir/Jói K Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. Skilti sem merkja eiga lokun fjörunnar voru í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær. Ekkert eftirlit er á staðnum í dag. Í dag er bráðabirðgar alslherjarlokun á gönguleiðinni að kirkjufjöru. Enn er þó hægt að skoða fjöruna af útsýnispalli. „Aðgerðir okkar eru fólgnar í því að loka fjörunni, girða hana betur af þó hún sé girt eins og er má gera það betur, og setja upp skilti sem segir að fjaran sé lokuð,“ segir Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur umhverfisstofnunnar á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að skiltin hafi verið í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær eftir að þýsk kona lenti í sjónum. „Þessi skilti hafa verið í vinnslu síðan fyrir jól og áttu að vera til fyrr en því hefur seinkað. En við vonum að fá þau núna í lok vikunnar eða byrjun næstu.“Sjá einnig:Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Hákon segir að fjörunni verði lokað bæði vegna hrunhættu og vegna sterkra strauma í fjörunni. Ferðamenn eigi þó að sjá vel yfir fjöruna áfram. „Bara ofan af klettunum þá sjá þeir vel niður í fjöruna. Þannig að útsýnið yfir fjöruna verður áfram mjög gott þótt þeir komist ekki niður í fjöruna.“Og þetta verður viðvarandi? „Allavega eins og staðan er núna verður fjaran lokuð. Þetta er sérstaklega slæmt á veturna þegar öldurnar eru meiri. En svo þegar það er landvarsla á sumrin þá er spurning hvort hægt sé að hafa lokað á ákveðnum tímum því þá er dagleg varsla á svæðinu.“Ekkert eftirlit Hákon segir að umhverfisstofnun ætli strax að byrja að girða betur fyrir fjöruna, en hún er nú þegar afgirt og varað er við því að fólk fari niður í fjöruna. Fréttamenn fréttastofu 365 hafa í dag verið við Kirkjufjöru og segja að eitthvað sé um að fólk virði ekki að fjaran sé afgirt og gangi um utan afmarkaðs svæðis. Fólk viti ekki að fjaran sé lokuð og hafa þeir bent ferðafólki á það sjálfir, sem og látið þá vita af atburði gærdagsins. Einn Landvörður var í fjörunni í dag og sagði hann í samtali við fréttastofu að hann hefði eingöngu verið í eftirlitsferð og fór þaðan eftir stutta stund. Þórir Kjartansson, íbúi í Vík, náði myndbandi af briminu á svæðinu á svipuðum tíma og banaslysið varð í gær og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. Skilti sem merkja eiga lokun fjörunnar voru í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær. Ekkert eftirlit er á staðnum í dag. Í dag er bráðabirðgar alslherjarlokun á gönguleiðinni að kirkjufjöru. Enn er þó hægt að skoða fjöruna af útsýnispalli. „Aðgerðir okkar eru fólgnar í því að loka fjörunni, girða hana betur af þó hún sé girt eins og er má gera það betur, og setja upp skilti sem segir að fjaran sé lokuð,“ segir Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur umhverfisstofnunnar á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að skiltin hafi verið í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær eftir að þýsk kona lenti í sjónum. „Þessi skilti hafa verið í vinnslu síðan fyrir jól og áttu að vera til fyrr en því hefur seinkað. En við vonum að fá þau núna í lok vikunnar eða byrjun næstu.“Sjá einnig:Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Hákon segir að fjörunni verði lokað bæði vegna hrunhættu og vegna sterkra strauma í fjörunni. Ferðamenn eigi þó að sjá vel yfir fjöruna áfram. „Bara ofan af klettunum þá sjá þeir vel niður í fjöruna. Þannig að útsýnið yfir fjöruna verður áfram mjög gott þótt þeir komist ekki niður í fjöruna.“Og þetta verður viðvarandi? „Allavega eins og staðan er núna verður fjaran lokuð. Þetta er sérstaklega slæmt á veturna þegar öldurnar eru meiri. En svo þegar það er landvarsla á sumrin þá er spurning hvort hægt sé að hafa lokað á ákveðnum tímum því þá er dagleg varsla á svæðinu.“Ekkert eftirlit Hákon segir að umhverfisstofnun ætli strax að byrja að girða betur fyrir fjöruna, en hún er nú þegar afgirt og varað er við því að fólk fari niður í fjöruna. Fréttamenn fréttastofu 365 hafa í dag verið við Kirkjufjöru og segja að eitthvað sé um að fólk virði ekki að fjaran sé afgirt og gangi um utan afmarkaðs svæðis. Fólk viti ekki að fjaran sé lokuð og hafa þeir bent ferðafólki á það sjálfir, sem og látið þá vita af atburði gærdagsins. Einn Landvörður var í fjörunni í dag og sagði hann í samtali við fréttastofu að hann hefði eingöngu verið í eftirlitsferð og fór þaðan eftir stutta stund. Þórir Kjartansson, íbúi í Vík, náði myndbandi af briminu á svæðinu á svipuðum tíma og banaslysið varð í gær og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30