Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum: „Menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 20:05 Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum og lögðu í dag fram nýtt tilboð í kjaradeilunni. Formaður sjómannasambandsins, Valmundur Valmundsson, segir þetta lokatilboð sjómanna til lausnar deilunni. Menn geti ekki slegið meira af. Tveir mánuðir eru á morgun frá því sjómannaverkfallið skall á, með tilheyrandi áhrifum á sjómenn, útgerðina og samfélagið allt. Ríkissáttasemjari hefur ekki séð ástæðu til að boða til fundar í deilunni en samninganefnd sjómannasambandsins kom saman á fundi á skrfistofu sambandsins í dag til að ræða næstu skref.Var einhver niðurstaða á þessum fundi?„Já það var nú svona niðurstaða að við ætluðum að leggja fram ákveðið tilboð fyrir SFS, frá okkar samninganefnd, þar sem við teljum að við séum að koma til móts við þær fullyrðingar um að við séum ósveigjanlegir.“ „Við erum að slá af aðeins í kröfunni um olíunni og nálgast þá með öðrum hætti sem ég get ekki farið út í hér.“ Samkomulag hefur þegar náðst í deilunni um þrjú atriði. Hins vegar hefur ekki náðst saman varðandi kröfur sjómanna um þáttötku þeirra í olíukostnaði og sjómannaafsláttinn. Olíuviðmið er nú 70 prósent en sjómenn hafa gert kröfu um að hækka það í 73 prósent. Núna liggur hins vegar fyrir að þessar kröfur hafa sjómenn lækkað. Valmundur vill ekki gefa upp um það hver krafan er nú. „Við teljum að nú séum við búnir að gera okkar til þess að reyna að leysa þessa deilu og ef það tekst ekki núna, þá er deilan ennþá í hnút.“Þú sagðir áðan að þetta væri lokatilboð sjómanna, hvað þýðir það?„Það þýðir bara að að menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra heldur en þetta tilboð hljómar upp á, menn geta ekki slakað meira til.“ Hann segir að tilboðið verði sent til Samtaka fyritækja í sjávarútvegi í dag.Áttu von á því að SFS taki þessu tilboði vel?„Já ég ætla rétt að vona að menn geri það, þetta er sá afsláttur sem við erum tilbúnir að veita og annað ekki.“ Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum og lögðu í dag fram nýtt tilboð í kjaradeilunni. Formaður sjómannasambandsins, Valmundur Valmundsson, segir þetta lokatilboð sjómanna til lausnar deilunni. Menn geti ekki slegið meira af. Tveir mánuðir eru á morgun frá því sjómannaverkfallið skall á, með tilheyrandi áhrifum á sjómenn, útgerðina og samfélagið allt. Ríkissáttasemjari hefur ekki séð ástæðu til að boða til fundar í deilunni en samninganefnd sjómannasambandsins kom saman á fundi á skrfistofu sambandsins í dag til að ræða næstu skref.Var einhver niðurstaða á þessum fundi?„Já það var nú svona niðurstaða að við ætluðum að leggja fram ákveðið tilboð fyrir SFS, frá okkar samninganefnd, þar sem við teljum að við séum að koma til móts við þær fullyrðingar um að við séum ósveigjanlegir.“ „Við erum að slá af aðeins í kröfunni um olíunni og nálgast þá með öðrum hætti sem ég get ekki farið út í hér.“ Samkomulag hefur þegar náðst í deilunni um þrjú atriði. Hins vegar hefur ekki náðst saman varðandi kröfur sjómanna um þáttötku þeirra í olíukostnaði og sjómannaafsláttinn. Olíuviðmið er nú 70 prósent en sjómenn hafa gert kröfu um að hækka það í 73 prósent. Núna liggur hins vegar fyrir að þessar kröfur hafa sjómenn lækkað. Valmundur vill ekki gefa upp um það hver krafan er nú. „Við teljum að nú séum við búnir að gera okkar til þess að reyna að leysa þessa deilu og ef það tekst ekki núna, þá er deilan ennþá í hnút.“Þú sagðir áðan að þetta væri lokatilboð sjómanna, hvað þýðir það?„Það þýðir bara að að menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra heldur en þetta tilboð hljómar upp á, menn geta ekki slakað meira til.“ Hann segir að tilboðið verði sent til Samtaka fyritækja í sjávarútvegi í dag.Áttu von á því að SFS taki þessu tilboði vel?„Já ég ætla rétt að vona að menn geri það, þetta er sá afsláttur sem við erum tilbúnir að veita og annað ekki.“
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira