„Höfum fundið rottur á þriðju hæð í fjölbýlishúsi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 11:49 Hér má sjá rottu í lögn í húsi í höfuðborginni. Mynd/Proline „Við sjáum rottur í hverri einustu viku. Fyrir stuttu vorum við til dæmis í fjölbýlishúsi þar sem þær voru komnar í eldhús á annarri og þriðju hæð þess,“ segir Andri Svavarsson hjá Proline. Rottur í borginni hafa talsvert verið í umræðunni að undanförnu enda orðnar sýnilegri en oft áður. Andri Svavarsson var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um rottur og ástand lagna í borginni. Proline er eitt þeirra fyrirtækja sem ástandsskoðar og lagfærir frárennslislagnir í húsum. „Það er rétt að fólk láti kanna lagnirnar hjá sér sérstaklega ef það býr í húsi sem var byggt fyrir 1980. Þá hættu steinrörin að mestu og plaströrin tóku við. Steinrörin endast ekki nema í um fjörutíu ár og þarf þá að lagfæra þau.“ Rottur eru seig dýr sem geta nagað sig í gegnum mjög margt. Andri nefnir dæmi þess að hann hafi séð það gerast að rottur hafi nagað sig í gegnum steypu sem ekki var almennilega hörnuð. „Þar sem rörin eru orðin lúin fara þær auðveldlega í gegn.“ Hér má sjá myndband sem Andri tók í lögnum húss í borginni. „Þetta sýnir vel þar sem lagnir hafa dregist í sundur og það myndast gat milli samskeyta. Í myndbandinu sjást rotturnar koma sér út um samskeytin og koma sér upp bæli,“ segir Andri.Þegar nagdýrin hafa komið sér fyrir í rörunum vilja þær gera sig heimakomnar og stofna þar fjölskyldu. Það tekur rottur um ellefu vikur að vera kynþroska, meðgöngutími er tæpur mánuður og ættartengsl skipta ekki höfuðmáli við val á maka. Þær gjóta yfirleitt ekki oftar en fimm sinnum á ári. Allt að átta ungar geta komið í hverju goti. „Þegar við rennum myndavélunum inn í lagnirnar fælast þær oft í fyrstu en snúa svo aftur þar sem þær eru forvitnar að sjá hvað þetta er sem er að skoða þær. Þær eru miklir skaðvaldar. Oft maka þær jarðvegi inn í rörin og stífla þau og svo viljum við ekki sjá þær í húsunum okkar,“ segir Andri. „Ég veit til dæmis um konu sem vaknaði með bitför í andlitinu eftir að rotta komst inn til hennar.“ Fyrr í vikunni ræddi Vísir við Ólaf Heiðarsson meindýraeyði hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Hans tilfinning var að rottum væri ekki að fjölga en ýmsar framkvæmdir og lélegt ástand lagna gerðu þær sýnilegri. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Andra úr Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tengdar fréttir Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03 „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08 Rottur laðaðar að vatnsverndarsvæði Heilbrigðinefnd Suðurnesja afturkallaði fyrir skömmu starfsleyfi Gámaþjónustannar til moltugerðar við svokallaðan Patterson flugvöll á gamla varnarliðssvæðinu í Njarðvík. 17. desember 2013 07:30 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
„Við sjáum rottur í hverri einustu viku. Fyrir stuttu vorum við til dæmis í fjölbýlishúsi þar sem þær voru komnar í eldhús á annarri og þriðju hæð þess,“ segir Andri Svavarsson hjá Proline. Rottur í borginni hafa talsvert verið í umræðunni að undanförnu enda orðnar sýnilegri en oft áður. Andri Svavarsson var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um rottur og ástand lagna í borginni. Proline er eitt þeirra fyrirtækja sem ástandsskoðar og lagfærir frárennslislagnir í húsum. „Það er rétt að fólk láti kanna lagnirnar hjá sér sérstaklega ef það býr í húsi sem var byggt fyrir 1980. Þá hættu steinrörin að mestu og plaströrin tóku við. Steinrörin endast ekki nema í um fjörutíu ár og þarf þá að lagfæra þau.“ Rottur eru seig dýr sem geta nagað sig í gegnum mjög margt. Andri nefnir dæmi þess að hann hafi séð það gerast að rottur hafi nagað sig í gegnum steypu sem ekki var almennilega hörnuð. „Þar sem rörin eru orðin lúin fara þær auðveldlega í gegn.“ Hér má sjá myndband sem Andri tók í lögnum húss í borginni. „Þetta sýnir vel þar sem lagnir hafa dregist í sundur og það myndast gat milli samskeyta. Í myndbandinu sjást rotturnar koma sér út um samskeytin og koma sér upp bæli,“ segir Andri.Þegar nagdýrin hafa komið sér fyrir í rörunum vilja þær gera sig heimakomnar og stofna þar fjölskyldu. Það tekur rottur um ellefu vikur að vera kynþroska, meðgöngutími er tæpur mánuður og ættartengsl skipta ekki höfuðmáli við val á maka. Þær gjóta yfirleitt ekki oftar en fimm sinnum á ári. Allt að átta ungar geta komið í hverju goti. „Þegar við rennum myndavélunum inn í lagnirnar fælast þær oft í fyrstu en snúa svo aftur þar sem þær eru forvitnar að sjá hvað þetta er sem er að skoða þær. Þær eru miklir skaðvaldar. Oft maka þær jarðvegi inn í rörin og stífla þau og svo viljum við ekki sjá þær í húsunum okkar,“ segir Andri. „Ég veit til dæmis um konu sem vaknaði með bitför í andlitinu eftir að rotta komst inn til hennar.“ Fyrr í vikunni ræddi Vísir við Ólaf Heiðarsson meindýraeyði hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Hans tilfinning var að rottum væri ekki að fjölga en ýmsar framkvæmdir og lélegt ástand lagna gerðu þær sýnilegri. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Andra úr Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Tengdar fréttir Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03 „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08 Rottur laðaðar að vatnsverndarsvæði Heilbrigðinefnd Suðurnesja afturkallaði fyrir skömmu starfsleyfi Gámaþjónustannar til moltugerðar við svokallaðan Patterson flugvöll á gamla varnarliðssvæðinu í Njarðvík. 17. desember 2013 07:30 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03
„Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08
Rottur laðaðar að vatnsverndarsvæði Heilbrigðinefnd Suðurnesja afturkallaði fyrir skömmu starfsleyfi Gámaþjónustannar til moltugerðar við svokallaðan Patterson flugvöll á gamla varnarliðssvæðinu í Njarðvík. 17. desember 2013 07:30