Rotturnar sleikja líka sólina í borginni Sæunn Gísladóttir skrifar 13. júní 2017 07:00 Rottur eru meira áberandi í borginni þegar hlýnar í veðri. vísir/gva Líklega má skýra það að Vesturbæingar verði meira varir við rottugang núna en áður með því að þegar vel viðrar séu rottur meira á ferli. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, bendir á að ekki sé óeðlilegt að menn sjái rottur á þessum tíma þegar veðrið er hvað best. Hanna Ólafsdóttir, blaðamaður sem býr í Vesturbænum, birti á Facebook-síðunni Vesturbær myndband af rottu við Holtsgötu á laugardaginn. Færslan fékk mikil viðbrögð innan hópsins. Hanna segist þó aðeins hafa séð rottu á ferli í Vesturbænum í þetta eina skipti. Í Facebook-hópnum má sjá nokkrar færslur frá öðrum notendum um rottugang á svæðinu síðustu vikur, sumar rotturnar hafa verið á lífi en aðrar dauðar.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Starfsmaður meindýravarna hjá Reykjavíkurborg segir ekki meiri rottugang í Vesturbænum en venjulega þrátt fyrir frásagnir af því. Fólk verði ef til vill meira vart við þær núna, en tilkynningum hefur ekki fjölgað hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar. Að mati starfsmannsins gæti verið að fólk tæki meira eftir rottum vegna umfjöllunar um rottugang. Fólk sé farið að líta sér nær og skoða heimahverfið meira. Bjarni telur það ekki rétt að rottugangur hafi aukist. „Þegar það verður vart við rottur þá hefur fólk yfirleitt samband við meindýraeyða borgarinnar þannig að þeir eru með ansi góða skráningu á því sem er að gerast.“ Þegar tilkynnt sé um rottugang mæti meindýraeyðar og setji upp gildrur. „En síðan er eitrað í skolpbrunnana á sumrin til þess að halda rottum í skefjum. Engin hætta er á því að gæludýr komist í slíkt eitur,“ segir Bjarni. Hann bendir á að rottur séu meira á ferli í góðu veðri. „Það er kannski mikið af opnum húsgrunnum vegna fjölda framkvæmda sem eru í gangi í Reykjavík. Þegar er verið að sinna viðhaldi hér og þar og skolpið er kannski opnað þá geta þær jafnvel flúið og farið á stjá. Þannig að það er ekki óeðlilegt að menn sjái rottur á þessum tíma þegar veðrið er hvað best. Mikilvægt er að fólk láti meindýravarnir vita þegar það verður vart við rottur. Hægt er að finna síma hjá meindýravörnum á síðu borgarinnar,“ segir Bjarni Brynjólfsson. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03 Sjáðu hversu auðveldlega rottur geta komist upp úr klósettinu Það kannast kannski margir við þá matröð að sitja á klósetinu og heyra rottu koma upp úr klósetinu. 19. ágúst 2015 15:00 „Höfum fundið rottur á þriðju hæð í fjölbýlishúsi“ Ástand lagna í borginni er ekki gott og eru rottur farnar að gera sig heimakomnar víða í þeim. 15. júlí 2015 11:49 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Líklega má skýra það að Vesturbæingar verði meira varir við rottugang núna en áður með því að þegar vel viðrar séu rottur meira á ferli. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, bendir á að ekki sé óeðlilegt að menn sjái rottur á þessum tíma þegar veðrið er hvað best. Hanna Ólafsdóttir, blaðamaður sem býr í Vesturbænum, birti á Facebook-síðunni Vesturbær myndband af rottu við Holtsgötu á laugardaginn. Færslan fékk mikil viðbrögð innan hópsins. Hanna segist þó aðeins hafa séð rottu á ferli í Vesturbænum í þetta eina skipti. Í Facebook-hópnum má sjá nokkrar færslur frá öðrum notendum um rottugang á svæðinu síðustu vikur, sumar rotturnar hafa verið á lífi en aðrar dauðar.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Starfsmaður meindýravarna hjá Reykjavíkurborg segir ekki meiri rottugang í Vesturbænum en venjulega þrátt fyrir frásagnir af því. Fólk verði ef til vill meira vart við þær núna, en tilkynningum hefur ekki fjölgað hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar. Að mati starfsmannsins gæti verið að fólk tæki meira eftir rottum vegna umfjöllunar um rottugang. Fólk sé farið að líta sér nær og skoða heimahverfið meira. Bjarni telur það ekki rétt að rottugangur hafi aukist. „Þegar það verður vart við rottur þá hefur fólk yfirleitt samband við meindýraeyða borgarinnar þannig að þeir eru með ansi góða skráningu á því sem er að gerast.“ Þegar tilkynnt sé um rottugang mæti meindýraeyðar og setji upp gildrur. „En síðan er eitrað í skolpbrunnana á sumrin til þess að halda rottum í skefjum. Engin hætta er á því að gæludýr komist í slíkt eitur,“ segir Bjarni. Hann bendir á að rottur séu meira á ferli í góðu veðri. „Það er kannski mikið af opnum húsgrunnum vegna fjölda framkvæmda sem eru í gangi í Reykjavík. Þegar er verið að sinna viðhaldi hér og þar og skolpið er kannski opnað þá geta þær jafnvel flúið og farið á stjá. Þannig að það er ekki óeðlilegt að menn sjái rottur á þessum tíma þegar veðrið er hvað best. Mikilvægt er að fólk láti meindýravarnir vita þegar það verður vart við rottur. Hægt er að finna síma hjá meindýravörnum á síðu borgarinnar,“ segir Bjarni Brynjólfsson.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03 Sjáðu hversu auðveldlega rottur geta komist upp úr klósettinu Það kannast kannski margir við þá matröð að sitja á klósetinu og heyra rottu koma upp úr klósetinu. 19. ágúst 2015 15:00 „Höfum fundið rottur á þriðju hæð í fjölbýlishúsi“ Ástand lagna í borginni er ekki gott og eru rottur farnar að gera sig heimakomnar víða í þeim. 15. júlí 2015 11:49 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03
Sjáðu hversu auðveldlega rottur geta komist upp úr klósettinu Það kannast kannski margir við þá matröð að sitja á klósetinu og heyra rottu koma upp úr klósetinu. 19. ágúst 2015 15:00
„Höfum fundið rottur á þriðju hæð í fjölbýlishúsi“ Ástand lagna í borginni er ekki gott og eru rottur farnar að gera sig heimakomnar víða í þeim. 15. júlí 2015 11:49