Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2017 11:14 „Ef við ætlum að segja að við getum bara talað um eitt í einu - bara konur á mánudögum, lesbíur á þriðjudögum, fatlað fólk á miðvikudögum, brúnt fólk á fimmtudögum, ef við ætlum að vera þar og við höldum kannski að við séum að einfalda hlutina og tækla þá betur - þá held ég að við séum þá svolítið að smætta manneskjur og sjálfsmynd niður og það er kannski það sem við vildum gera með þessari ráðstefnu, taka þessa umræðu á annað plan og leyfa okkur að vera allt sem við erum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, aktivisti. Grasrótarhátíðin Truflandi tilvist var haldin um helgina. Þar komu saman jaðarhópar á Íslandi til að deila reynslu sinni og sameinast í jafnréttisbaráttunni. Fjallað var um málið í 19:10 á Stöð 2 í gærkvöldi. Freyja er fötluð og hún er feministi. Hún segir flækjustigið verða annað þegar maður tilheyrir fleiri en einum jaðarhópi. Hún upplifir til dæmis að hún sé á jaðrinum hjá feministum og meðal fatlaðs fólks. Freyja segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að taka umræðuna á annað plan.Vísir/GVA Hið mannlega að viðurkenna hið mannlega í öðrum Aðalfyrirlesari hátíðarinnar, Lydia Brown, tilheyrir nokkrum jaðarhópum og segir að hið mannlega felist í að viðurkenna hið mannlega í öðrum. Brown er hán því hán lítur hvorki á sig sem mann eða konu, og er því kynsegin. Lydia er einhverft og fatlað, og eikynhneigt sem þýðir að hán verður ekki ástfangið út frá kyni eða kynhneigð. Lydia segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi sem hán verður fyrir beinast gegn.„Stundum er ekki hægt að benda á að það sé einungis eitt af þessu. Ég veit ekki hverjir kunna að vera í þessum aðstæðum. Ég veit ekki hvort það er af völdum kynþáttar, aldurs, fötlunar eða kynímyndar. Kannski var það aðeins einn þessara þátta. Kannski allt þetta saman. Kannski var eitt þessara atriða meira áberandi en annað,“ segir Lydia. Sindri Sindrason ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur ,formann Samtaka um líkamsvirðingu, í þættinum í gær. Þarf ekki að stunda pólitíska rétthugsun „Hvaða lífsins klyfjar ber ég með mér? Hvaða áföllum hef ég lent í? Hver er jaðarstaða mín í samfélaginu? Hvaða forréttindastöðu er ég í þegar ég kem inn í þetta rými? Hvernig mótar það reynsluheim minn og vinnu. Ég get ekki þurrkað neitt af þessu út. Allt ekki. En hvernig get ég öðlast meðvitund um hver ég er og það sem ég hef fram að færa í þessu rými til að ég geti starfað á sem skilvirkastan hátt við það fólk sem ég leitast við að starfa með?“ segir Lydia. Því með því að virða mennsku allra virði ég einnig mennsku sjálfs mín. Það er ekki hægt að vinna í þágu félagslegs réttlætis ef við vitum ekki hver við erum. Lydia segir sjálfsvirðingu og umburðarlyndi gagnvart öðrum vera ævarandi verkefni. „Sumir vilja svara og segja: „Ertu að segja að við verðum að ganga um með gætni og stunda pólitíska rétthugsun?“ Ég er ekki að segja það. Það sem ég meina er að ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skoða hvað hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk ef erlendum uppruna og feitt fólk eigi sameiginlegt og hvernig þessir jaðarhópar geti unnið saman. Einnig hvernig misrétti birtist þegar manneskja tilheyrir fleiri en einum jaðarsettum hópi. Innslagið í heild má sjá hér að ofan en að því loknu ræddi Sindri Sindrason við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Ef við ætlum að segja að við getum bara talað um eitt í einu - bara konur á mánudögum, lesbíur á þriðjudögum, fatlað fólk á miðvikudögum, brúnt fólk á fimmtudögum, ef við ætlum að vera þar og við höldum kannski að við séum að einfalda hlutina og tækla þá betur - þá held ég að við séum þá svolítið að smætta manneskjur og sjálfsmynd niður og það er kannski það sem við vildum gera með þessari ráðstefnu, taka þessa umræðu á annað plan og leyfa okkur að vera allt sem við erum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, aktivisti. Grasrótarhátíðin Truflandi tilvist var haldin um helgina. Þar komu saman jaðarhópar á Íslandi til að deila reynslu sinni og sameinast í jafnréttisbaráttunni. Fjallað var um málið í 19:10 á Stöð 2 í gærkvöldi. Freyja er fötluð og hún er feministi. Hún segir flækjustigið verða annað þegar maður tilheyrir fleiri en einum jaðarhópi. Hún upplifir til dæmis að hún sé á jaðrinum hjá feministum og meðal fatlaðs fólks. Freyja segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að taka umræðuna á annað plan.Vísir/GVA Hið mannlega að viðurkenna hið mannlega í öðrum Aðalfyrirlesari hátíðarinnar, Lydia Brown, tilheyrir nokkrum jaðarhópum og segir að hið mannlega felist í að viðurkenna hið mannlega í öðrum. Brown er hán því hán lítur hvorki á sig sem mann eða konu, og er því kynsegin. Lydia er einhverft og fatlað, og eikynhneigt sem þýðir að hán verður ekki ástfangið út frá kyni eða kynhneigð. Lydia segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi sem hán verður fyrir beinast gegn.„Stundum er ekki hægt að benda á að það sé einungis eitt af þessu. Ég veit ekki hverjir kunna að vera í þessum aðstæðum. Ég veit ekki hvort það er af völdum kynþáttar, aldurs, fötlunar eða kynímyndar. Kannski var það aðeins einn þessara þátta. Kannski allt þetta saman. Kannski var eitt þessara atriða meira áberandi en annað,“ segir Lydia. Sindri Sindrason ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur ,formann Samtaka um líkamsvirðingu, í þættinum í gær. Þarf ekki að stunda pólitíska rétthugsun „Hvaða lífsins klyfjar ber ég með mér? Hvaða áföllum hef ég lent í? Hver er jaðarstaða mín í samfélaginu? Hvaða forréttindastöðu er ég í þegar ég kem inn í þetta rými? Hvernig mótar það reynsluheim minn og vinnu. Ég get ekki þurrkað neitt af þessu út. Allt ekki. En hvernig get ég öðlast meðvitund um hver ég er og það sem ég hef fram að færa í þessu rými til að ég geti starfað á sem skilvirkastan hátt við það fólk sem ég leitast við að starfa með?“ segir Lydia. Því með því að virða mennsku allra virði ég einnig mennsku sjálfs mín. Það er ekki hægt að vinna í þágu félagslegs réttlætis ef við vitum ekki hver við erum. Lydia segir sjálfsvirðingu og umburðarlyndi gagnvart öðrum vera ævarandi verkefni. „Sumir vilja svara og segja: „Ertu að segja að við verðum að ganga um með gætni og stunda pólitíska rétthugsun?“ Ég er ekki að segja það. Það sem ég meina er að ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skoða hvað hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk ef erlendum uppruna og feitt fólk eigi sameiginlegt og hvernig þessir jaðarhópar geti unnið saman. Einnig hvernig misrétti birtist þegar manneskja tilheyrir fleiri en einum jaðarsettum hópi. Innslagið í heild má sjá hér að ofan en að því loknu ræddi Sindri Sindrason við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent