Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2017 14:16 Myndin er tekin við Kirkjufjöru fyrr í dag. Vísir/Jói K Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. Skilti sem merkja eiga lokun fjörunnar voru í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær. Ekkert eftirlit er á staðnum í dag. Í dag er bráðabirðgar alslherjarlokun á gönguleiðinni að kirkjufjöru. Enn er þó hægt að skoða fjöruna af útsýnispalli. „Aðgerðir okkar eru fólgnar í því að loka fjörunni, girða hana betur af þó hún sé girt eins og er má gera það betur, og setja upp skilti sem segir að fjaran sé lokuð,“ segir Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur umhverfisstofnunnar á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að skiltin hafi verið í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær eftir að þýsk kona lenti í sjónum. „Þessi skilti hafa verið í vinnslu síðan fyrir jól og áttu að vera til fyrr en því hefur seinkað. En við vonum að fá þau núna í lok vikunnar eða byrjun næstu.“Sjá einnig:Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Hákon segir að fjörunni verði lokað bæði vegna hrunhættu og vegna sterkra strauma í fjörunni. Ferðamenn eigi þó að sjá vel yfir fjöruna áfram. „Bara ofan af klettunum þá sjá þeir vel niður í fjöruna. Þannig að útsýnið yfir fjöruna verður áfram mjög gott þótt þeir komist ekki niður í fjöruna.“Og þetta verður viðvarandi? „Allavega eins og staðan er núna verður fjaran lokuð. Þetta er sérstaklega slæmt á veturna þegar öldurnar eru meiri. En svo þegar það er landvarsla á sumrin þá er spurning hvort hægt sé að hafa lokað á ákveðnum tímum því þá er dagleg varsla á svæðinu.“Ekkert eftirlit Hákon segir að umhverfisstofnun ætli strax að byrja að girða betur fyrir fjöruna, en hún er nú þegar afgirt og varað er við því að fólk fari niður í fjöruna. Fréttamenn fréttastofu 365 hafa í dag verið við Kirkjufjöru og segja að eitthvað sé um að fólk virði ekki að fjaran sé afgirt og gangi um utan afmarkaðs svæðis. Fólk viti ekki að fjaran sé lokuð og hafa þeir bent ferðafólki á það sjálfir, sem og látið þá vita af atburði gærdagsins. Einn Landvörður var í fjörunni í dag og sagði hann í samtali við fréttastofu að hann hefði eingöngu verið í eftirlitsferð og fór þaðan eftir stutta stund. Þórir Kjartansson, íbúi í Vík, náði myndbandi af briminu á svæðinu á svipuðum tíma og banaslysið varð í gær og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. Skilti sem merkja eiga lokun fjörunnar voru í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær. Ekkert eftirlit er á staðnum í dag. Í dag er bráðabirðgar alslherjarlokun á gönguleiðinni að kirkjufjöru. Enn er þó hægt að skoða fjöruna af útsýnispalli. „Aðgerðir okkar eru fólgnar í því að loka fjörunni, girða hana betur af þó hún sé girt eins og er má gera það betur, og setja upp skilti sem segir að fjaran sé lokuð,“ segir Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur umhverfisstofnunnar á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að skiltin hafi verið í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær eftir að þýsk kona lenti í sjónum. „Þessi skilti hafa verið í vinnslu síðan fyrir jól og áttu að vera til fyrr en því hefur seinkað. En við vonum að fá þau núna í lok vikunnar eða byrjun næstu.“Sjá einnig:Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Hákon segir að fjörunni verði lokað bæði vegna hrunhættu og vegna sterkra strauma í fjörunni. Ferðamenn eigi þó að sjá vel yfir fjöruna áfram. „Bara ofan af klettunum þá sjá þeir vel niður í fjöruna. Þannig að útsýnið yfir fjöruna verður áfram mjög gott þótt þeir komist ekki niður í fjöruna.“Og þetta verður viðvarandi? „Allavega eins og staðan er núna verður fjaran lokuð. Þetta er sérstaklega slæmt á veturna þegar öldurnar eru meiri. En svo þegar það er landvarsla á sumrin þá er spurning hvort hægt sé að hafa lokað á ákveðnum tímum því þá er dagleg varsla á svæðinu.“Ekkert eftirlit Hákon segir að umhverfisstofnun ætli strax að byrja að girða betur fyrir fjöruna, en hún er nú þegar afgirt og varað er við því að fólk fari niður í fjöruna. Fréttamenn fréttastofu 365 hafa í dag verið við Kirkjufjöru og segja að eitthvað sé um að fólk virði ekki að fjaran sé afgirt og gangi um utan afmarkaðs svæðis. Fólk viti ekki að fjaran sé lokuð og hafa þeir bent ferðafólki á það sjálfir, sem og látið þá vita af atburði gærdagsins. Einn Landvörður var í fjörunni í dag og sagði hann í samtali við fréttastofu að hann hefði eingöngu verið í eftirlitsferð og fór þaðan eftir stutta stund. Þórir Kjartansson, íbúi í Vík, náði myndbandi af briminu á svæðinu á svipuðum tíma og banaslysið varð í gær og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30