Yfir 200 tilkynningar til netöryggissveitarinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Fyrirtækjum er ekki skylt að tilkynna netöryggisveit um atvik sem varða netöryggi. Vísir/Getty CERT-ÍS netöryggissveitinni bárust alls 208 tilkynningar sem varða netöryggi á árinu 2016. Þetta kemur fram í nýrri árskýrslu. Innlendar tilkynningar voru 35 en 173 tilkynningar frá útlöndum. Innlendu tölurnar segja þó ekki alla söguna enda hafa íslensk fyrirtæki ekki tilkynningaskyldu gagnvart sveitinni og er það töluverður akkillesarhæll, segir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður CERT-ÍS. Unnið er að gerð þjónustusamninga við þá geira sem starfa á sviðum mikilvægra innviða samfélagsins. Ákveðið var að fara þessa leið eftir að fallið var frá áformum um að færa CERT-ÍS til Ríkislögreglustjóra, þegar ljóst varð að ekki var unnt að fjármagna starfsemina með skattheimtu hjá helstu geirum. „Við höfum þegar kynnt drög að samningum fyrir aðilum fjármálageirans, orkugeirans og stjórnsýslunnar. Við erum komin vel á veg með samninga við orkugeirann. Svo tökum við þetta bara skref fyrir skref,“ segir Þorleifur. Þjónustusamningarnir yrðu þá grundvöllur fyrir fjármögnun sveitarinnar en þeir eru einnig forsenda þess að sveitin fái nauðsynlega yfirsýn og svokallaða ástandsvitund um internetið. Forsenda ástandsvitundar er að sveitin fái tilkynningar um þau atvik sem upp koma. „Ef árás er til dæmis gerð á orkugeirann, er ekki ólíklegt að sambærileg árás sé í bígerð gagnvart öðrum geirum. Tilkynning til okkar er mikilvæg til þess að við getum greint atvikið og aðvarað aðra geira,“ segir Þorleifur: „Í dag hafa fyrirtæki hvorki skyldu til að tilkynna þessi atvik til okkar né heldur verða við tilmælum sveitarinnar að öðru leyti.“ Aðspurður segir Þorleifur að tilkynningar frá einstaklingum varði yfirleitt ólöglegt athæfi eins og fjárkúgun, miðlun höfundarvarins efnis og sölu fíkniefna. Tilkynna beri öll slík atvik til lögreglu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
CERT-ÍS netöryggissveitinni bárust alls 208 tilkynningar sem varða netöryggi á árinu 2016. Þetta kemur fram í nýrri árskýrslu. Innlendar tilkynningar voru 35 en 173 tilkynningar frá útlöndum. Innlendu tölurnar segja þó ekki alla söguna enda hafa íslensk fyrirtæki ekki tilkynningaskyldu gagnvart sveitinni og er það töluverður akkillesarhæll, segir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður CERT-ÍS. Unnið er að gerð þjónustusamninga við þá geira sem starfa á sviðum mikilvægra innviða samfélagsins. Ákveðið var að fara þessa leið eftir að fallið var frá áformum um að færa CERT-ÍS til Ríkislögreglustjóra, þegar ljóst varð að ekki var unnt að fjármagna starfsemina með skattheimtu hjá helstu geirum. „Við höfum þegar kynnt drög að samningum fyrir aðilum fjármálageirans, orkugeirans og stjórnsýslunnar. Við erum komin vel á veg með samninga við orkugeirann. Svo tökum við þetta bara skref fyrir skref,“ segir Þorleifur. Þjónustusamningarnir yrðu þá grundvöllur fyrir fjármögnun sveitarinnar en þeir eru einnig forsenda þess að sveitin fái nauðsynlega yfirsýn og svokallaða ástandsvitund um internetið. Forsenda ástandsvitundar er að sveitin fái tilkynningar um þau atvik sem upp koma. „Ef árás er til dæmis gerð á orkugeirann, er ekki ólíklegt að sambærileg árás sé í bígerð gagnvart öðrum geirum. Tilkynning til okkar er mikilvæg til þess að við getum greint atvikið og aðvarað aðra geira,“ segir Þorleifur: „Í dag hafa fyrirtæki hvorki skyldu til að tilkynna þessi atvik til okkar né heldur verða við tilmælum sveitarinnar að öðru leyti.“ Aðspurður segir Þorleifur að tilkynningar frá einstaklingum varði yfirleitt ólöglegt athæfi eins og fjárkúgun, miðlun höfundarvarins efnis og sölu fíkniefna. Tilkynna beri öll slík atvik til lögreglu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira