Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. október 2017 06:00 Ali Khamenei fundaði með nemendum í gær. vísir/afp Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, lýsti því yfir í gær að yfirvöld þar í landi hygðust standa við kjarnorkusamninginn svo lengi sem aðrir samningsaðilar stæðu einnig við hann. Frakkland, Þýskaland, ESB, Íran, Bretland, Kína, Rússland og Bandaríkin eru aðilar að samkomulaginu sem miðar að því að Íransstjórn láti af áformum um þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir megnri óánægju með samninginn og sagðist hann í kosningabaráttunni ætla að rifta honum. Þann 13. október síðastliðinn tilkynnti Trump svo um að Bandaríkin myndu ekki staðfesta samkomulagið. Forsetinn sagði Íran styðja hryðjuverkasamtök og að ríkið hefði nú þegar margsinnis gerst brotlegt við ákvæði samningsins. „Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að svara nöldri og digurbarkalegum fullyrðingum þessa hrottalega forseta,“ sagði Khamenei í gær þegar hann ræddi við nemendur í höfuðborginni Teheran og bætti við: „Heimska Trumps ætti ekki að afvegaleiða okkur frá því að taka eftir sviksemi Bandaríkjanna.“ Khamenei sagði að ef Bandaríkin myndu rifta samkomulaginu myndu Íranar „tæta“ það. „Enn á ný munu allir sjá Bandaríkin fá kjaftshögg og tapa fyrir Írönum,“ sagði æðstiklerkurinn. Jafnframt sagði Khamenei Trump brjálaðan vegna þess að Íranar væru að eyðileggja áætlanir Bandaríkjanna í Líbanon, Sýrlandi, Írak og Egyptalandi. Það kæmi Bandaríkjunum einfaldlega ekkert við hvað Íranar gerðu á svæðinu. „Ef þeir spyrja okkur hvers vegna við eigum eldflaugar svörum við með því að spyrja hvers vegna þeir eigi eldflaugar og kjarnorkuvopn.“ Þá kallaði Khamenei eftir því að aðrir aðilar samkomulagsins fordæmdu framgöngu Trumps í málinu. Bandaríkjastjórn hefur meðal annars sakað Írana um að brjóta gegn samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna með eldflaugatilraunum og kallað eftir því að ríkið hætti tilraunum með eldflaugar sem hannaðar séu til að flytja kjarnorkusprengjur. Íransstjórn hafnar því hins vegar alfarið að eldflaugarnar sem um ræðir séu af þeim toga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, lýsti því yfir í gær að yfirvöld þar í landi hygðust standa við kjarnorkusamninginn svo lengi sem aðrir samningsaðilar stæðu einnig við hann. Frakkland, Þýskaland, ESB, Íran, Bretland, Kína, Rússland og Bandaríkin eru aðilar að samkomulaginu sem miðar að því að Íransstjórn láti af áformum um þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir megnri óánægju með samninginn og sagðist hann í kosningabaráttunni ætla að rifta honum. Þann 13. október síðastliðinn tilkynnti Trump svo um að Bandaríkin myndu ekki staðfesta samkomulagið. Forsetinn sagði Íran styðja hryðjuverkasamtök og að ríkið hefði nú þegar margsinnis gerst brotlegt við ákvæði samningsins. „Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að svara nöldri og digurbarkalegum fullyrðingum þessa hrottalega forseta,“ sagði Khamenei í gær þegar hann ræddi við nemendur í höfuðborginni Teheran og bætti við: „Heimska Trumps ætti ekki að afvegaleiða okkur frá því að taka eftir sviksemi Bandaríkjanna.“ Khamenei sagði að ef Bandaríkin myndu rifta samkomulaginu myndu Íranar „tæta“ það. „Enn á ný munu allir sjá Bandaríkin fá kjaftshögg og tapa fyrir Írönum,“ sagði æðstiklerkurinn. Jafnframt sagði Khamenei Trump brjálaðan vegna þess að Íranar væru að eyðileggja áætlanir Bandaríkjanna í Líbanon, Sýrlandi, Írak og Egyptalandi. Það kæmi Bandaríkjunum einfaldlega ekkert við hvað Íranar gerðu á svæðinu. „Ef þeir spyrja okkur hvers vegna við eigum eldflaugar svörum við með því að spyrja hvers vegna þeir eigi eldflaugar og kjarnorkuvopn.“ Þá kallaði Khamenei eftir því að aðrir aðilar samkomulagsins fordæmdu framgöngu Trumps í málinu. Bandaríkjastjórn hefur meðal annars sakað Írana um að brjóta gegn samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna með eldflaugatilraunum og kallað eftir því að ríkið hætti tilraunum með eldflaugar sem hannaðar séu til að flytja kjarnorkusprengjur. Íransstjórn hafnar því hins vegar alfarið að eldflaugarnar sem um ræðir séu af þeim toga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira