Íbúar í Laugardalnum ósáttir við gæslumál Secret Solstice Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júní 2017 14:45 Hátíðargestir Secret Solstice að skemmta sér. Vísir/Andri Marinó Árni Björn Hilmarsson, íbúi við Kirkjuteig, varð í gærkvöldi vitni að því að tveir hátíðargestir Secret Solstice reyndu að ræna fána úr Laugarnesskóla. Hann hafi gengið beint að þeim og sagt þeim að láta af hegðun sinni. Þá hafi annar þeirra sagt í kaldhæðni „það er nú meira hvað það er góð hverfisgæsla hér.“ Aðstandandi Secret Solstice tekur ábendingunum fagnandi og segist ætla að bæta í hverfisgæsluna. Tónlistarhátíðin Secret Solstice stendur nú yfir og fer fram í Laugardalnum. Ýmsir íbúar hverfisins vilja koma á framfæri ábendingum að umbótum fyrir hverfið í heild sem aðstandendur hátíðarinnar geti tekið til sín. Lífleg umræða hefur skapast við stöðuuppfærslu Árna Björns í Facebookhópnum Laugarneshverfi en á umræðunni má greina að íbúarnir séu búnir að fá nóg af óþrifnaði gestanna.Sá fólk létta á sér á skólalóðinni Árni Björn segir að ýmsir gestir Secret Solstice hafi gert þarfir sínar bæði á leikskólasvæði hverfisins og á lóð við Laugarnesskóla. Hann hafi verið í kvöldgöngunni sinni með hundinn sinn þegar hann hafi séð þó nokkra einstaklinga gera þarfir sínar í hverfinu. Árni kveðst að hafa séð fólk létta sinni blöðru alveg upp við mötuneytið í Lauganesskóla. „Mér finnst hryllilegt að sjá svoleiðis.“Árni Björn Hilmarsson, íbúi í Laugardalnum vill aukna hverfisgæslu.Árni Björn Hilmarsson„Partístand“ í bílum víðsvegar um hverfið Án þess að hann vilji fullyrða um of hefur Árni sínar grunsemdir um að ólöglegt athæfi hafi farið fram á lóðinni við Laugarnesskóla því hann hafi heyrt einstakling, sem var í símanum, segja „þetta er á Laugarnesskólalóðinni.“ Auk þessa segir Árni að það sé „partí“ í mörgum bílum sem staðsettir eru upp götuna í hverfinu og á starfsmannabílastæðum skólans. Hann segir að svæðið í námunda við Laugarnesskóla og leikskólann sé alveg týnt í eftirlitskerfi hátíðarinnar. „Íbúarnir eru að benda á að við erum eiginlega týnd í þessu kerfi.“ Þessu þurfi að bæta úr fyrir næsta ár.Ábyrgðin liggi hjá aðstandendum hátíðarinnar Árni Björn segir að einstaklingar sem séu úti að skemmta sér hugsi ekki alltaf rökrétt og að ábyrgðin liggi fremur hjá aðstandendum hátíðarinnar. „Það er spurning að setja upp salernisaðstöðu á þessa erfiðu punkta okkar sem við höfum upplifað eftir helgina,“ segir Árni sem hugsar í lausnum. Árni Björn er hugsi yfir líðan dýranna í húsdýragarðinum og veltir því fyrir sér hvort einhverjar ráðstafanir séu gerðar með þau í huga.Gagnrýnin er af hinu góða „Maður er ekki að reyna að búa til leiðinlega umræðu heldur erum við að reyna að bæta og gera betur. Ég er alveg spenntur fyrir þessari hátíð, það er gaman að sjá mannlífið og svona.“ Hann segir gagnrýni aðeins vera af hinu góða. Árni er þess fullviss að lögreglan geri sitt besta en telur nær að auka við hverfisgæslu og þá sérstaklega á skólalóðinni og leikskólasvæðinu.Segist ætla að auka gæslu Sveinn Rúnar Einarsson, aðstandandi hátíðarinnar, tekur vel í ábendingar íbúanna og segist bregðast við öllum ábendingum. Í samtali við Vísi segir Sveinn: „Hverfisgæsla er eitthvað sem við ætlum að bæta í. Við viljum gera það í samráði við íbúana. Við erum bara fögurra ára hátíð og við erum að læra.“ Hann segist þá einnig vilja koma á framfæri þökkum til íbúanna. "Við erum oft í rosalega góðum samskiptum við þá. Þetta er liður í því að bæta og við viljum alltaf bæta samskiptin.“ Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Árni Björn Hilmarsson, íbúi við Kirkjuteig, varð í gærkvöldi vitni að því að tveir hátíðargestir Secret Solstice reyndu að ræna fána úr Laugarnesskóla. Hann hafi gengið beint að þeim og sagt þeim að láta af hegðun sinni. Þá hafi annar þeirra sagt í kaldhæðni „það er nú meira hvað það er góð hverfisgæsla hér.“ Aðstandandi Secret Solstice tekur ábendingunum fagnandi og segist ætla að bæta í hverfisgæsluna. Tónlistarhátíðin Secret Solstice stendur nú yfir og fer fram í Laugardalnum. Ýmsir íbúar hverfisins vilja koma á framfæri ábendingum að umbótum fyrir hverfið í heild sem aðstandendur hátíðarinnar geti tekið til sín. Lífleg umræða hefur skapast við stöðuuppfærslu Árna Björns í Facebookhópnum Laugarneshverfi en á umræðunni má greina að íbúarnir séu búnir að fá nóg af óþrifnaði gestanna.Sá fólk létta á sér á skólalóðinni Árni Björn segir að ýmsir gestir Secret Solstice hafi gert þarfir sínar bæði á leikskólasvæði hverfisins og á lóð við Laugarnesskóla. Hann hafi verið í kvöldgöngunni sinni með hundinn sinn þegar hann hafi séð þó nokkra einstaklinga gera þarfir sínar í hverfinu. Árni kveðst að hafa séð fólk létta sinni blöðru alveg upp við mötuneytið í Lauganesskóla. „Mér finnst hryllilegt að sjá svoleiðis.“Árni Björn Hilmarsson, íbúi í Laugardalnum vill aukna hverfisgæslu.Árni Björn Hilmarsson„Partístand“ í bílum víðsvegar um hverfið Án þess að hann vilji fullyrða um of hefur Árni sínar grunsemdir um að ólöglegt athæfi hafi farið fram á lóðinni við Laugarnesskóla því hann hafi heyrt einstakling, sem var í símanum, segja „þetta er á Laugarnesskólalóðinni.“ Auk þessa segir Árni að það sé „partí“ í mörgum bílum sem staðsettir eru upp götuna í hverfinu og á starfsmannabílastæðum skólans. Hann segir að svæðið í námunda við Laugarnesskóla og leikskólann sé alveg týnt í eftirlitskerfi hátíðarinnar. „Íbúarnir eru að benda á að við erum eiginlega týnd í þessu kerfi.“ Þessu þurfi að bæta úr fyrir næsta ár.Ábyrgðin liggi hjá aðstandendum hátíðarinnar Árni Björn segir að einstaklingar sem séu úti að skemmta sér hugsi ekki alltaf rökrétt og að ábyrgðin liggi fremur hjá aðstandendum hátíðarinnar. „Það er spurning að setja upp salernisaðstöðu á þessa erfiðu punkta okkar sem við höfum upplifað eftir helgina,“ segir Árni sem hugsar í lausnum. Árni Björn er hugsi yfir líðan dýranna í húsdýragarðinum og veltir því fyrir sér hvort einhverjar ráðstafanir séu gerðar með þau í huga.Gagnrýnin er af hinu góða „Maður er ekki að reyna að búa til leiðinlega umræðu heldur erum við að reyna að bæta og gera betur. Ég er alveg spenntur fyrir þessari hátíð, það er gaman að sjá mannlífið og svona.“ Hann segir gagnrýni aðeins vera af hinu góða. Árni er þess fullviss að lögreglan geri sitt besta en telur nær að auka við hverfisgæslu og þá sérstaklega á skólalóðinni og leikskólasvæðinu.Segist ætla að auka gæslu Sveinn Rúnar Einarsson, aðstandandi hátíðarinnar, tekur vel í ábendingar íbúanna og segist bregðast við öllum ábendingum. Í samtali við Vísi segir Sveinn: „Hverfisgæsla er eitthvað sem við ætlum að bæta í. Við viljum gera það í samráði við íbúana. Við erum bara fögurra ára hátíð og við erum að læra.“ Hann segist þá einnig vilja koma á framfæri þökkum til íbúanna. "Við erum oft í rosalega góðum samskiptum við þá. Þetta er liður í því að bæta og við viljum alltaf bæta samskiptin.“
Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira