Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. desember 2017 19:15 Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undanfarið fjallað um vanda heimilislausra í Reykjavík en samkvæmt úttekt velferðarsviðs frá því í júní eru 349 einstaklingar utangarðs eða á götunni og hefur þeim fjölgað mikið á liðnum árum. Borgin hefur í haust keypt 144 íbúðir sem heimilislausir einstaklingar ættu að flutt inn í mjög fljótlega. Þær verða þó einungis tímabundið úrræði á meðan unnið er að uppbyggingu fleiri félagslegra íbúða. „Það er verið að standsetja íbúðirnar og þær fyrstu eru að koma til úthlutunar þessar vikurnar. Víðinesið fer að verað klárt líka, þannig það er bara spurning um daga og vikur," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Um fjórtán gistirými verða á Víðinesi en það er einungis neyðarúrræði sem verður í boði á meðan leitað er að varanlegu húsnæði. Borgarstjóri hefur kallað önnur sveitarfélög til ábyrgðar og sagt nauðsynlegt að fjölga félagslegum íbúðum víðar en í borginni. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar stendur til að fjölga þeim um 10% á næsta ári og bæjarstjóri Hafnafjarðar segir að bærinn stefni að því að verja 500 milljónum árlega til ársins 2020 til kaupa á félagslegu húsnæði. Í Kópavogi verður á föstudag opnað nýtt heimili fyrir fólk sem býr á götunni þegar fyrsti íbúinn mun flytja inn í átta til níu herbergja húsnæði. Heimilið er ætlað fyrir fólk sem getur ekki verið í félagslegum íbúðum. Þar má fólkið búa í þrjú ár og fá á meðan aðstoð frá ráðgjöfum. Vonir standa til þess að fólkið verði þá hæft til að færa sig í hefðbundnar félagslegar íbúðir. „Ég lít svo á að bæjaryfirvöld séu í ákveðinni vegferð í þessum málum af því allir gera sér grein fyrir því að það er talsvert af fólki sem á í húsnæðislegum erfiðleikum og þarf á þessari þjónustu að halda," segir Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs. Húsnæðið kostaði 100 milljónir króna og er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður um 35 milljónir króna. Íbúarnir koma úr ýmsum aðstæðum; sumir búa nú hjá vinum eða ættingjum, en aðrir eru að koma úr meðferð eða fangelsi. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira
Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undanfarið fjallað um vanda heimilislausra í Reykjavík en samkvæmt úttekt velferðarsviðs frá því í júní eru 349 einstaklingar utangarðs eða á götunni og hefur þeim fjölgað mikið á liðnum árum. Borgin hefur í haust keypt 144 íbúðir sem heimilislausir einstaklingar ættu að flutt inn í mjög fljótlega. Þær verða þó einungis tímabundið úrræði á meðan unnið er að uppbyggingu fleiri félagslegra íbúða. „Það er verið að standsetja íbúðirnar og þær fyrstu eru að koma til úthlutunar þessar vikurnar. Víðinesið fer að verað klárt líka, þannig það er bara spurning um daga og vikur," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Um fjórtán gistirými verða á Víðinesi en það er einungis neyðarúrræði sem verður í boði á meðan leitað er að varanlegu húsnæði. Borgarstjóri hefur kallað önnur sveitarfélög til ábyrgðar og sagt nauðsynlegt að fjölga félagslegum íbúðum víðar en í borginni. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar stendur til að fjölga þeim um 10% á næsta ári og bæjarstjóri Hafnafjarðar segir að bærinn stefni að því að verja 500 milljónum árlega til ársins 2020 til kaupa á félagslegu húsnæði. Í Kópavogi verður á föstudag opnað nýtt heimili fyrir fólk sem býr á götunni þegar fyrsti íbúinn mun flytja inn í átta til níu herbergja húsnæði. Heimilið er ætlað fyrir fólk sem getur ekki verið í félagslegum íbúðum. Þar má fólkið búa í þrjú ár og fá á meðan aðstoð frá ráðgjöfum. Vonir standa til þess að fólkið verði þá hæft til að færa sig í hefðbundnar félagslegar íbúðir. „Ég lít svo á að bæjaryfirvöld séu í ákveðinni vegferð í þessum málum af því allir gera sér grein fyrir því að það er talsvert af fólki sem á í húsnæðislegum erfiðleikum og þarf á þessari þjónustu að halda," segir Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs. Húsnæðið kostaði 100 milljónir króna og er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður um 35 milljónir króna. Íbúarnir koma úr ýmsum aðstæðum; sumir búa nú hjá vinum eða ættingjum, en aðrir eru að koma úr meðferð eða fangelsi.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira