Ósátt við að ekki megi ræða mál Roberts Downey á fundi allsherjar-og menntamálanefndar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 16:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. vísir/eyþór Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem óskaði eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd vegna reglna um uppreist æru segir að tilgangi fundarins sé stefnt í tvísýnu. Ástæðan sé sú að formaður nefndarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, líti svo á að ekki sé hægt að ræða efnislega um málsmeðferðina þegar Robert Downey var veitt uppreist æru þar sem fundurinn er opinn. Fundurinn fer fram á miðvikudaginn næstkomandi og mun Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sitja fundinn og svara spurningum nefndarmanna. Regluverkið í kringum uppreist æru hefur verið gagnrýnt mikið undanfarið, ekki síst þar sem dæmdum kynferðisbrotamönnum hefur verið veitt uppreist æra, en Robert Downey hlaut árið 2008 dóm fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Þá greindi Stundin frá því fyrr í dag að maður sem fékk dóm fyrir að brjóta kynferðislega gegn stjúpdóttur sinni hafi fengið uppreist æru sama dag og Robert Downey. „Það sem ég ætlaði mér að ná fram á þessum fundi var að ræða við ráðherra um þær lagabreytingar þyrfti til þess að regluverkið í kringum uppreist æru væri gagnsætt, skiljanlegt almenning og réttlátt í huga fólks. En ég vildi líka ræða um þetta einstaka mál og hvernig það gat farið svona afskaplega illa. Tilgangurinn var að læra af reynslu og tryggja það að ný lagasetning sem ráðherra hefur sagt að muni líta dagsins ljós muni taka mið af því hvað fór úrskeiðis í máli Roberts Downey. Nú hefur formaður allsherjar-og menntamálanefndar haldið því fram að í ljósi þess að fundurinn sé opinn þá megi ekki ræða þar einstaka mál, það er að segja mál Roberts Downey,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi.Segir meirihlutann ekki tilbúinn til að ræða málið fyrir opnum tjöldum Hún kveðst ekki hafa fundið fyrir því neina formlega lagastoð að ekki megi ræða mál Roberts Downey á fundinum og hefur því óskað eftir formlegum rökstuðningi formannsins fyrir þessari ákvörðun. „Ég get ekki séð að nein málefnaleg rök liggi að baki nema einfaldlega það að meirihlutinn er ekki tilbúinn að ræða þetta mál fyrir opnum tjöldum með almenningi á nokkurn hátt. Það hlýtur að vera í raun og veru sú niðurstaða sem maður dregur af því.“ Þegar Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum bað hún um að almenningur sendi sér spurningar sem hann vill fá svör við varðandi uppreist æru Roberts Downey. Aðspurð kveðst hún hafa fengið margar spurningar. „Já, alveg heilan helling. Það höfðu margir samband við mig og ég hyggst líka auglýsa eftir spurningum stuttu fyrir fundinn. Ég mun svo taka spurningarnar saman en auðvitað vegna tímaskorts þá munu þær ekki allar komast að. Það er níu nefndarmenn í allsherjar-og menntamálanefnd og ég fæ bara ákveðinn tíma til að spyrja spurninga þannig að ég verð að forgangsraða þeim,“ segir Þórhildur Sunna en bætir við að það muni væntanlega koma í ljós í vikunni hvernig verði með fundinn. „Því mér þykir erfitt þegar helmingur tilgangs fundarins er bara tekinn út af borðinu án þess að það sé rökstutt frekar. Þannig að ég á erfitt með að sjá hvernig þetta á að ganga upp án þess að hafa séð rökstuðning formannsins fyrir því að ætla að loka á þetta umræðuefni.“ Tengdar fréttir Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokks ætla ekki að kynna sér skjöl í máli Roberts Downey ón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin. 15. ágúst 2017 15:26 Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35 Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem óskaði eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd vegna reglna um uppreist æru segir að tilgangi fundarins sé stefnt í tvísýnu. Ástæðan sé sú að formaður nefndarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, líti svo á að ekki sé hægt að ræða efnislega um málsmeðferðina þegar Robert Downey var veitt uppreist æru þar sem fundurinn er opinn. Fundurinn fer fram á miðvikudaginn næstkomandi og mun Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sitja fundinn og svara spurningum nefndarmanna. Regluverkið í kringum uppreist æru hefur verið gagnrýnt mikið undanfarið, ekki síst þar sem dæmdum kynferðisbrotamönnum hefur verið veitt uppreist æra, en Robert Downey hlaut árið 2008 dóm fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Þá greindi Stundin frá því fyrr í dag að maður sem fékk dóm fyrir að brjóta kynferðislega gegn stjúpdóttur sinni hafi fengið uppreist æru sama dag og Robert Downey. „Það sem ég ætlaði mér að ná fram á þessum fundi var að ræða við ráðherra um þær lagabreytingar þyrfti til þess að regluverkið í kringum uppreist æru væri gagnsætt, skiljanlegt almenning og réttlátt í huga fólks. En ég vildi líka ræða um þetta einstaka mál og hvernig það gat farið svona afskaplega illa. Tilgangurinn var að læra af reynslu og tryggja það að ný lagasetning sem ráðherra hefur sagt að muni líta dagsins ljós muni taka mið af því hvað fór úrskeiðis í máli Roberts Downey. Nú hefur formaður allsherjar-og menntamálanefndar haldið því fram að í ljósi þess að fundurinn sé opinn þá megi ekki ræða þar einstaka mál, það er að segja mál Roberts Downey,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi.Segir meirihlutann ekki tilbúinn til að ræða málið fyrir opnum tjöldum Hún kveðst ekki hafa fundið fyrir því neina formlega lagastoð að ekki megi ræða mál Roberts Downey á fundinum og hefur því óskað eftir formlegum rökstuðningi formannsins fyrir þessari ákvörðun. „Ég get ekki séð að nein málefnaleg rök liggi að baki nema einfaldlega það að meirihlutinn er ekki tilbúinn að ræða þetta mál fyrir opnum tjöldum með almenningi á nokkurn hátt. Það hlýtur að vera í raun og veru sú niðurstaða sem maður dregur af því.“ Þegar Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum bað hún um að almenningur sendi sér spurningar sem hann vill fá svör við varðandi uppreist æru Roberts Downey. Aðspurð kveðst hún hafa fengið margar spurningar. „Já, alveg heilan helling. Það höfðu margir samband við mig og ég hyggst líka auglýsa eftir spurningum stuttu fyrir fundinn. Ég mun svo taka spurningarnar saman en auðvitað vegna tímaskorts þá munu þær ekki allar komast að. Það er níu nefndarmenn í allsherjar-og menntamálanefnd og ég fæ bara ákveðinn tíma til að spyrja spurninga þannig að ég verð að forgangsraða þeim,“ segir Þórhildur Sunna en bætir við að það muni væntanlega koma í ljós í vikunni hvernig verði með fundinn. „Því mér þykir erfitt þegar helmingur tilgangs fundarins er bara tekinn út af borðinu án þess að það sé rökstutt frekar. Þannig að ég á erfitt með að sjá hvernig þetta á að ganga upp án þess að hafa séð rökstuðning formannsins fyrir því að ætla að loka á þetta umræðuefni.“
Tengdar fréttir Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokks ætla ekki að kynna sér skjöl í máli Roberts Downey ón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin. 15. ágúst 2017 15:26 Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35 Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokks ætla ekki að kynna sér skjöl í máli Roberts Downey ón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin. 15. ágúst 2017 15:26
Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35
Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15