Hótuðu farþegunum með lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2017 17:15 Merki spænska flugfélagsins Vueling. Vísir/EPA Áhöfn flugvélar spænska flugfélagsins Vueling hótaði tveimur konum, annarri óléttri og hinni með ungbarn, með lögreglu þegar þær vildu fara úr vélinni í Edinborg í nótt, að sögn eins farþeganna. Vélin var að koma frá Barcelona en hafði verið snúið við frá Keflavík vegna skyggnis. Henni verður jafnvel flogið aftur til Barcelona. Eins og fram kom í frétt Vísis í morgun hætti flugstjóri vélarinnar við að lenda í Keflavík þegar skyggni spilltist þar í um klukkustund í kringum miðnætti. Hann sneri vélinni því við og flaug á varaflugvöll í Edinborg. Þar áttu farþegar ekki að fá að fara út heldur ætlaði flugstjórinn að fljúga vélinni aftur til Barcelona. Það var aðeins fyrir mótmæli farþega um borð sem þeim var hleypt út úr vélinni og inn á flugstöðina.Sjá einnig:Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Agnes Linnet, sem var að ferðast með nítján manna fjölskyldu, þar af sex börnum, segir að tveimur konum sem vildu komast úr vélinni hafi verið hótað með lögreglu. „Fólk sem reyndi að fara frá borði var hótað með lögreglu. Það var sagt í hátalarakerfinu að ef þú vildir fara frá borði yrði það í fylgd lögreglu vegna þess að við erum ekki innan Schengen [svæðisins]. Þetta voru annars vegar bandarísk kona með nýfætt barn og hins vegar ólétt kona,“ segir Agnes.Upplýsingagjöfin mjög slæm Annar farþegi vélarinnar, Elva Björk Ágústsdóttir, lýsti upplausnarástandi á flugvellinum í Edinborg í viðtali við Vísi í morgun. Eftir að í flugstöðina var komið hafi hún og fjöldi annarra farþega ekki vitað hvar áhöfn vélarinnar væri eða hvort vélin sjálf væri farin. Hennar fjölskylda keypti því miða með Wow air til Íslands í hádeginu. Agnes segir lýsingu Elvu Bjarkar geta vel staðist þar sem upplýsingagjöf flugfélagsins hafi verið mjög slæm. Hún viti að margir hafi keypt sér flug með Wow air frá Edinborg og aðrir með Icelandair frá Glasgow. Hennar fjölskylda hafi ekki treyst sér til þess. Þegar farþegarnir hafi komið úr vélinni hafi þeim verið sagt að þeir fengju upplýsingar klukkustund síðar. Að þeim tíma liðnu kom starfsmaður og reynt var að útvega hótelgistingu fyrir farþega og hafa samband við Vueling um vélina. Hún segist hafa reynt ásamt öðrum farþegum að ræða við flugstjóra vélarinnar en hann hafi á endanum skellt hurðinni framan í þau. Þau hafi þurft að treysta á spænskumælandi farþega þar sem upplýsingarnar á spænsku hafi verið betri. „Þannig að það getur vel verið að farþegarnir hafi ekki vitað að flugvélin myndi fara aftur. Við treystum í rauninni bara á réttinn að þeim ber skylda til að koma okkur á áfangastað,“ segir Agnes.Vita enn ekki hvernig þau komast heim Farþegarnir hafa fengið misvísandi upplýsingar um heimförina. Agnes segir að þeim hafi ýmist verið sagt að þeir fljúgi heim kl. 18:20, að þeir fljúgi aftur til Barcelona áður en þeir komist heim til Íslands og að þeir fljúgi kl. 20:20. „Við vitum að það á að sækja okkur á hótelið kl. 17:30. Það er bókstaflega að fara upp á flugvöll og vona það besta. Við erum að ferðast með sex börn þannig að það er enginn sem vill fara til Barcelona,“ segir Agnes. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Áhöfn flugvélar spænska flugfélagsins Vueling hótaði tveimur konum, annarri óléttri og hinni með ungbarn, með lögreglu þegar þær vildu fara úr vélinni í Edinborg í nótt, að sögn eins farþeganna. Vélin var að koma frá Barcelona en hafði verið snúið við frá Keflavík vegna skyggnis. Henni verður jafnvel flogið aftur til Barcelona. Eins og fram kom í frétt Vísis í morgun hætti flugstjóri vélarinnar við að lenda í Keflavík þegar skyggni spilltist þar í um klukkustund í kringum miðnætti. Hann sneri vélinni því við og flaug á varaflugvöll í Edinborg. Þar áttu farþegar ekki að fá að fara út heldur ætlaði flugstjórinn að fljúga vélinni aftur til Barcelona. Það var aðeins fyrir mótmæli farþega um borð sem þeim var hleypt út úr vélinni og inn á flugstöðina.Sjá einnig:Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Agnes Linnet, sem var að ferðast með nítján manna fjölskyldu, þar af sex börnum, segir að tveimur konum sem vildu komast úr vélinni hafi verið hótað með lögreglu. „Fólk sem reyndi að fara frá borði var hótað með lögreglu. Það var sagt í hátalarakerfinu að ef þú vildir fara frá borði yrði það í fylgd lögreglu vegna þess að við erum ekki innan Schengen [svæðisins]. Þetta voru annars vegar bandarísk kona með nýfætt barn og hins vegar ólétt kona,“ segir Agnes.Upplýsingagjöfin mjög slæm Annar farþegi vélarinnar, Elva Björk Ágústsdóttir, lýsti upplausnarástandi á flugvellinum í Edinborg í viðtali við Vísi í morgun. Eftir að í flugstöðina var komið hafi hún og fjöldi annarra farþega ekki vitað hvar áhöfn vélarinnar væri eða hvort vélin sjálf væri farin. Hennar fjölskylda keypti því miða með Wow air til Íslands í hádeginu. Agnes segir lýsingu Elvu Bjarkar geta vel staðist þar sem upplýsingagjöf flugfélagsins hafi verið mjög slæm. Hún viti að margir hafi keypt sér flug með Wow air frá Edinborg og aðrir með Icelandair frá Glasgow. Hennar fjölskylda hafi ekki treyst sér til þess. Þegar farþegarnir hafi komið úr vélinni hafi þeim verið sagt að þeir fengju upplýsingar klukkustund síðar. Að þeim tíma liðnu kom starfsmaður og reynt var að útvega hótelgistingu fyrir farþega og hafa samband við Vueling um vélina. Hún segist hafa reynt ásamt öðrum farþegum að ræða við flugstjóra vélarinnar en hann hafi á endanum skellt hurðinni framan í þau. Þau hafi þurft að treysta á spænskumælandi farþega þar sem upplýsingarnar á spænsku hafi verið betri. „Þannig að það getur vel verið að farþegarnir hafi ekki vitað að flugvélin myndi fara aftur. Við treystum í rauninni bara á réttinn að þeim ber skylda til að koma okkur á áfangastað,“ segir Agnes.Vita enn ekki hvernig þau komast heim Farþegarnir hafa fengið misvísandi upplýsingar um heimförina. Agnes segir að þeim hafi ýmist verið sagt að þeir fljúgi heim kl. 18:20, að þeir fljúgi aftur til Barcelona áður en þeir komist heim til Íslands og að þeir fljúgi kl. 20:20. „Við vitum að það á að sækja okkur á hótelið kl. 17:30. Það er bókstaflega að fara upp á flugvöll og vona það besta. Við erum að ferðast með sex börn þannig að það er enginn sem vill fara til Barcelona,“ segir Agnes.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira