Innlent

Alvarlegt umferðarslys við Laxárbrú

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/Samúel
Alvarlegt umferðarslys varð við Laxárbrú í í Leirársveit, milli Hvalfjarðar og Borgarfjarðar, þar sem tveir bílar rákust saman.

Frá þessu greinir Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi.

Ekki er vitað að svo stöddu hve margir voru í bílunum. Miklar umferðartafir eru vegna þessa og hafa ökumenn verið beint um hjáleið framhjá slysstaðnum.

Að sögn sjónvarvotta eru þrír sjúkrabílar, tækjabíll slökkviliðs og tveir lögreglubílar á vettvangi.

Uppfært 19:10:

Í frétt Skessuhorns segir að jeppi og jepplingur hafi skollið saman, en við það skullu bílarnir út í vegrið en stöðvuðust inni á veginum. „Sex manns voru í bílunum og voru þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík en aðrir þrír voru fluttir með sjúkrabílum.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×