Aðrir valkostir en bara karl eða kona Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 20:00 Kynsegin fólk segir vanta rými fyrir sig innan heilbrigðiskerfisins þar sem vaninn er að flokka fólk í ýmist karla eða konur. Þau vísa hefðbundnum skilgreiningum á kynjunum á bug og telja fordóma stafa af fáfræði. Fjallað var um málefni kynsegin fólks á vinnustofu í Stúdentakjallaranum í dag í tilefni Hinsegin daga. Kynsegin einstaklingar skilgreina sig hvorki sem karl né konu og kjósa að nota orðið „hán" í stað „hann eða hún". Um sjötíu einstaklingar sem skilgreina sig sem kynsegin eru þáttakendur í starfi Samtakanna 78 og Trans Ísland en þau Alda Villiljós og Ugla Stefanía telja hópinn hér á landi vera stærri. Þau segja fordóma vera til staðar en telja þá oftast stafa af vanþekkingu. „Fólk bara veit ekki betur. Það hefur lært að það er bara karl eða kona, dúkkur eða bílar. Að það sé enginn annar valkostur. Við erum að reyna ýta því áfram í samfélagsvitundina að það séu aðrir valkostir. Þú mátt vera eins og þú ert og skilgreina sjálfan þig eins og þú ert. Ekki bara samkvæmt einhverjum staðalímyndum sem passa ekki," segir Alda Villiljós, formaður Trans Íslands og stofnandi Kynsegin Ísland. Þau vilja sjá valmöguleika á kynlausri skráningu hjá þjóðskrá og benda meðal annars til Ástralíu þar sem hægt er að merkja X við kyn sem þýðir einfaldlega hvorki karl né kona. Ugla segir heilbrigðiskerfið ekki gera ráð fyrir kynsegin þar sem fólki eigi alltaf að koma fyrir í öðru hvoru kynjaboxinu. „Heilbrigðiskerfið tekur í rauninni bara við transkörlum- eða konum. Þau taka bara við fólki sem vill fara í hormónameðferð eða einhverjar aðgerðir og skilgreina sig þannig sem karl eða konu," segir Ugla. „Kynsegin fólk vill kannski fá einhverja hormóna, fá lægri skammta. Kannski einhverjar aðgeðrir, en ekki allar og fá að ráða því sjálft hversu mikið maður fær eða langt maður fer í þessu ferli," segir Alda. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Kynsegin fólk segir vanta rými fyrir sig innan heilbrigðiskerfisins þar sem vaninn er að flokka fólk í ýmist karla eða konur. Þau vísa hefðbundnum skilgreiningum á kynjunum á bug og telja fordóma stafa af fáfræði. Fjallað var um málefni kynsegin fólks á vinnustofu í Stúdentakjallaranum í dag í tilefni Hinsegin daga. Kynsegin einstaklingar skilgreina sig hvorki sem karl né konu og kjósa að nota orðið „hán" í stað „hann eða hún". Um sjötíu einstaklingar sem skilgreina sig sem kynsegin eru þáttakendur í starfi Samtakanna 78 og Trans Ísland en þau Alda Villiljós og Ugla Stefanía telja hópinn hér á landi vera stærri. Þau segja fordóma vera til staðar en telja þá oftast stafa af vanþekkingu. „Fólk bara veit ekki betur. Það hefur lært að það er bara karl eða kona, dúkkur eða bílar. Að það sé enginn annar valkostur. Við erum að reyna ýta því áfram í samfélagsvitundina að það séu aðrir valkostir. Þú mátt vera eins og þú ert og skilgreina sjálfan þig eins og þú ert. Ekki bara samkvæmt einhverjum staðalímyndum sem passa ekki," segir Alda Villiljós, formaður Trans Íslands og stofnandi Kynsegin Ísland. Þau vilja sjá valmöguleika á kynlausri skráningu hjá þjóðskrá og benda meðal annars til Ástralíu þar sem hægt er að merkja X við kyn sem þýðir einfaldlega hvorki karl né kona. Ugla segir heilbrigðiskerfið ekki gera ráð fyrir kynsegin þar sem fólki eigi alltaf að koma fyrir í öðru hvoru kynjaboxinu. „Heilbrigðiskerfið tekur í rauninni bara við transkörlum- eða konum. Þau taka bara við fólki sem vill fara í hormónameðferð eða einhverjar aðgerðir og skilgreina sig þannig sem karl eða konu," segir Ugla. „Kynsegin fólk vill kannski fá einhverja hormóna, fá lægri skammta. Kannski einhverjar aðgeðrir, en ekki allar og fá að ráða því sjálft hversu mikið maður fær eða langt maður fer í þessu ferli," segir Alda.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira