„Höfum fundið rottur á þriðju hæð í fjölbýlishúsi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 11:49 Hér má sjá rottu í lögn í húsi í höfuðborginni. Mynd/Proline „Við sjáum rottur í hverri einustu viku. Fyrir stuttu vorum við til dæmis í fjölbýlishúsi þar sem þær voru komnar í eldhús á annarri og þriðju hæð þess,“ segir Andri Svavarsson hjá Proline. Rottur í borginni hafa talsvert verið í umræðunni að undanförnu enda orðnar sýnilegri en oft áður. Andri Svavarsson var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um rottur og ástand lagna í borginni. Proline er eitt þeirra fyrirtækja sem ástandsskoðar og lagfærir frárennslislagnir í húsum. „Það er rétt að fólk láti kanna lagnirnar hjá sér sérstaklega ef það býr í húsi sem var byggt fyrir 1980. Þá hættu steinrörin að mestu og plaströrin tóku við. Steinrörin endast ekki nema í um fjörutíu ár og þarf þá að lagfæra þau.“ Rottur eru seig dýr sem geta nagað sig í gegnum mjög margt. Andri nefnir dæmi þess að hann hafi séð það gerast að rottur hafi nagað sig í gegnum steypu sem ekki var almennilega hörnuð. „Þar sem rörin eru orðin lúin fara þær auðveldlega í gegn.“ Hér má sjá myndband sem Andri tók í lögnum húss í borginni. „Þetta sýnir vel þar sem lagnir hafa dregist í sundur og það myndast gat milli samskeyta. Í myndbandinu sjást rotturnar koma sér út um samskeytin og koma sér upp bæli,“ segir Andri.Þegar nagdýrin hafa komið sér fyrir í rörunum vilja þær gera sig heimakomnar og stofna þar fjölskyldu. Það tekur rottur um ellefu vikur að vera kynþroska, meðgöngutími er tæpur mánuður og ættartengsl skipta ekki höfuðmáli við val á maka. Þær gjóta yfirleitt ekki oftar en fimm sinnum á ári. Allt að átta ungar geta komið í hverju goti. „Þegar við rennum myndavélunum inn í lagnirnar fælast þær oft í fyrstu en snúa svo aftur þar sem þær eru forvitnar að sjá hvað þetta er sem er að skoða þær. Þær eru miklir skaðvaldar. Oft maka þær jarðvegi inn í rörin og stífla þau og svo viljum við ekki sjá þær í húsunum okkar,“ segir Andri. „Ég veit til dæmis um konu sem vaknaði með bitför í andlitinu eftir að rotta komst inn til hennar.“ Fyrr í vikunni ræddi Vísir við Ólaf Heiðarsson meindýraeyði hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Hans tilfinning var að rottum væri ekki að fjölga en ýmsar framkvæmdir og lélegt ástand lagna gerðu þær sýnilegri. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Andra úr Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tengdar fréttir Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03 „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08 Rottur laðaðar að vatnsverndarsvæði Heilbrigðinefnd Suðurnesja afturkallaði fyrir skömmu starfsleyfi Gámaþjónustannar til moltugerðar við svokallaðan Patterson flugvöll á gamla varnarliðssvæðinu í Njarðvík. 17. desember 2013 07:30 Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Við sjáum rottur í hverri einustu viku. Fyrir stuttu vorum við til dæmis í fjölbýlishúsi þar sem þær voru komnar í eldhús á annarri og þriðju hæð þess,“ segir Andri Svavarsson hjá Proline. Rottur í borginni hafa talsvert verið í umræðunni að undanförnu enda orðnar sýnilegri en oft áður. Andri Svavarsson var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um rottur og ástand lagna í borginni. Proline er eitt þeirra fyrirtækja sem ástandsskoðar og lagfærir frárennslislagnir í húsum. „Það er rétt að fólk láti kanna lagnirnar hjá sér sérstaklega ef það býr í húsi sem var byggt fyrir 1980. Þá hættu steinrörin að mestu og plaströrin tóku við. Steinrörin endast ekki nema í um fjörutíu ár og þarf þá að lagfæra þau.“ Rottur eru seig dýr sem geta nagað sig í gegnum mjög margt. Andri nefnir dæmi þess að hann hafi séð það gerast að rottur hafi nagað sig í gegnum steypu sem ekki var almennilega hörnuð. „Þar sem rörin eru orðin lúin fara þær auðveldlega í gegn.“ Hér má sjá myndband sem Andri tók í lögnum húss í borginni. „Þetta sýnir vel þar sem lagnir hafa dregist í sundur og það myndast gat milli samskeyta. Í myndbandinu sjást rotturnar koma sér út um samskeytin og koma sér upp bæli,“ segir Andri.Þegar nagdýrin hafa komið sér fyrir í rörunum vilja þær gera sig heimakomnar og stofna þar fjölskyldu. Það tekur rottur um ellefu vikur að vera kynþroska, meðgöngutími er tæpur mánuður og ættartengsl skipta ekki höfuðmáli við val á maka. Þær gjóta yfirleitt ekki oftar en fimm sinnum á ári. Allt að átta ungar geta komið í hverju goti. „Þegar við rennum myndavélunum inn í lagnirnar fælast þær oft í fyrstu en snúa svo aftur þar sem þær eru forvitnar að sjá hvað þetta er sem er að skoða þær. Þær eru miklir skaðvaldar. Oft maka þær jarðvegi inn í rörin og stífla þau og svo viljum við ekki sjá þær í húsunum okkar,“ segir Andri. „Ég veit til dæmis um konu sem vaknaði með bitför í andlitinu eftir að rotta komst inn til hennar.“ Fyrr í vikunni ræddi Vísir við Ólaf Heiðarsson meindýraeyði hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Hans tilfinning var að rottum væri ekki að fjölga en ýmsar framkvæmdir og lélegt ástand lagna gerðu þær sýnilegri. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Andra úr Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Tengdar fréttir Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03 „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08 Rottur laðaðar að vatnsverndarsvæði Heilbrigðinefnd Suðurnesja afturkallaði fyrir skömmu starfsleyfi Gámaþjónustannar til moltugerðar við svokallaðan Patterson flugvöll á gamla varnarliðssvæðinu í Njarðvík. 17. desember 2013 07:30 Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03
„Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08
Rottur laðaðar að vatnsverndarsvæði Heilbrigðinefnd Suðurnesja afturkallaði fyrir skömmu starfsleyfi Gámaþjónustannar til moltugerðar við svokallaðan Patterson flugvöll á gamla varnarliðssvæðinu í Njarðvík. 17. desember 2013 07:30