Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2017 21:53 Douglas DC 3-vélin hóf hnattflugið frá Genf í Sviss í marsmánuði. Mynd/Breitling. Flugmenn Douglas DC-3 flugvélarinnar, sem er á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins klukkan 23 í kvöld. Að öðrum kosti neyðast þeir til að lenda í Keflavík. Vélin átti upphaflega að lenda í Reykjavík klukkan 16 í dag. Brottför frá Narsarsuaq tafðist hins vegar vegna ísingarhættu og bilunar. Þegar vélin loksins fór á loft síðdegis sýndi endurreiknuð flugáætlun að hún myndi ekki ná til Reykjavíkur fyrr en klukkan 23:18, en samkvæmt reglum flugvallarins eru lendingar bannaðar þar eftir klukkan 23:00. „Ég var að fá upplýsingar um að DC 3 hefur aukið hraðann vegna lokunar Reykjavíkurflugvallar. Þeir áætla núna klukkan 22:40 og lenda því í Reykjavík,“ sagði Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á tíunda tímanum í kvöld. Hér má fylgjast með flugi vélarinnar. Þessi 77 ára gamli forngripur er í sex mánaða hnattflugi á vegum svissneska Breitling-úraframleiðandans í því skyni að setja heimsmet. Henni er ætlað að verða elsta flugvélin til að fljúga umhverfis jörðina. Á morgun, sunnudag, er fyrirhugað að íslenski þristurinn Páll Sveinsson og Breitling-þristurinn fljúgi saman yfir Reykjavík og nágrenni. Tímasetning flugsins hefur ekki verið ákveðin. Tengdar fréttir Hnattflugsþristur á leið til Keflavíkur Douglas DC-3 flugvélin, sem er á leið umhverfis jörðina, fór á loft frá Narsarsuaq-flugvelli nú síðdegis og áætlar lendingu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 23 í kvöld 26. ágúst 2017 17:48 Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Flugmenn Douglas DC-3 flugvélarinnar, sem er á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins klukkan 23 í kvöld. Að öðrum kosti neyðast þeir til að lenda í Keflavík. Vélin átti upphaflega að lenda í Reykjavík klukkan 16 í dag. Brottför frá Narsarsuaq tafðist hins vegar vegna ísingarhættu og bilunar. Þegar vélin loksins fór á loft síðdegis sýndi endurreiknuð flugáætlun að hún myndi ekki ná til Reykjavíkur fyrr en klukkan 23:18, en samkvæmt reglum flugvallarins eru lendingar bannaðar þar eftir klukkan 23:00. „Ég var að fá upplýsingar um að DC 3 hefur aukið hraðann vegna lokunar Reykjavíkurflugvallar. Þeir áætla núna klukkan 22:40 og lenda því í Reykjavík,“ sagði Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á tíunda tímanum í kvöld. Hér má fylgjast með flugi vélarinnar. Þessi 77 ára gamli forngripur er í sex mánaða hnattflugi á vegum svissneska Breitling-úraframleiðandans í því skyni að setja heimsmet. Henni er ætlað að verða elsta flugvélin til að fljúga umhverfis jörðina. Á morgun, sunnudag, er fyrirhugað að íslenski þristurinn Páll Sveinsson og Breitling-þristurinn fljúgi saman yfir Reykjavík og nágrenni. Tímasetning flugsins hefur ekki verið ákveðin.
Tengdar fréttir Hnattflugsþristur á leið til Keflavíkur Douglas DC-3 flugvélin, sem er á leið umhverfis jörðina, fór á loft frá Narsarsuaq-flugvelli nú síðdegis og áætlar lendingu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 23 í kvöld 26. ágúst 2017 17:48 Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Hnattflugsþristur á leið til Keflavíkur Douglas DC-3 flugvélin, sem er á leið umhverfis jörðina, fór á loft frá Narsarsuaq-flugvelli nú síðdegis og áætlar lendingu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 23 í kvöld 26. ágúst 2017 17:48
Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38