Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2017 11:14 „Ef við ætlum að segja að við getum bara talað um eitt í einu - bara konur á mánudögum, lesbíur á þriðjudögum, fatlað fólk á miðvikudögum, brúnt fólk á fimmtudögum, ef við ætlum að vera þar og við höldum kannski að við séum að einfalda hlutina og tækla þá betur - þá held ég að við séum þá svolítið að smætta manneskjur og sjálfsmynd niður og það er kannski það sem við vildum gera með þessari ráðstefnu, taka þessa umræðu á annað plan og leyfa okkur að vera allt sem við erum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, aktivisti. Grasrótarhátíðin Truflandi tilvist var haldin um helgina. Þar komu saman jaðarhópar á Íslandi til að deila reynslu sinni og sameinast í jafnréttisbaráttunni. Fjallað var um málið í 19:10 á Stöð 2 í gærkvöldi. Freyja er fötluð og hún er feministi. Hún segir flækjustigið verða annað þegar maður tilheyrir fleiri en einum jaðarhópi. Hún upplifir til dæmis að hún sé á jaðrinum hjá feministum og meðal fatlaðs fólks. Freyja segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að taka umræðuna á annað plan.Vísir/GVA Hið mannlega að viðurkenna hið mannlega í öðrum Aðalfyrirlesari hátíðarinnar, Lydia Brown, tilheyrir nokkrum jaðarhópum og segir að hið mannlega felist í að viðurkenna hið mannlega í öðrum. Brown er hán því hán lítur hvorki á sig sem mann eða konu, og er því kynsegin. Lydia er einhverft og fatlað, og eikynhneigt sem þýðir að hán verður ekki ástfangið út frá kyni eða kynhneigð. Lydia segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi sem hán verður fyrir beinast gegn.„Stundum er ekki hægt að benda á að það sé einungis eitt af þessu. Ég veit ekki hverjir kunna að vera í þessum aðstæðum. Ég veit ekki hvort það er af völdum kynþáttar, aldurs, fötlunar eða kynímyndar. Kannski var það aðeins einn þessara þátta. Kannski allt þetta saman. Kannski var eitt þessara atriða meira áberandi en annað,“ segir Lydia. Sindri Sindrason ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur ,formann Samtaka um líkamsvirðingu, í þættinum í gær. Þarf ekki að stunda pólitíska rétthugsun „Hvaða lífsins klyfjar ber ég með mér? Hvaða áföllum hef ég lent í? Hver er jaðarstaða mín í samfélaginu? Hvaða forréttindastöðu er ég í þegar ég kem inn í þetta rými? Hvernig mótar það reynsluheim minn og vinnu. Ég get ekki þurrkað neitt af þessu út. Allt ekki. En hvernig get ég öðlast meðvitund um hver ég er og það sem ég hef fram að færa í þessu rými til að ég geti starfað á sem skilvirkastan hátt við það fólk sem ég leitast við að starfa með?“ segir Lydia. Því með því að virða mennsku allra virði ég einnig mennsku sjálfs mín. Það er ekki hægt að vinna í þágu félagslegs réttlætis ef við vitum ekki hver við erum. Lydia segir sjálfsvirðingu og umburðarlyndi gagnvart öðrum vera ævarandi verkefni. „Sumir vilja svara og segja: „Ertu að segja að við verðum að ganga um með gætni og stunda pólitíska rétthugsun?“ Ég er ekki að segja það. Það sem ég meina er að ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skoða hvað hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk ef erlendum uppruna og feitt fólk eigi sameiginlegt og hvernig þessir jaðarhópar geti unnið saman. Einnig hvernig misrétti birtist þegar manneskja tilheyrir fleiri en einum jaðarsettum hópi. Innslagið í heild má sjá hér að ofan en að því loknu ræddi Sindri Sindrason við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
„Ef við ætlum að segja að við getum bara talað um eitt í einu - bara konur á mánudögum, lesbíur á þriðjudögum, fatlað fólk á miðvikudögum, brúnt fólk á fimmtudögum, ef við ætlum að vera þar og við höldum kannski að við séum að einfalda hlutina og tækla þá betur - þá held ég að við séum þá svolítið að smætta manneskjur og sjálfsmynd niður og það er kannski það sem við vildum gera með þessari ráðstefnu, taka þessa umræðu á annað plan og leyfa okkur að vera allt sem við erum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, aktivisti. Grasrótarhátíðin Truflandi tilvist var haldin um helgina. Þar komu saman jaðarhópar á Íslandi til að deila reynslu sinni og sameinast í jafnréttisbaráttunni. Fjallað var um málið í 19:10 á Stöð 2 í gærkvöldi. Freyja er fötluð og hún er feministi. Hún segir flækjustigið verða annað þegar maður tilheyrir fleiri en einum jaðarhópi. Hún upplifir til dæmis að hún sé á jaðrinum hjá feministum og meðal fatlaðs fólks. Freyja segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að taka umræðuna á annað plan.Vísir/GVA Hið mannlega að viðurkenna hið mannlega í öðrum Aðalfyrirlesari hátíðarinnar, Lydia Brown, tilheyrir nokkrum jaðarhópum og segir að hið mannlega felist í að viðurkenna hið mannlega í öðrum. Brown er hán því hán lítur hvorki á sig sem mann eða konu, og er því kynsegin. Lydia er einhverft og fatlað, og eikynhneigt sem þýðir að hán verður ekki ástfangið út frá kyni eða kynhneigð. Lydia segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi sem hán verður fyrir beinast gegn.„Stundum er ekki hægt að benda á að það sé einungis eitt af þessu. Ég veit ekki hverjir kunna að vera í þessum aðstæðum. Ég veit ekki hvort það er af völdum kynþáttar, aldurs, fötlunar eða kynímyndar. Kannski var það aðeins einn þessara þátta. Kannski allt þetta saman. Kannski var eitt þessara atriða meira áberandi en annað,“ segir Lydia. Sindri Sindrason ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur ,formann Samtaka um líkamsvirðingu, í þættinum í gær. Þarf ekki að stunda pólitíska rétthugsun „Hvaða lífsins klyfjar ber ég með mér? Hvaða áföllum hef ég lent í? Hver er jaðarstaða mín í samfélaginu? Hvaða forréttindastöðu er ég í þegar ég kem inn í þetta rými? Hvernig mótar það reynsluheim minn og vinnu. Ég get ekki þurrkað neitt af þessu út. Allt ekki. En hvernig get ég öðlast meðvitund um hver ég er og það sem ég hef fram að færa í þessu rými til að ég geti starfað á sem skilvirkastan hátt við það fólk sem ég leitast við að starfa með?“ segir Lydia. Því með því að virða mennsku allra virði ég einnig mennsku sjálfs mín. Það er ekki hægt að vinna í þágu félagslegs réttlætis ef við vitum ekki hver við erum. Lydia segir sjálfsvirðingu og umburðarlyndi gagnvart öðrum vera ævarandi verkefni. „Sumir vilja svara og segja: „Ertu að segja að við verðum að ganga um með gætni og stunda pólitíska rétthugsun?“ Ég er ekki að segja það. Það sem ég meina er að ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skoða hvað hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk ef erlendum uppruna og feitt fólk eigi sameiginlegt og hvernig þessir jaðarhópar geti unnið saman. Einnig hvernig misrétti birtist þegar manneskja tilheyrir fleiri en einum jaðarsettum hópi. Innslagið í heild má sjá hér að ofan en að því loknu ræddi Sindri Sindrason við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira