Hótuðu farþegunum með lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2017 17:15 Merki spænska flugfélagsins Vueling. Vísir/EPA Áhöfn flugvélar spænska flugfélagsins Vueling hótaði tveimur konum, annarri óléttri og hinni með ungbarn, með lögreglu þegar þær vildu fara úr vélinni í Edinborg í nótt, að sögn eins farþeganna. Vélin var að koma frá Barcelona en hafði verið snúið við frá Keflavík vegna skyggnis. Henni verður jafnvel flogið aftur til Barcelona. Eins og fram kom í frétt Vísis í morgun hætti flugstjóri vélarinnar við að lenda í Keflavík þegar skyggni spilltist þar í um klukkustund í kringum miðnætti. Hann sneri vélinni því við og flaug á varaflugvöll í Edinborg. Þar áttu farþegar ekki að fá að fara út heldur ætlaði flugstjórinn að fljúga vélinni aftur til Barcelona. Það var aðeins fyrir mótmæli farþega um borð sem þeim var hleypt út úr vélinni og inn á flugstöðina.Sjá einnig:Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Agnes Linnet, sem var að ferðast með nítján manna fjölskyldu, þar af sex börnum, segir að tveimur konum sem vildu komast úr vélinni hafi verið hótað með lögreglu. „Fólk sem reyndi að fara frá borði var hótað með lögreglu. Það var sagt í hátalarakerfinu að ef þú vildir fara frá borði yrði það í fylgd lögreglu vegna þess að við erum ekki innan Schengen [svæðisins]. Þetta voru annars vegar bandarísk kona með nýfætt barn og hins vegar ólétt kona,“ segir Agnes.Upplýsingagjöfin mjög slæm Annar farþegi vélarinnar, Elva Björk Ágústsdóttir, lýsti upplausnarástandi á flugvellinum í Edinborg í viðtali við Vísi í morgun. Eftir að í flugstöðina var komið hafi hún og fjöldi annarra farþega ekki vitað hvar áhöfn vélarinnar væri eða hvort vélin sjálf væri farin. Hennar fjölskylda keypti því miða með Wow air til Íslands í hádeginu. Agnes segir lýsingu Elvu Bjarkar geta vel staðist þar sem upplýsingagjöf flugfélagsins hafi verið mjög slæm. Hún viti að margir hafi keypt sér flug með Wow air frá Edinborg og aðrir með Icelandair frá Glasgow. Hennar fjölskylda hafi ekki treyst sér til þess. Þegar farþegarnir hafi komið úr vélinni hafi þeim verið sagt að þeir fengju upplýsingar klukkustund síðar. Að þeim tíma liðnu kom starfsmaður og reynt var að útvega hótelgistingu fyrir farþega og hafa samband við Vueling um vélina. Hún segist hafa reynt ásamt öðrum farþegum að ræða við flugstjóra vélarinnar en hann hafi á endanum skellt hurðinni framan í þau. Þau hafi þurft að treysta á spænskumælandi farþega þar sem upplýsingarnar á spænsku hafi verið betri. „Þannig að það getur vel verið að farþegarnir hafi ekki vitað að flugvélin myndi fara aftur. Við treystum í rauninni bara á réttinn að þeim ber skylda til að koma okkur á áfangastað,“ segir Agnes.Vita enn ekki hvernig þau komast heim Farþegarnir hafa fengið misvísandi upplýsingar um heimförina. Agnes segir að þeim hafi ýmist verið sagt að þeir fljúgi heim kl. 18:20, að þeir fljúgi aftur til Barcelona áður en þeir komist heim til Íslands og að þeir fljúgi kl. 20:20. „Við vitum að það á að sækja okkur á hótelið kl. 17:30. Það er bókstaflega að fara upp á flugvöll og vona það besta. Við erum að ferðast með sex börn þannig að það er enginn sem vill fara til Barcelona,“ segir Agnes. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Áhöfn flugvélar spænska flugfélagsins Vueling hótaði tveimur konum, annarri óléttri og hinni með ungbarn, með lögreglu þegar þær vildu fara úr vélinni í Edinborg í nótt, að sögn eins farþeganna. Vélin var að koma frá Barcelona en hafði verið snúið við frá Keflavík vegna skyggnis. Henni verður jafnvel flogið aftur til Barcelona. Eins og fram kom í frétt Vísis í morgun hætti flugstjóri vélarinnar við að lenda í Keflavík þegar skyggni spilltist þar í um klukkustund í kringum miðnætti. Hann sneri vélinni því við og flaug á varaflugvöll í Edinborg. Þar áttu farþegar ekki að fá að fara út heldur ætlaði flugstjórinn að fljúga vélinni aftur til Barcelona. Það var aðeins fyrir mótmæli farþega um borð sem þeim var hleypt út úr vélinni og inn á flugstöðina.Sjá einnig:Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Agnes Linnet, sem var að ferðast með nítján manna fjölskyldu, þar af sex börnum, segir að tveimur konum sem vildu komast úr vélinni hafi verið hótað með lögreglu. „Fólk sem reyndi að fara frá borði var hótað með lögreglu. Það var sagt í hátalarakerfinu að ef þú vildir fara frá borði yrði það í fylgd lögreglu vegna þess að við erum ekki innan Schengen [svæðisins]. Þetta voru annars vegar bandarísk kona með nýfætt barn og hins vegar ólétt kona,“ segir Agnes.Upplýsingagjöfin mjög slæm Annar farþegi vélarinnar, Elva Björk Ágústsdóttir, lýsti upplausnarástandi á flugvellinum í Edinborg í viðtali við Vísi í morgun. Eftir að í flugstöðina var komið hafi hún og fjöldi annarra farþega ekki vitað hvar áhöfn vélarinnar væri eða hvort vélin sjálf væri farin. Hennar fjölskylda keypti því miða með Wow air til Íslands í hádeginu. Agnes segir lýsingu Elvu Bjarkar geta vel staðist þar sem upplýsingagjöf flugfélagsins hafi verið mjög slæm. Hún viti að margir hafi keypt sér flug með Wow air frá Edinborg og aðrir með Icelandair frá Glasgow. Hennar fjölskylda hafi ekki treyst sér til þess. Þegar farþegarnir hafi komið úr vélinni hafi þeim verið sagt að þeir fengju upplýsingar klukkustund síðar. Að þeim tíma liðnu kom starfsmaður og reynt var að útvega hótelgistingu fyrir farþega og hafa samband við Vueling um vélina. Hún segist hafa reynt ásamt öðrum farþegum að ræða við flugstjóra vélarinnar en hann hafi á endanum skellt hurðinni framan í þau. Þau hafi þurft að treysta á spænskumælandi farþega þar sem upplýsingarnar á spænsku hafi verið betri. „Þannig að það getur vel verið að farþegarnir hafi ekki vitað að flugvélin myndi fara aftur. Við treystum í rauninni bara á réttinn að þeim ber skylda til að koma okkur á áfangastað,“ segir Agnes.Vita enn ekki hvernig þau komast heim Farþegarnir hafa fengið misvísandi upplýsingar um heimförina. Agnes segir að þeim hafi ýmist verið sagt að þeir fljúgi heim kl. 18:20, að þeir fljúgi aftur til Barcelona áður en þeir komist heim til Íslands og að þeir fljúgi kl. 20:20. „Við vitum að það á að sækja okkur á hótelið kl. 17:30. Það er bókstaflega að fara upp á flugvöll og vona það besta. Við erum að ferðast með sex börn þannig að það er enginn sem vill fara til Barcelona,“ segir Agnes.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels