Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. vísir/ernir Ekki voru sæti fyrir alla sem vildu á íbúafundi um málefni United Silicon sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þungt hljóð var í fundargestum sem voru á þriðja hundrað. Á fundinum var samþykkt ályktun um að biðla til almannavarna að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í bænum. „Fólki var mikið niðri fyrir. Margir lýstu auknum veikindum eftir að verksmiðjan kom og aðrir bentu á að ekki væri óhætt lengur að hleypa börnum út að leika,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, en hann flutti tölu á fundinum. „Það var kona sem kom upp í pontu og bað fólk um að standa upp ef það hafði fundið fyrir einkennum. Þá reis þriðjungur salarins.“ Fólk lýsti meðal annars áhyggjum yfir því að fyrirhugað er að fleiri ofnar verði settir í gang. Aðeins logar á einum ofni í verksmiðju United Silicon en þeir gætu orðið allt að fjórir. Þá er fyrirhugað að aðrir fjórir verði í verksmiðju Thorsil sem áætlað er að opna á sama stað árið 2020. „Næsta skref er að hrinda af stað alþjóðlegri söfnun fyrir Félag andstæðinga stóriðju í Helguvík,“ segir Einar Már Atlason, formaður félagsins, en það stóð fyrir fundinum. „Síðan tekur við málsókn. Við hættum ekki fyrr en verksmiðjunni hefur verið lokað og að engin frekari stóriðja verði sett upp í Helguvík,“ segir Einar Már að lokum. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Ekki voru sæti fyrir alla sem vildu á íbúafundi um málefni United Silicon sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þungt hljóð var í fundargestum sem voru á þriðja hundrað. Á fundinum var samþykkt ályktun um að biðla til almannavarna að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í bænum. „Fólki var mikið niðri fyrir. Margir lýstu auknum veikindum eftir að verksmiðjan kom og aðrir bentu á að ekki væri óhætt lengur að hleypa börnum út að leika,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, en hann flutti tölu á fundinum. „Það var kona sem kom upp í pontu og bað fólk um að standa upp ef það hafði fundið fyrir einkennum. Þá reis þriðjungur salarins.“ Fólk lýsti meðal annars áhyggjum yfir því að fyrirhugað er að fleiri ofnar verði settir í gang. Aðeins logar á einum ofni í verksmiðju United Silicon en þeir gætu orðið allt að fjórir. Þá er fyrirhugað að aðrir fjórir verði í verksmiðju Thorsil sem áætlað er að opna á sama stað árið 2020. „Næsta skref er að hrinda af stað alþjóðlegri söfnun fyrir Félag andstæðinga stóriðju í Helguvík,“ segir Einar Már Atlason, formaður félagsins, en það stóð fyrir fundinum. „Síðan tekur við málsókn. Við hættum ekki fyrr en verksmiðjunni hefur verið lokað og að engin frekari stóriðja verði sett upp í Helguvík,“ segir Einar Már að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00