Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 14:15 AHA og drónatæknifyrirtækið Flytrex tilkynntu í dag formlega opnun á sendingaþjónustu með drónum á höfuðborgarsvæðinu, en þjónustan er sögð fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Í fréttatilkynningu um þessa nýjung kemur fram að kerfinu sé ætlað í framtíðinni að auka skilvirkni í sendingaþjónustu, stytta sendingatímann og draga úr orkunotkun. „Við erum lengi búin að fylgjast vel með tækni fyrir sendingar og skoða nýjungar um allan heim. Þessi lausn hefur forskot á sínu sviði með skjótri, afkastamikilli og viðskiptalega raunhæfri lausn. Við vonumst til að samstarf okkar við Flytrex nái ekki bara yfir Ísland heldur einnig yfir lausnir okkar fyrir verslunarmiðstöðvar erlendis,“ segir Maron Kristófersson annar stofnandi og eigandi AHA. AHA hefur nú fengið leyfi frá Samgöngustofu til þess að hefja flug með drónum eftir einni flugleið í höfuðborginni. Drónarnir munu lenda í Skemmtigarðinum í Grafarvogi og býðst fólki að velja sækja mat og vörur þangað. AHA notar þetta einnig til þess að auðvelda hluta af sínu heimsendingarferli, bílstjórar AHA munu sækja einhverjar sendingar í Skemmtigarðinn og keyra þær áfram heim að dyrum hjá fólki.Mikilvægt að kynna tæknina „Markmiðið er að nota þessa flugleið til þess að kynna tæknina fyrir almenningi og leyfa fólki að panta og sækja þangað. Það er svo mikilvægt að fólk skilji öryggishliðina á tækninni áður en við förum að fljúga lengra,“ sagði Maron í samtali við Vísi. Starfsmaður tekur á móti drónunum í Skemmtigarðinum og útskýrir drónana fyrir fólki þegar það sækir vöruna eða matinn sem það pantaði. „Það er líka mikið atriði í þessu að búa til flugreynslu þannig að ef að við náum að fljúga nokkur þúsund flug áður en við förum að fljúga nær heimilum fólks þá líður okkur og öllum öðrum mun betur með ferlið. Þetta er allt háð því að við fáum leyfi fyrir slíku flugi í framtíðinni, það er lykilatriðið að byrja.“Maron Kristófersson og Helgi Már Þórðarson eigendur AHAJóhann K. JóhannssonEins og áður sagði geta viðskiptavinir valið að sækja sendinguna í Skemmtigarðinn. „Fyrsta skrefið er að kynna tæknina fyrir fólki. Ég held að fólk myndi frekar vilja sjá drónann lenda í skemmtigarðinum í Grafarvogi áður en það sér hann lenda í garðinum heima,“ útskýrir Maron.Léttir á samgöngum „Drónarnir koma til með að létta á samgöngum og gera þannig vegakerfið okkar öruggara. Svo má auðvitað líka horfa til þess að borgarbúar fá betri og hraðari heimsendingaþjónustu og það getur ekki verið neitt nema gott mál,“ segir Þórólfur Árnason forstjóri samgöngustofu um drónasendingarnar. „Drónatæknin er sífellt að þróast og komast á enn meira flug og nú er Ísland að taka forskot á þessu sviði,“ segir Yariv Bash, forstjóri og meðstofnandi Flytrex. Hann vonar að fyrirtækið geti í framtíðinni gert heimsendingarþjónustu með drónum að veruleika í Reykjavík og um allan heim. Sendingarkerfið stýrir flugi drónans á milli tveggja svæða sem skilin eru að af Elliðaárvogi. Eftir ákveðinn reynslutíma og prófanir stefna AHA og Flytrex að því að senda vörur og veitingar með drónum eftir fleiri flugleiðum og að lokum beint í garðinn hjá neytendum. Fyrst þarf sú þjónusta að fara í umsóknarferli hjá Samgöngustofu. Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira
AHA og drónatæknifyrirtækið Flytrex tilkynntu í dag formlega opnun á sendingaþjónustu með drónum á höfuðborgarsvæðinu, en þjónustan er sögð fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Í fréttatilkynningu um þessa nýjung kemur fram að kerfinu sé ætlað í framtíðinni að auka skilvirkni í sendingaþjónustu, stytta sendingatímann og draga úr orkunotkun. „Við erum lengi búin að fylgjast vel með tækni fyrir sendingar og skoða nýjungar um allan heim. Þessi lausn hefur forskot á sínu sviði með skjótri, afkastamikilli og viðskiptalega raunhæfri lausn. Við vonumst til að samstarf okkar við Flytrex nái ekki bara yfir Ísland heldur einnig yfir lausnir okkar fyrir verslunarmiðstöðvar erlendis,“ segir Maron Kristófersson annar stofnandi og eigandi AHA. AHA hefur nú fengið leyfi frá Samgöngustofu til þess að hefja flug með drónum eftir einni flugleið í höfuðborginni. Drónarnir munu lenda í Skemmtigarðinum í Grafarvogi og býðst fólki að velja sækja mat og vörur þangað. AHA notar þetta einnig til þess að auðvelda hluta af sínu heimsendingarferli, bílstjórar AHA munu sækja einhverjar sendingar í Skemmtigarðinn og keyra þær áfram heim að dyrum hjá fólki.Mikilvægt að kynna tæknina „Markmiðið er að nota þessa flugleið til þess að kynna tæknina fyrir almenningi og leyfa fólki að panta og sækja þangað. Það er svo mikilvægt að fólk skilji öryggishliðina á tækninni áður en við förum að fljúga lengra,“ sagði Maron í samtali við Vísi. Starfsmaður tekur á móti drónunum í Skemmtigarðinum og útskýrir drónana fyrir fólki þegar það sækir vöruna eða matinn sem það pantaði. „Það er líka mikið atriði í þessu að búa til flugreynslu þannig að ef að við náum að fljúga nokkur þúsund flug áður en við förum að fljúga nær heimilum fólks þá líður okkur og öllum öðrum mun betur með ferlið. Þetta er allt háð því að við fáum leyfi fyrir slíku flugi í framtíðinni, það er lykilatriðið að byrja.“Maron Kristófersson og Helgi Már Þórðarson eigendur AHAJóhann K. JóhannssonEins og áður sagði geta viðskiptavinir valið að sækja sendinguna í Skemmtigarðinn. „Fyrsta skrefið er að kynna tæknina fyrir fólki. Ég held að fólk myndi frekar vilja sjá drónann lenda í skemmtigarðinum í Grafarvogi áður en það sér hann lenda í garðinum heima,“ útskýrir Maron.Léttir á samgöngum „Drónarnir koma til með að létta á samgöngum og gera þannig vegakerfið okkar öruggara. Svo má auðvitað líka horfa til þess að borgarbúar fá betri og hraðari heimsendingaþjónustu og það getur ekki verið neitt nema gott mál,“ segir Þórólfur Árnason forstjóri samgöngustofu um drónasendingarnar. „Drónatæknin er sífellt að þróast og komast á enn meira flug og nú er Ísland að taka forskot á þessu sviði,“ segir Yariv Bash, forstjóri og meðstofnandi Flytrex. Hann vonar að fyrirtækið geti í framtíðinni gert heimsendingarþjónustu með drónum að veruleika í Reykjavík og um allan heim. Sendingarkerfið stýrir flugi drónans á milli tveggja svæða sem skilin eru að af Elliðaárvogi. Eftir ákveðinn reynslutíma og prófanir stefna AHA og Flytrex að því að senda vörur og veitingar með drónum eftir fleiri flugleiðum og að lokum beint í garðinn hjá neytendum. Fyrst þarf sú þjónusta að fara í umsóknarferli hjá Samgöngustofu.
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira