Gunnar Hrafn segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blóð á höndum sínum Ingvar Þór Björnsson skrifar 19. október 2017 23:44 Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata. Vísir/Stefán Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blóð á höndum sínum þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þetta segir hann í athugasemd við færslu sem sett var inn á Facebook hópinn Geðsjúk. Þar deilir einn meðlimur hópsins færslu Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkurinn segist vilja ljúka framkvæmd geðheilbrigðisstefnunnar og fylgja henni eftir. Í færslunni segir flokkurinn einnig að auka þurfi áherslu á forvarnir og auðvelda heilsugæslunni að sinna frumþjónustu við fólk með geðræn vandamál.Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa bannað Óttari og Viðreisn að gera umbætur„Þetta er ljótasta lygi sem ég hef séð í þessari kosningabaráttu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bannaði Óttari og Viðreisn að gera umbætur,“ skrifar þingmaðurinn sem býður sig jafnramt fram fyrir flokkinn aftur fyrir komandi alþingiskosningar. Segist hann hafa setið fundi þar sem þetta var rætt og að þetta hafi verið kristalsljóst. Þá segir þingmaðurinn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi blóð á höndum sínum. „Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum. Blóð vina minna.“Uppfært klukkan 06:20.Gunnar Hrafn vill koma eftirfarandi á framfæri: „Það deyja TUGIR ungmenna árlega úr sjúkdómi sem er ekki verið að meðhöndla í mörgum tilfellum, vegna skorts á framlögum og aðstöðu. Þrátt fyrir mikla vitundarvakningu í samfélaginu snertir þetta enn ofboðslega margar fjölskyldur sem ekki þora að koma fram. Tugþúsundir Íslendinga sem eru í sárum. Þeir sem stóðu gegn því að við Óttar Proppé gætum gert það sem við vildum gera, byltingu í þessum málum, voru leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Þeir fóru með valdið og upplýsingarnar. Sem varð til þess að stjórnin féll eins Píratar vöruðu við. Ég vona að menn telji þetta ekki brot á einhverjum trúnaði. Það er bara ákaflega mikilvægt að það komi fram hvernig ég og aðrir þurftum að djöflast í þessu og fengum fátt annað til baka frá stjórnarliðum en ósmekklegar aðdróttanir um veikindi mín. Maður þarf auðvitað að vera geðveikur til að vilja koma veg fyrir að tugir Íslendinga fyrirfari sér á hverju ári eftir algjöra höfnun frá kerfinu. Er ég bara svona klikkaður eða er þetta svívirðilegt óréttlæti?"Þingmaðurinn lét ummælin falla á Facebook-hópnum Geðsjúk.Vísir/Skjáskot Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blóð á höndum sínum þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þetta segir hann í athugasemd við færslu sem sett var inn á Facebook hópinn Geðsjúk. Þar deilir einn meðlimur hópsins færslu Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkurinn segist vilja ljúka framkvæmd geðheilbrigðisstefnunnar og fylgja henni eftir. Í færslunni segir flokkurinn einnig að auka þurfi áherslu á forvarnir og auðvelda heilsugæslunni að sinna frumþjónustu við fólk með geðræn vandamál.Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa bannað Óttari og Viðreisn að gera umbætur„Þetta er ljótasta lygi sem ég hef séð í þessari kosningabaráttu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bannaði Óttari og Viðreisn að gera umbætur,“ skrifar þingmaðurinn sem býður sig jafnramt fram fyrir flokkinn aftur fyrir komandi alþingiskosningar. Segist hann hafa setið fundi þar sem þetta var rætt og að þetta hafi verið kristalsljóst. Þá segir þingmaðurinn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi blóð á höndum sínum. „Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum. Blóð vina minna.“Uppfært klukkan 06:20.Gunnar Hrafn vill koma eftirfarandi á framfæri: „Það deyja TUGIR ungmenna árlega úr sjúkdómi sem er ekki verið að meðhöndla í mörgum tilfellum, vegna skorts á framlögum og aðstöðu. Þrátt fyrir mikla vitundarvakningu í samfélaginu snertir þetta enn ofboðslega margar fjölskyldur sem ekki þora að koma fram. Tugþúsundir Íslendinga sem eru í sárum. Þeir sem stóðu gegn því að við Óttar Proppé gætum gert það sem við vildum gera, byltingu í þessum málum, voru leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Þeir fóru með valdið og upplýsingarnar. Sem varð til þess að stjórnin féll eins Píratar vöruðu við. Ég vona að menn telji þetta ekki brot á einhverjum trúnaði. Það er bara ákaflega mikilvægt að það komi fram hvernig ég og aðrir þurftum að djöflast í þessu og fengum fátt annað til baka frá stjórnarliðum en ósmekklegar aðdróttanir um veikindi mín. Maður þarf auðvitað að vera geðveikur til að vilja koma veg fyrir að tugir Íslendinga fyrirfari sér á hverju ári eftir algjöra höfnun frá kerfinu. Er ég bara svona klikkaður eða er þetta svívirðilegt óréttlæti?"Þingmaðurinn lét ummælin falla á Facebook-hópnum Geðsjúk.Vísir/Skjáskot
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira