Gera má ráð fyrir sunnan golu eða kalda í dag og lítils háttar rigningu eða slyddu sunnan- og vestan til. Hins vegar verður léttskýjað á Norður- og Norðausturlandi.
Hiti verður á bilinu eitt til átta stig en líklega verður frost í innsveitum norðaustantil. Á morgun má búast við suðaustan átta til þrettán metrum á sekúndu. Þurrt norðaustanlands, annars súld eða rigning og milt veður. Áfram dumbungur á miðvikudag en rofar til á fimmtudag, að því er segir á vef Veðurstofunnar.
Vegir eru að mestu greiðfærir um allt land en sums staðar er þokuloft. Nokkuð dimm þoka hefur verið á Hellisheiði.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðaustanátt, víða 8-13 m/s og súld eða rigning, en þurrt NA-lands. Hiti 3 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Fremur hæg austlæg átt og rigning eða slydda, hiti 1 til 6 stig.
Á fimmtudag:
Norðanátt og stöku él N-lands, annars þurrt. Kólnandi veður.
Á föstudag:
Austanátt með rigningu eða slyddu S-til á landinu, en snjókomu N-lands síðdegis. Hiti 0 til 7 stig, en vægt frost á N-verðu landinu fram eftir degi.
Lítils háttar slydda í dag
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
