Innlent

Kom með þrjár rottur inn í barnaherbergi í Hlíðunum

Þórdís Valsdóttir skrifar
Kötturinn veiddi þrjár rottur og færði eigendum sínum.
Kötturinn veiddi þrjár rottur og færði eigendum sínum. Vísir/getty
Bófi, köttur Óskar Gunnarsdóttur og fjölskyldu, drap þrjár rottur og kom með inn á heimili þeirra í dag. Þau eru búsett í Hlíðunum.

Ósk varð vör við rotturnar í morgun, þá hafði kötturinn farið með þær inn í herbergi sonar hennar. 

Ósk segir að Bófi sé þekktur fyrir að koma með ýmsa hluti inn á heimilið. „Hann er rosalegur, mjög duglegur að koma með fugla heim og hefur komið með geitungabú og lifandi dúfu.“

Viðgerðir á lögnum standa yfir í nágrenni við heimili Óskar og telur hún líklegt að rotturnar komi þaðan. Umræddum rottum var komið fyrir í plastpoka og hent í ruslið, þær voru ekki mjög stórar að sögn Óskar. 

Rotturnar voru ekki mjög stórar að sögn Óskar.
Samkvæmt Vísindavefnum er búklengd rotta á Íslandi frá 18-26 sentimetrar og halinn 15-22 sentimetra langur. Þyngdin er á bilinu 140-400 grömm.

Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar sagði í viðtali við Vísi í sumar að mikilvægt væri að fólk læti meindýravarnir vita þegar það verður vart við rottur. Símanúmer hjá meindýravörnum er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×