Arkitekt segir skoðanir sínar virtar að vettugi Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Arkitektar sem hönnuðu Hörpu telja að verslunarrekstur þurfi að falla vel að upprunalegum hugmyndum um útlit Hörpunnar. vísir/Ernir „Þegar húsið var hannað og sérstaklega þegar við vorum að vinna þetta í einkaframkvæmd fyrir hrun þá var húsið stækkað til þess að geta tekið alls konar viðburði og svona hluti inn í húsið til að hafa meiri breidd og auka rekstrarhæfni hússins. Það var gert,“ segir Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að þeir sem sinna listsköpun í Hörpu eru ósáttir við sambýlið við þær gjafavöruverslanir sem þar starfa. Sigurður segir að einn aðili hafi ekki virt skoðanir arkitekta, sem hann hafi ítrekað látið í ljós. Þar vísar hann í verslunina Upplifun. „Það sem við vildum var að þessi starfsemi myndi falla svolítið inn í húsið,“ segir Sigurður. „Þetta hús hefur fengið alþjóðleg verðlaun sem eru einstök á heimsvísu,“ bætir hann við. Hann segir það skipta miklu máli að menn hugi að því hvað þeir selja í versluninni og umgjörðin í kringum verslunina skipti líka máli. „Ég nefni sem dæmi hraðbankann við hliðina á Smurstöðinni. Hann er gerður eins lítill og hægt er. Hann er settur í svartan kassa og við eyðum sérstökum tíma í að hanna þetta svo hlutirnir falli að byggingunni,“ segir Sigurður. „Ég veit að þetta hefur verið rætt mikið í Hörpu en ég þekki ekki framhaldið,“ segir Sigurður Einarsson, spurður út í viðbrögð stjórnenda og starfsmanna Hörpu við athugasemdum sínum. Halldór Guðmundsson lét af starfi forstjóra Hörpu hinn 1. mars síðastliðinn en nýr forstjóri, Svanhildur Konráðsdóttir, tekur ekki við fyrr en eftir helgi. „Það er gott ef fólk hefur skoðanir og fólk getur haft skoðanir á vöruúrvali og öðru,“ segir Svanhildur þegar hún er innt eftir viðbrögðum sínum við óánægjunni í húsinu. Hún ítrekar mikilvægi þess að fagmennska ríki í öllu sem snerti húsið. Fréttablaðið hafði samband við einn eiganda Upplifunar í gær og hafði hann lítið um gagnrýnina að segja. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði Vilhjálmur Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
„Þegar húsið var hannað og sérstaklega þegar við vorum að vinna þetta í einkaframkvæmd fyrir hrun þá var húsið stækkað til þess að geta tekið alls konar viðburði og svona hluti inn í húsið til að hafa meiri breidd og auka rekstrarhæfni hússins. Það var gert,“ segir Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að þeir sem sinna listsköpun í Hörpu eru ósáttir við sambýlið við þær gjafavöruverslanir sem þar starfa. Sigurður segir að einn aðili hafi ekki virt skoðanir arkitekta, sem hann hafi ítrekað látið í ljós. Þar vísar hann í verslunina Upplifun. „Það sem við vildum var að þessi starfsemi myndi falla svolítið inn í húsið,“ segir Sigurður. „Þetta hús hefur fengið alþjóðleg verðlaun sem eru einstök á heimsvísu,“ bætir hann við. Hann segir það skipta miklu máli að menn hugi að því hvað þeir selja í versluninni og umgjörðin í kringum verslunina skipti líka máli. „Ég nefni sem dæmi hraðbankann við hliðina á Smurstöðinni. Hann er gerður eins lítill og hægt er. Hann er settur í svartan kassa og við eyðum sérstökum tíma í að hanna þetta svo hlutirnir falli að byggingunni,“ segir Sigurður. „Ég veit að þetta hefur verið rætt mikið í Hörpu en ég þekki ekki framhaldið,“ segir Sigurður Einarsson, spurður út í viðbrögð stjórnenda og starfsmanna Hörpu við athugasemdum sínum. Halldór Guðmundsson lét af starfi forstjóra Hörpu hinn 1. mars síðastliðinn en nýr forstjóri, Svanhildur Konráðsdóttir, tekur ekki við fyrr en eftir helgi. „Það er gott ef fólk hefur skoðanir og fólk getur haft skoðanir á vöruúrvali og öðru,“ segir Svanhildur þegar hún er innt eftir viðbrögðum sínum við óánægjunni í húsinu. Hún ítrekar mikilvægi þess að fagmennska ríki í öllu sem snerti húsið. Fréttablaðið hafði samband við einn eiganda Upplifunar í gær og hafði hann lítið um gagnrýnina að segja. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði Vilhjálmur Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00