Hótuðu farþegunum með lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2017 17:15 Merki spænska flugfélagsins Vueling. Vísir/EPA Áhöfn flugvélar spænska flugfélagsins Vueling hótaði tveimur konum, annarri óléttri og hinni með ungbarn, með lögreglu þegar þær vildu fara úr vélinni í Edinborg í nótt, að sögn eins farþeganna. Vélin var að koma frá Barcelona en hafði verið snúið við frá Keflavík vegna skyggnis. Henni verður jafnvel flogið aftur til Barcelona. Eins og fram kom í frétt Vísis í morgun hætti flugstjóri vélarinnar við að lenda í Keflavík þegar skyggni spilltist þar í um klukkustund í kringum miðnætti. Hann sneri vélinni því við og flaug á varaflugvöll í Edinborg. Þar áttu farþegar ekki að fá að fara út heldur ætlaði flugstjórinn að fljúga vélinni aftur til Barcelona. Það var aðeins fyrir mótmæli farþega um borð sem þeim var hleypt út úr vélinni og inn á flugstöðina.Sjá einnig:Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Agnes Linnet, sem var að ferðast með nítján manna fjölskyldu, þar af sex börnum, segir að tveimur konum sem vildu komast úr vélinni hafi verið hótað með lögreglu. „Fólk sem reyndi að fara frá borði var hótað með lögreglu. Það var sagt í hátalarakerfinu að ef þú vildir fara frá borði yrði það í fylgd lögreglu vegna þess að við erum ekki innan Schengen [svæðisins]. Þetta voru annars vegar bandarísk kona með nýfætt barn og hins vegar ólétt kona,“ segir Agnes.Upplýsingagjöfin mjög slæm Annar farþegi vélarinnar, Elva Björk Ágústsdóttir, lýsti upplausnarástandi á flugvellinum í Edinborg í viðtali við Vísi í morgun. Eftir að í flugstöðina var komið hafi hún og fjöldi annarra farþega ekki vitað hvar áhöfn vélarinnar væri eða hvort vélin sjálf væri farin. Hennar fjölskylda keypti því miða með Wow air til Íslands í hádeginu. Agnes segir lýsingu Elvu Bjarkar geta vel staðist þar sem upplýsingagjöf flugfélagsins hafi verið mjög slæm. Hún viti að margir hafi keypt sér flug með Wow air frá Edinborg og aðrir með Icelandair frá Glasgow. Hennar fjölskylda hafi ekki treyst sér til þess. Þegar farþegarnir hafi komið úr vélinni hafi þeim verið sagt að þeir fengju upplýsingar klukkustund síðar. Að þeim tíma liðnu kom starfsmaður og reynt var að útvega hótelgistingu fyrir farþega og hafa samband við Vueling um vélina. Hún segist hafa reynt ásamt öðrum farþegum að ræða við flugstjóra vélarinnar en hann hafi á endanum skellt hurðinni framan í þau. Þau hafi þurft að treysta á spænskumælandi farþega þar sem upplýsingarnar á spænsku hafi verið betri. „Þannig að það getur vel verið að farþegarnir hafi ekki vitað að flugvélin myndi fara aftur. Við treystum í rauninni bara á réttinn að þeim ber skylda til að koma okkur á áfangastað,“ segir Agnes.Vita enn ekki hvernig þau komast heim Farþegarnir hafa fengið misvísandi upplýsingar um heimförina. Agnes segir að þeim hafi ýmist verið sagt að þeir fljúgi heim kl. 18:20, að þeir fljúgi aftur til Barcelona áður en þeir komist heim til Íslands og að þeir fljúgi kl. 20:20. „Við vitum að það á að sækja okkur á hótelið kl. 17:30. Það er bókstaflega að fara upp á flugvöll og vona það besta. Við erum að ferðast með sex börn þannig að það er enginn sem vill fara til Barcelona,“ segir Agnes. Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Áhöfn flugvélar spænska flugfélagsins Vueling hótaði tveimur konum, annarri óléttri og hinni með ungbarn, með lögreglu þegar þær vildu fara úr vélinni í Edinborg í nótt, að sögn eins farþeganna. Vélin var að koma frá Barcelona en hafði verið snúið við frá Keflavík vegna skyggnis. Henni verður jafnvel flogið aftur til Barcelona. Eins og fram kom í frétt Vísis í morgun hætti flugstjóri vélarinnar við að lenda í Keflavík þegar skyggni spilltist þar í um klukkustund í kringum miðnætti. Hann sneri vélinni því við og flaug á varaflugvöll í Edinborg. Þar áttu farþegar ekki að fá að fara út heldur ætlaði flugstjórinn að fljúga vélinni aftur til Barcelona. Það var aðeins fyrir mótmæli farþega um borð sem þeim var hleypt út úr vélinni og inn á flugstöðina.Sjá einnig:Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Agnes Linnet, sem var að ferðast með nítján manna fjölskyldu, þar af sex börnum, segir að tveimur konum sem vildu komast úr vélinni hafi verið hótað með lögreglu. „Fólk sem reyndi að fara frá borði var hótað með lögreglu. Það var sagt í hátalarakerfinu að ef þú vildir fara frá borði yrði það í fylgd lögreglu vegna þess að við erum ekki innan Schengen [svæðisins]. Þetta voru annars vegar bandarísk kona með nýfætt barn og hins vegar ólétt kona,“ segir Agnes.Upplýsingagjöfin mjög slæm Annar farþegi vélarinnar, Elva Björk Ágústsdóttir, lýsti upplausnarástandi á flugvellinum í Edinborg í viðtali við Vísi í morgun. Eftir að í flugstöðina var komið hafi hún og fjöldi annarra farþega ekki vitað hvar áhöfn vélarinnar væri eða hvort vélin sjálf væri farin. Hennar fjölskylda keypti því miða með Wow air til Íslands í hádeginu. Agnes segir lýsingu Elvu Bjarkar geta vel staðist þar sem upplýsingagjöf flugfélagsins hafi verið mjög slæm. Hún viti að margir hafi keypt sér flug með Wow air frá Edinborg og aðrir með Icelandair frá Glasgow. Hennar fjölskylda hafi ekki treyst sér til þess. Þegar farþegarnir hafi komið úr vélinni hafi þeim verið sagt að þeir fengju upplýsingar klukkustund síðar. Að þeim tíma liðnu kom starfsmaður og reynt var að útvega hótelgistingu fyrir farþega og hafa samband við Vueling um vélina. Hún segist hafa reynt ásamt öðrum farþegum að ræða við flugstjóra vélarinnar en hann hafi á endanum skellt hurðinni framan í þau. Þau hafi þurft að treysta á spænskumælandi farþega þar sem upplýsingarnar á spænsku hafi verið betri. „Þannig að það getur vel verið að farþegarnir hafi ekki vitað að flugvélin myndi fara aftur. Við treystum í rauninni bara á réttinn að þeim ber skylda til að koma okkur á áfangastað,“ segir Agnes.Vita enn ekki hvernig þau komast heim Farþegarnir hafa fengið misvísandi upplýsingar um heimförina. Agnes segir að þeim hafi ýmist verið sagt að þeir fljúgi heim kl. 18:20, að þeir fljúgi aftur til Barcelona áður en þeir komist heim til Íslands og að þeir fljúgi kl. 20:20. „Við vitum að það á að sækja okkur á hótelið kl. 17:30. Það er bókstaflega að fara upp á flugvöll og vona það besta. Við erum að ferðast með sex börn þannig að það er enginn sem vill fara til Barcelona,“ segir Agnes.
Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira