Framkvæmdir á flugbrautum höfðu áhrif á að vélum var lent á Egilsstöðum Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2017 21:45 Fyrri hluta sumars hafa farið í framkvæmdir á brautarmótum N/S og A/V-brautar og þegar þeim lýkur verður farið í framkvæmdir á A/V-brautinni. Þá verður N/S-brautin opin í fullri lengd. Vísir/Vilhelm Hluti af ástæðu þess nokkrum flugvélum á leið til Keflavíkur var beint til Egilsstaðaflugvallar og einni var flogið til Edinborgar í gærkvöldi er að framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum Keflavíkurflugvallar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að það hafi verið skýjahæðin sem var þess valdandi að ákvörðun var tekið að vélunum var ekki lent í Keflavík í gærkvöldi. Hins vegar standi nú yfir framkvæmdir á flugbrautum þar sem verið sé að lagfæra blindaðflugsbúnað. Hefði hann verið tengdur hefði mögulega verið hægt að lenda vélunum í gær. „Það eru framkvæmdir í gangi við brautarmótin – nyrðri enda N/S -brautarinnar og austasta enda A/V-brautarinnar. Þær snúa að þessum blindaðflugsbúnaði, svokölluðum ILS eða aðflugshallageisla sem er búnaður sem vélin tengir sig við og getur þá lent í minna skyggni. Þessi búnaður er ekki í gangi þar sem búið er að færa brautarendann innar á brautina á meðan á framkvæmdum stendur við þennan enda. Búnaðurinn ekki réttur, ef brautarendinn færist. Notast er við GPS-aðflug og þá lenda þeir ekki þegar skýjahæð er eins lág og hún var í gær,“ segir Guðni.En ef þessi búnaður hefði verið tengdur, þá hefðu þeir mögulega lent þarna í gær?„Þá hefðu þeir mögulega lent. Það fer auðvitað eftir flugfélögum og aðstæðum hverju sinni hvað þeir gera. En búnaðurinn býður upp á lendingu við mun lægri skýjahæð en var þarna í gær.“Ráðist í framkvæmdir á sumrin Guðni segir að ráðist sé í framkvæmdir sem þessar á sumrin þar sem skyggni sé best á þeim árstíma. Hann segir að framkvæmdum á N/S-braut muni ljúka á næstu dögum og verði hún þá opnuð aftur í fullri lengd. „Þetta eru framkvæmdir sem hófust síðasta sumar og verða í þetta sumar líka. Það er gert í samráði við flugfélögin, nákvæmlega hvert framkvæmdaplanið sé og hvaða takmarkanir eru á þjónustu á meðan. Það er samt mismunandi á framkvæmdatímanum hvernig þjónustan takmarkast.“ Hann segir að framkvæmdirnar hafi í raun haft muni minni áhrif ef fyrirfram var talið. Mat hafi verið gert á áhrifum framkvæmdanna þar sem fram kom að það gætu komið dagar þar sem vélar gætu ekki lent á Keflavíkurflugvelli yfir einhver ákveðin tímabil. „Þetta hefur verið minna en það mat gerði ráð fyrir. En svo hafa komið tímar, eins og í gær, þá var það í um klukkutíma þar sem skýjahæðin var of lág.“ Fyrri hluta sumars hafa farið í framkvæmdir á brautarmótum N/S og A/V-brautar og þegar þeim lýkur verður farið í framkvæmdir á A/V-brautinni. Þá verður N/S-brautin opin í fullri lengd. „Verið er að malbika brautirnar og skipta út rafmagninu, úr bandaríska kerfinu í það evrópska. Framkvæmdir sem þessar eru gerðar á um tuttugu ára fresti. Það er vandað mjög til malbiksframkvæmda á flugbrautum til að ekki þurfi að gera það jafnoft eins og til dæmis á Miklubrautinni,“ segir Guðni. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15 Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51 Vélum WOW á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum Vélar WOW gátu ekki lent í Keflavík vegna slæms skyggis. 17. júní 2017 23:47 Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Hluti af ástæðu þess nokkrum flugvélum á leið til Keflavíkur var beint til Egilsstaðaflugvallar og einni var flogið til Edinborgar í gærkvöldi er að framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum Keflavíkurflugvallar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að það hafi verið skýjahæðin sem var þess valdandi að ákvörðun var tekið að vélunum var ekki lent í Keflavík í gærkvöldi. Hins vegar standi nú yfir framkvæmdir á flugbrautum þar sem verið sé að lagfæra blindaðflugsbúnað. Hefði hann verið tengdur hefði mögulega verið hægt að lenda vélunum í gær. „Það eru framkvæmdir í gangi við brautarmótin – nyrðri enda N/S -brautarinnar og austasta enda A/V-brautarinnar. Þær snúa að þessum blindaðflugsbúnaði, svokölluðum ILS eða aðflugshallageisla sem er búnaður sem vélin tengir sig við og getur þá lent í minna skyggni. Þessi búnaður er ekki í gangi þar sem búið er að færa brautarendann innar á brautina á meðan á framkvæmdum stendur við þennan enda. Búnaðurinn ekki réttur, ef brautarendinn færist. Notast er við GPS-aðflug og þá lenda þeir ekki þegar skýjahæð er eins lág og hún var í gær,“ segir Guðni.En ef þessi búnaður hefði verið tengdur, þá hefðu þeir mögulega lent þarna í gær?„Þá hefðu þeir mögulega lent. Það fer auðvitað eftir flugfélögum og aðstæðum hverju sinni hvað þeir gera. En búnaðurinn býður upp á lendingu við mun lægri skýjahæð en var þarna í gær.“Ráðist í framkvæmdir á sumrin Guðni segir að ráðist sé í framkvæmdir sem þessar á sumrin þar sem skyggni sé best á þeim árstíma. Hann segir að framkvæmdum á N/S-braut muni ljúka á næstu dögum og verði hún þá opnuð aftur í fullri lengd. „Þetta eru framkvæmdir sem hófust síðasta sumar og verða í þetta sumar líka. Það er gert í samráði við flugfélögin, nákvæmlega hvert framkvæmdaplanið sé og hvaða takmarkanir eru á þjónustu á meðan. Það er samt mismunandi á framkvæmdatímanum hvernig þjónustan takmarkast.“ Hann segir að framkvæmdirnar hafi í raun haft muni minni áhrif ef fyrirfram var talið. Mat hafi verið gert á áhrifum framkvæmdanna þar sem fram kom að það gætu komið dagar þar sem vélar gætu ekki lent á Keflavíkurflugvelli yfir einhver ákveðin tímabil. „Þetta hefur verið minna en það mat gerði ráð fyrir. En svo hafa komið tímar, eins og í gær, þá var það í um klukkutíma þar sem skýjahæðin var of lág.“ Fyrri hluta sumars hafa farið í framkvæmdir á brautarmótum N/S og A/V-brautar og þegar þeim lýkur verður farið í framkvæmdir á A/V-brautinni. Þá verður N/S-brautin opin í fullri lengd. „Verið er að malbika brautirnar og skipta út rafmagninu, úr bandaríska kerfinu í það evrópska. Framkvæmdir sem þessar eru gerðar á um tuttugu ára fresti. Það er vandað mjög til malbiksframkvæmda á flugbrautum til að ekki þurfi að gera það jafnoft eins og til dæmis á Miklubrautinni,“ segir Guðni.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15 Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51 Vélum WOW á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum Vélar WOW gátu ekki lent í Keflavík vegna slæms skyggis. 17. júní 2017 23:47 Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15
Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51
Vélum WOW á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum Vélar WOW gátu ekki lent í Keflavík vegna slæms skyggis. 17. júní 2017 23:47